Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

404. fundur 02. febrúar 2017 kl. 08:15 - 10:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristjan Gíslason
Dagskrá

1.Hellisheiðarvirkjun - tilboð

1701109

Framlagt til afgreiðslu tilboð MJDB kt: 460315-0340, dags. 6.1.2017, í eignarhluta Borgarbyggðar í Hellisheiðarvirkjun. Áður tekið til umræðu í byggðarráði þann 19. janúar. Byggðarráð hafnaði erindinu.

2.Byggjum upp - vinnuhópar

1701256

Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhópa sveitarstjórnar - "Byggjum upp".
Framlagt erindisbréf fyrir fjóra vinnuhópa sem vinna undir vinnuheitinu „Byggjum upp“. Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.

3.Landvarsla í Borgarbyggð

1701308

Landvarsla í Borgarbyggð. Sveitarstjóri lagði fram drög að bókun um þörf fyrir aukna landvörslu á friðlýstum svæðum í Borgarbyggð.
"Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun árlega ráðið landvörð í þriggja mánaða starf innan Borgarbyggðar. Viðfangsefni hans hefur verið að hafa umsjón með þeim friðlýstu svæðum sem er að finna innan sveitarfélagsins. Friðlýst svæði innan Borgarbyggðar eru eftirfarandi:
1.
Eldborg
2.
Einkunnir
3.
Andakíll búsvæði
4.
Grábrókargígar
5.
Hraunfossar
6.
Húsafellsskógur
7.
Geitland
8.
Kalmanshellir

Þessi svæði eru fjölsótt af ferðafólki. Þau þurfa því mikla umhirðu og sinningu svo þau láti ekki á sjá vegna mikillar umferðar. Borgarbyggð er eitt landstærsta sveitarfélag landsins. Því er tímafrekt að hafa eftirlit með öllum þeim friðlýstu svæðum sem er að finna innan þess. Á þeim árum sem landvörður hefur verið starfandi í Borgarbyggð hefur fjöldi ferðafólks sem ferðast um sveitarfélagið margfaldast. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Því hefur álag á fjölsótta ferðamannastaði í sveitarfélaginu vaxið verulega án þess að aukið fjármagn hafi verið lagt í umhirðu þeirra. Jafnhliða aukinni aðsókn ferðafólks vex þörf fyrir viðhald mannvirkja, umsjón og hirðingu svæðanna, aðgerðir sem tryggja snyrtilegt yfirbragð, stýringu umferðar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að forða landníðslu og ágengni. Fyrir utan mikla aukningu á fjölda ferðafólks á liðnum árum hefur sú breyting einnig átt sér stað að ferðaþjónusta er orðin heils árs atvinnuvegur en er ekki einungis bundin við þrjá sumarmánuði eins og var meginregla fyrir tiltölulega fáum árum.
Með hliðsjón af framansögðu þá skorar Byggðarráð Borgarbyggðar á Umhverfisstofnun að bregðast við fyrrgreindri þróun með því að ráða til starfa landvörð í fullt starf innan Borgarbyggðar sem hefði fyrrgreind verkefni með höndum ásamt öðru því sem málið varðar. Því fylgir mikil ábyrgð að bera ábyrgð á friðlýstum svæðum. Því verður að tryggja að þau séu vernduð og þeim veitt sú umhirða sem nauðsynleg er til að tryggja áframhaldandi sérstöðu þeirra þrátt fyrir sívaxandi umferð um þau. Því er óhjákvæmilegt að leggja aukið fjármagn í fyrrgreind verkefni til að tryggja til framtíðar viðhald og skipulega nýtingu þeirra fjölsóttu ferðamannastaða sem er að finna innan Borgarbyggðar".
Byggðarráð samþykkti bókunina.

4.Mál nr. 143_2016 - Borgarbraut 59, úrskurður

1612266

Úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála frá 23. desember 2016. Möguleiki á endurupptöku málsins. Sveitarstjóri kynnti minnisblað frá Ómari Jóhannessyni, lögmanni hjá Pacta, þar sem hann fer yfir möguleika sveitarfélagsins á að óska eftir endurupptöku niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. desember sl. sbr. bókun byggðarráðs þann 29. desember sl. Niðurstaða lögmannsins er að ekki séu forsendur til að óska eftir endurupptöku málsins.

5.Sameining þriggja lóða, Dvergholt 8 lnr. 221655 - umsókn

1701248

Framlögð umsókn Grétars M Hanssonar, Blikastöðum 4, 270 Mosfellsbær, kt: 140444-2009, dags. 2.1. 2017, um að fella lóðirnar Dvergholt 4 lnr. 218959 og Dvergholt 6 lnr. 218960 niður og sameina lóðinni Dvergholt 8 lnr. 221655. Byggðarráð samþykkti erindið.

6.Konráð Jóhann Brynjarsson - Umsókn um lóð

1701300

Framlögð umsókn Konráðs Jóhanns Brynjarssonar kt:030479-4839, Túngötu 2, Hvanneyri dags. 27.1.2017 um lóð við Lóuflöt 4 á Hvanneyri. Til vara er sótt um lóð við Lóuflöt 2 s.st. Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni Lóuflöt 4 til umsækjanda.

7.Birna Guðrún Konráðsdóttir - Umsókn um lóð

1701301

Framlögð umsókn Birnu Guðrúnar Konráðsdóttur, kt:200158-2889 Borgum, dags. 27.1.2017 um lóð við Lóuflöt 1 á Hvanneyri. Til vara er sótt um lóð við Lóuflöt 2. Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni við Lóuflöt 1 til umsækjanda.

8.Saga jarðvangur

1604084

Stofnfundur Saga jarðvangs. Framlagðar stofnsamþykktir fyrir Saga jarðvang ses sem samþykktar voru á stofnfundi Saga jarðvangs sem haldinn var í Brúarási þann 28. janúar sl.

9.Faxaborg - umsókn um rekstrarstyrk

1701299

Framlögð beiðni Reiðhallarinnar Vindás ehf um styrk vegna starfsemi sinnar. Til fundarins mættu Stefán Logi Haraldsson form. Hmf. Skugga og Þórdís Arnardóttir frá Faxa og fóru yfir málefni reiðhallarinnar Faxaborgar og málefni Vindás ehf. Ennfremur hugmyndir sem uppi eru um sameiningu hestamannafélaganna. Byggðarráð þakkar þeim yfirferðina og samþykkti að fresta afgreiðslu erindis varðandi fasteignaskatta.

10.Plan-B listahátíð - Fyrirspurn varðandi Sláturhús

1610153

Samræður við aðstandendur Plan B listahátíð varðandi möguleika á notkun á hluta húseignar í Brákarey. Til fundarins mættu Sigríður Þóra Óðinsdóttir og Sigursteinn Sigurðsson frá Plan B og kynntu þau hugmyndir þeirra um nýtingu gamla frystihússins í Brákarey. Eins sat Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður fasteigna fundinn undir þessum lið. Byggðarráð þakkar góða kynningu og felur sveitarstjóra að vinna minnisblað varðandi ástand hússins og nauðsynlegar viðhaldsaðgerðir.

11.Viðauki við lánasamning 0351-35-44307

1701312

Framlagður viðaukasamningur milli Arionbanka og Borgarbyggðar vegna láns nr. 0351-35-44307
Byggðarráð samþykkti viðaukasamninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

12.181. fundur í Safnahúsi

1701252

Framlögð fundargerð 181. fundar starfólks Safnahúss Borgarfjarðar, dags. 24.1.2017.

Fundi slitið - kl. 10:55.