Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

405. fundur 16. febrúar 2017 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016

1604088

Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs skýrði samanburð við rekstraráætlun ársins 2016.
Launakostnaður fór 5% fram úr áætlun á árinu.
Byggðarráð óskar eftir nánari upplýsingum varðandi rekstur mötuneyta grunn- og leikskóla pr. nemenda og kostnaðarþátttöku foreldra í fæðiskostnaði.
Einnig er óskað eftir nánari skýringum á kostnaði við rekstur íþróttamiðstöðvanna.

2.Golfklúbbur Borgarness - umsókn um rekstrarstyrk 2017 - 2023

1612016

Framlögð umsögn UMSB dags. 13. febrúar 2017 vegna styrkbeiðni Golfklúbbs Borgarness. Byggðarráð ræddi erindið og var sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá sambærilegum sveitarfélögum varðandi framlög til golfklúbba.

3.Hugheimar - ársfundur 2016

1702071

Framlagður ársreikningur Hugheima - frumkvöðlaseturs fyrir árið 2016 ásamt fundargerð fundar frá 3.2.2017.
Samþykkt að fá Harald Reynisson á næsta fund byggðarráðs.

4.Umferðaröryggi í Borgarnesi - vinnuhópur

1702078

Framlögð til kynningar fundargerð vinnuhóps dags. 26.01.2017 um umferðaröryggi í Borgarnesi. Bjarki Þorsteinsson skýrði frá því em gerst hefur í starfi hópsins og það sem framundan er.

5.Þjóðlendukröfur - niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B

1611229

Úrskurður Óbyggðarnefndar vegna svæðis 8B tekinn til umræðu með tilliti til hugsanlegrar áfrýjunar. Unnið hefur verið að því að leita að gögnum sem gagnast gætu við áfrýjun málsins.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að undirbúa áfrýjun á niðurstöðum Óbyggðanefndar á þeim svæðum sem ástæða þykir til.

6.Landsmót UMFÍ 2019 og 2020 - auglýsing

1702083

Framlögð auglýsing frá UMFÍ þar sem kallað er eftir umsóknum um Landsmót 50 árið 2019 og Unglingalandsmót árið 2020.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að kanna hjá UMSB hvort áhugi er á samstarfi við að sækja um að halda Landsmót 50 árið 2019.

7.Fitjar 2 - lóð

1702085

Framlögð ósk Björgunarsveiinni Brák um viðræður um lóðina Fitjar 2.
Á fundinn mættu Einar Örn Einarsson, Jakob Guðmundsson og Pétur Guðmundsson fulltrúar Björgunarsveitarinnar Brákar. Skýrðu þeir út stöðu og framtíðaráform björgunarsveitarinnar í húsnæðismálum.
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að Brák komist í hentugra húsnæði. Umhverfis-, skipulgas- og landbúnaðarnefnd var falið að fjalla um hugmyndir varðandi lóðina að Fitjum 2.

8.Faxaborg - umsókn um rekstrarstyrk

1701299

Umsókn Reiðhallarinnar Vindási ehf vegna styrks til greiðslu fasteignagjalda af höllinni tekin til umræðu sbr. bókun á 404. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkti að þar sem hestamannafélögin í sveitarfélaginu eru eigendur að stórum hluta reiðhallarinnar, ásamt sveitarfélaginu, nái reglur um styrk til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda yfir þessa umsókn.

9.Úthlutunarreglur Menningarsjóðs 2017

1702086

Úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar yfirfarnar með tillit til þess hvort nauðsynlegt sé að endurskoða þær í ljósi þess að Borgarbyggð hefur aukið fjárframlög til sjóðsins.
Byggðarráð telur eðlilegt að yfirfara reglurnar og felur sveitarstjóra að láta yfirfara þær.

10.Endurskoðun samninga við Fjölís

1702077

Lagt fram bréf Sambands íslenkra sveitarfélaga sags. 7. 2. 2017 þar sem greint er frá samþykkt stjórnar sambandsins frá 27. janúar 2017 þar sem mælt er með því að sveitarfélögin gangi til samninga við Fjölís á grundvelli þeirra samninga sem kynntir voru á fundinum.

Einnig var framlagður samningur milli Fjölís og Borgarbyggðar um ljósritun og hliðstæða eftirgerð höfundavarins efnis í sveitarfélögum dags. 1. febrúar 2017. Einnig var lagt fram bréf þessa efnis frá Fjölís dags. 1. febrúar 2017.
Byggðarráð samþykkti samninginn og fól sveitarstjóra að afgreiða hann.

11.Samningur um afritun verndaðra verka

1702087

Framlagður samningur milli Fjölís og Borgarbyggðar um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

12.Veiðifélag Álftár - Aðalfundarboð 25.2.2017

1702100

Framlagt bréf frá Veiðifélagi Álftár dags. 8.2.2017 þar sem boðað er til aðalfundar þann 25.2.2017.
Byggðarráð fól Einari Ole Pedersen að vera fulltrúa Borgarbyggðar á fundinum.

13.Lions í Borgarnesi - afmælishátíð

1702093

Sveitarstjóri skýrði frá fundi með forsvarsmönnum Lions klúbbanna í Borgarnesi. Þeir eiga báðir afmæli á árinu. Karlaklúbburinn verður sextugur og kvennaklúbburinn verður þrítugur. Í tilefni afmælisins ætla klúbbarnir að gefa Borgarbyggð nokkurn fjölda bekkja sem verður komið fyrir við gönguleiðir og útivistarsvæði. Einnig er í undirbúningi afmælishátíð á afmælisdaginn.
Byggðarráð þakkaði hlýhug í garð samfélagsins og samþykkti að bjóða forsvarsmönnum Lions hreyfingarinnar í Borgarnesi á næsta byggðarráðsfund.

14.Kvörtun vegna stjórnsýslu

1701113

Stjórnsýslukvörtun Ásgeirs Sæmundssonar lögð fram að nýju. Hún er bókuð sem trúnaðarmál þar sem efni hennar varðar einstaka starfsmenn Borgarbyggðar.
Á fundinn mætti Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og skýrði stöðu málsins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að svara erindi Ásgeirs.

15.Starfsmannamál 2017

1701044

Framlagður listi yfir umsækjendur um starf mannauðsstjóra Borgarbyggðar. Ákveðið hefur verið að ráða Ingibjörgu Guðmundsdóttur í starfið. Ingibjörg er með diplómapróf í starfsmannastjórnun og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur áður starfað við starfsþróun og mannauðsmál hjá Hafnarfjarðarbæ. Ingibjörg hefur störf innan skamms.

16.Afsláttarkort fyrir íþróttamenn

1701292

Framlögð drög að reglum um afsláttarkort í þreksal og sundlaug fyrir íþróttamenn sem sviðsstjóri fræðslusviðs hefur unnið. Kortið er fyrir íþróttamenn sem æfa og keppa í meistaraflokki eða flokki fullorðinna með íþróttafélögum í Borgarbyggð, sem jafnframt eru innan UMSB.
Vísað til umfjöllunar fræðslunefndar.

17.Tillaga um breytingu á hámarkshraða

1605065

Tillaga Lögreglustjórans á Vesturlandi um lækkun hámarkshraða á Borgarbraut lögð fram til afgreiðslu aftur vegna mistaka við skráningu.
Byggðarráð samþykkti að visa erindinu til starfshóps um umferðaröryggismál.

18.Hannes Bjarki Þorsteinsson - Umsókn um lóð

1702074

Hannes Bjarki Þorsteinsson sækir um lóð á Hvanneyri - Fyrsti valkostur er Þrastarflöt 8 og til vara er Rjúpnaflöt 8.
Þær lóðir sem sótt er um eru ekki tilbúnar til úthlutunar og bendir byggðarráð umsækjanda á að aðrar lóðir eru lausar til umsóknar við Lóuflöt og Arnarflöt.

19.Fundur um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga

1702096

Framlögð skýrsla frá innanríkisráðuneytinu um endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga og tilkynning um fund frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 10. Febrúar sl. um fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem haldinn verður á Grand Hotel í Reykjavík þann 20. febrúar n.k.
Byggðarráð fól sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að sækja fundinn.

20.Ársskýrsla Landbúnaðarsafns ses

1702066

Ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands ses. fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar. Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi safnsstjóri, sem lét af störfum um sl. áramót, þakkar með tölvupósti dags. 2. febrúar s.l., verðmætan stuðning Borgarbyggðar við safnið á liðnum árum.
Byggðarráð þakkar skýrsluna og sendir Bjarna Guðmundssyni hugheilar kveðjur við starfslok með þökkum fyrir hið mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu safnsins á liðnum árum.

21.Öryggiskerfi

1702106

Sveitarstjóri greindi frá fundi með Bjarna Júlíussyni frá Framnes ehf varðandi öryggiskerfi gagnavistun, tölvumál og afritun rafrænna skjala hjá sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera samkomulag við Bjarna varðandi öryggisstefnu í tölvumálum hjá sveitarfélaginu.

22.Til umsagnar 128. mál frá nefndasviði Alþingis

1702095

Framlagður tölvupóstur Alþingis um umsögn um þingmál 128, frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga.
Byggðarráð sér ekki ástæðu til að gefa umsögn um málið.

23.Fundargerð 846. fundar stjórnar sambandsins

1702067

Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

24.391. fundur stjórnar Hafnasambands - fundargerð

1702068

Framlögð fundargerð 391. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram.

25.141. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 6. febrúar 2017

1702102

Framlögð 141. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 6. febrúar 2017.

Fundi slitið - kl. 12:00.