Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Námsferð til Þýskalands 2017 - styrkumsókn
1701105
Framlögð umsókn Guðrúnar Jónsdóttur dags. 9.1.2017 um styrk til námsferðar til Þýskalands sumarið 2017.
Sveitarstjóra falið að afgreiða erindið.
2.Námsferð - beiðni um styrk
1701165
Framlögð beiðni Nemendafélags LBHÍ dags. 16.1.2017 um styrk til námsferðar um Suðurland.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
3.Til Byggðarráðs 11 janúar 2016 - stjórnsýslukvörtun
1701125
Framlagt bréf frá IKAN ehf. þar sem kvartað er yfir stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti að fresta afgreiðslu og sveitarstjóra falið að undirbúa svar.
4.Meðmæli við jarðakaup af ríki, Álftártunga
1701181
Framlögð beiðni Svans Pálssonar Álftártungu um meðmæli (umsögn) sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðra kaupa á ábúðarjörð sinni, Álftártungu.
Byggðarráð er meðmælt erindinu og felur sveitarstjóra að afla tilskilinna gagna.
5.Sameining almannavarnanefnda - tillaga
1701204
Framlagður tölvupóstur frá sveitarstjóra Dalabyggðar dags. 20.1.2017 varðandi sameiningu almannavarnarnefnda
Byggðarráð lýsir yfir vilja til að erindið verði tekið til umfjöllunar innan stjórnar SSV.
6.Viðhaldsáætlun fasteigna 2017
1701185
Framlögð framkvæmda - og viðhaldsáætlun fyrir árið 2017.
Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið. Fór hann yfir tillögu um skiptingu viðhaldsfjár milli fasteigna og áætlun um viðhald ársins 2017. Til viðhalds eru skv. fjárhagsáætlun 53,5 millj. kr. Umsjónarmanni fasteigna falið að uppfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum.
7.Átaksverkefni varðandi kynferðisofbeldi gegn drengjum - beiðni um styrk
1701200
Framlagt erindi dags. 21.1.2017 frá meistaranemum og kennurum í Háskólanum á Akureyri um styrk til rannsóknar á kynferðisofbeldi gegn drengjum.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
8.Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga - fundarboð
1701203
Framlagt fundarboð SSV dags. 23.1.2017 vegna fundar um framtíðarþróun sveitarstjórnarstigsins.
9.Krumshólar lnr. 135060 - ljósastaurar, umsókn
1701238
Framlögð umsókn Auðar Jónsdóttur og Halldórs Rune Beck dags. 24.1.2016 um uppsetningu ljósastaura að Krumshólum, lnr.135060, skv. reglum Borgarbyggðar þar um.
Með tilvísun til reglna Borgarbyggðar um ljósastaura í dreifbýli samþykkir byggðarráð erindið og vísar framkvæmdinni til framkvæmda - og skipulagssviðs. Byggðarráð samþykkir ennfremur að reglur verði endurskoðaðar þannig að afgreiðsla slíkra erinda verði einfölduð og afgreidd innan stjórnsýslunnar.
10.Heggstaðir lnr. 136054 - stofnun lóðar, Heggstaðir II
1701234
Framlögð umsókn Alberts Guðmundssonar um að stofna lóð úr landi Heggstaða lnr. 136054, Heggstaðir II.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
11.Heggstaðir, lnr. 136054 - stofnun lóðar, Heggstaðir III Ásakot
1701235
Framlögð umsókn Helgu Guðmundsdóttur um að stofna lóð úr landi Heggstaða lnr. 136054, Heggstaðir III Ásakot.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
12.Heggstaðir lnr. 136054 -stofnun lóðar, Heggstaðir III Eyrakot
1701236
Framlögð umsókn Ingveldar Guðmundsdóttur um að stofna lóð úr landi Heggstaða lnr. 136054, Heggstaðir III Eyrakot.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
13.Heggstaðir lnr. 136054 - stofnun lóðar, Heggstaðir III Klumbukot
1701237
Framlögð umsókn Ágústs Guðmundssonar um stofnun lóðar úr landi Heggstaða lnr. 136054, Heggstaðir III Klumbukot.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
14.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir
1701202
Framlögð fundargerð 1. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag dags. 20.12.2017
15.Fundargerð 22.12.2016
1701206
Framlögð fundargerð Eigendanefndar Faxaflóahafna frá 22.12.2016.
16.Fundur nr. 153 - Faxaflóahafir sf.
1701205
Framlögð fundargerð 153. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf.
Fundi slitið - kl. 09:50.