Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

406. fundur 23. febrúar 2017 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Stjórnsýsluskoðun KPMG

1701117

Kynntar niðurstöður stjórnsýsluskoðunar KPMG frá 15. febrúar 2017. Einungis komu fram þrjár ábendingar um atriði í stjórnsýslunni sem betur megi fara. Tvær snúa að framkvæmd viðauka við fjárhagsáætlun og ein varðaði framsetningu gjaldskrár Slökkviliðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að sjá til þess að tekið verði mið af þeim ábendingum sem koma fram í niðurstöðum KPMG.

2.Ferðablaðið Travel West Iceland

1702111

Lögð fram kynning á ferðablaðinu Travel West Iceland 2017-2018 sem útgáfuþjónusta Skessuhorns gefur út fyrir Vesturland á árinu 2017. Byggðarráð samþykkti að kaupa 1/2 síðu kynningu í blaðinu.

3.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir

1701202

Lögð fram 2. fundargerð Stýrihóps um heilsueflandi samfélag frá 16. febrúar s.l.

4.Starfsleyfi fyrir Artic Protein

1702113

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 17. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Borgarbyggðar um starfsleyfi fyrir Artic Protein ehf. Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar s.l. að senda í umsókn þess efnis í hefðbundið auglýsingarferli.
Byggðarráð samþykkti að mæla með samþykkt umsóknarinnar að öllum tilskyldum leyfum uppfylltum.

5.Sveitarfélagakönnun Gallup

1702115

Lagðar fram niðurstöður úr sveitarfélagakönnun Gallup þar sem viðhorf íbúa sveitarfélagsins gagnvart þjónustu þess er kannað. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 15. nóvember til 29. desember 2016. Alls bárust 174 svör úr Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að fá frekari kynningu á niðurstöðum könnunarinnar og á þá kynningu verði forystumenn stofnana sveitarfélagsins einnig boðaðir.

6.Sveitarfélögin og ferðaþjónustan - málþing

1702119

Lagt fram boð dags. 21. febrúar á málþingið „Sveitarfélögin og ferðaþjónustan“ sem haldið verður 3. mars n.k. á Hótel Hilton í Reykjavík.
Byggðarráð hvetur til að fulltrúar Borgarbyggðar sæki málþingið þar sem um er að ræða viðfangsefni seem varðar sveitarfélagið miklu.

7.Lions í Borgarnesi - afmælishátíð

1702093

Til fundarins mættu Jón J. Haraldsson og Sveinn G. Hálfdánarson, fulltrúar Lions hreyfingarinnar í Borgarbyggð. Þeir kynntu fyrir byggðarráði höfðinglega gjöf sem Lions-klúbbarnir hyggjast gefa íbúum sveitarfélagsins í tilefni af 60 ára afmæli Lionsklúbbs Borgarness og 30 ára afmæli Lionsklúbbsins Öglu.
Byggðarráð þakkar klúbbunum fyrir gjöfina.
Jafnframt var samþykkt að heimila klúbbunum endurgjaldslaus afnot af Hjálmakletti fyrir afmælishátíð klúbbanna.

8.Hugheimar - ársfundur 2016

1702071

Á fundinn mættu Sigursteinn Sigurðsson og Signý Óskarsdóttir fyrir hönd Hugheima - frumkvöðla- og nýsköpunarseturs og kynntu starfsemina.

9.Vetrarþjónusta í uppsveitum Borgarfjarðar

1702117

Lagt fram svar Vegagerðarinnar við erindi byggðarráðs um vetrarþjónustu í uppsveitum Borgarfjarðar dags. 14. febrúar 2017. Í svarinu kemur fram að Vegagerðin muni vinna að tillögum um breyttar reglur um snjómokstur og leggja fyrir samgönguráðuneytið fyrir næsta vetur til samþykktar. Þar muni verða lagt mat á umferðaraukningu, mokstur að ferðamannastöðum og annað sem breyst hefur í umferð á vegum.
Byggðarráð lýsir ánægju með viðbrögð Vegagerðarinnar og bindur vonir við að þjónusta í þessum efnum muni batna í Borgarbyggð frá því sem nú er. Byggðarráð óskar eftir að fá tillögur Vegagerðarinnar að breyttum snjómokstursreglum til yfirferðar áður en þær verða lagðar fyrir ráðuneytið.

10.Erindi vegna skipulagsmála í Hlöðutúni og Arnarholti

1606105

Lagður fram tölvupóstur frá Brynjólfi Guðmundssyni í Hlöðutúni frá 12. febrúar s.l. þar sem hann óskar eftir upplýsingum um stöðu erindis er varðar byggingarreit í óskiptu landi Hlöðutúns og Arnarholts. Sveitarstjóri upplýsti að unnið sé að öflun upplýsinga er varðar málið.
Byggðarráð hvatti til að öflun nauðsynlegra upplýsinga verði hraðað þannig að hægt sé að svara sem fyrst þeim fyrirspurnum sem Brynjólfur hefur áður borið fram.

11.Viðhald sundlaugarmannvirkja

1702121

Rætt um stöðu á viðhaldi sundlaugamannvirkja.
Byggðarráð óskar eftir að forstöðumaður íþróttamannvirkja ásamt umsjónarmanni fasteigna og sviðsstjóra fjölskyldusviðs komi á næsta fund byggðarráð til viðræðna um málið.

12.Úthlutunarreglur Menningarsjóðs 2017

1702086

Lagðar fram endurskoðaðar úthlutunarreglur Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti reglurnar.

13.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum

1702122

Lögð fram tillaga um breytingu reglna um birtingu gagna með fundargerðum á vef Borgarbyggðar þar sem kveðið er á um að erindi sem lögð eru fyrir byggðarráð og varða einstaka starfsmenn og/eða þriðja aðila skuli ekki birt með fundargerð byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkti breytinguna.

Fundi slitið - kl. 10:45.