Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Aðalfundur SSV 2017
1703008
Framlagt fundarboð á aðalfund SSV sem haldinn verður að Hótel Hamri þann 29. Mars n.k. Fulltrúar Borgarbyggðar eru Björn Bjarki Þorsteinsson, Helgi Haukur Hauksson, Magnús Smári Snorrason, Ragnar Frank Kristjánsson og Gunnlaugur A. Júlíusson.
2.150 ára afmæli Borgarness
1606069
Ræddur undirbúningur að dagskrá hátíðarfundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 22. Mars n.k. Sveitarstjóri skýrði einnig frá öðrum undirbúningi vegna viðburða þennan dag.
3.Heiti gatna á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi
1703009
Framlögð tillaga umhverfis - skipulagssviðs að heitum á nýjum götum á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.
Tillaga að götunafni á Kleppjárnsreykjum: Kleppjárnsbraut - holt - vegur; Um er að ræða götu sem liggur að Kleppjárnsreykjaskóla, sundlaug, læknisbústað og kennararahúsum. Byggðarráð samþykkir að gatan beri heitið Kleppjárnsbraut.
Tillaga að götunafni á Varmalandi: Furuhlíð; Um er að ræða götu sem liggur að einbýlishúsum upp á hæð nær grunnskólanum. Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Tillaga að götunafni á Kleppjárnsreykjum: Kleppjárnsbraut - holt - vegur; Um er að ræða götu sem liggur að Kleppjárnsreykjaskóla, sundlaug, læknisbústað og kennararahúsum. Byggðarráð samþykkir að gatan beri heitið Kleppjárnsbraut.
Tillaga að götunafni á Varmalandi: Furuhlíð; Um er að ræða götu sem liggur að einbýlishúsum upp á hæð nær grunnskólanum. Byggðarráð samþykkir tillöguna.
4.Útboð Ríkiskaupa á skólaakstri - bréf dags. 5.3.2017
1703033
Framlagt bréf frá Sæmundi Sigmundssyni Brákarbraut 20 Borgarnesi dags. 5.3.2017 þar sem koma fram athugasemdir varðandi skilyrði um hámarksaldur bílstjóra í skólaakstri í útboði Ríkiskaupa á skólaakstri í Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara í samráði við Ríkiskaup sem annast útboð verksins. Bent er á að inni á vef Ríkiskaupa, (rikiskaup.is)er aað finna spurningar og svör varðandi skilmála um framkvæmd útboðsins.
5.Þátttaka Borgarbyggðar í Hugheimum - áframhald ?
1703049
Framlögð fyrirspurn Haraldar Reynissonar frá KPMG dags. 8.3.2017 varðandi áframhaldandi þátttöku Borgarbyggðar í Frumkvöðlasetrinu Hugheimum. Byggðarráð samþykkti að fresta ákvarðanatöku um áframhaldandi þátttöku í verkefninu þar fyrir liggja nánari upplýsingar um markmiðssetningu, skipulag og rekstur Hugheima.
6.Starfshópur um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls
1603090
Kostnaðaráætlun lögð fram vegna viðbyggingar við Gbf. Kleppjárnsreykjum sem Kjartan Sigurbjartsson arkitekt hefur unnið. Kjartan sat fundinn undir þessum lið og fór yfir kostnaðaráætlun og núverandi stöðu varðandi verkefnið. Byggðarráð þakkar Kjartani yfirferðina. Kostnaðarmat er töluvert yfir áætlun. Samþykkt að funda með forstöðumönnum skólanna varðandi framgang verkefnisins.
7.Sólbakki 17 - 19. Stækkun lóðar
1702126
Framlagt ódagsett erindi Óskars Sigvaldasonar f.h. VÓK ehf kt. 4631006-1890 um stækkun lóðar að Sólbakka 17 - 19 eða að fá aðgreindar nýjar lóðir ef það reynist auðveldara. Byggðarráð vísaði erindinu til nánari úrvinnslu hjá Umhverfis- og skipulagssviði.
8.50 ára afmæli 11. mars 2017
1703064
50 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Oks.
Þann 18. febrúar sl. voru 50 ár liðin frá stofnun björgunarsveitarinnar Ok. Í tilefni af þessum tímamótum samþykkir byggðarráð að færa björgunarsveitinni kr. 100.000.-
9.Tillaga um breytingu á hámarkshraða
1605065
Framlögð umsögn umferðaröryggisnefndar um tillögu lögreglustjórans á Vesturlandi um lækkun hámarkshraða á Borgarbraut. Nefndin sér ekki ástæðu til að lækka hámarkshraða á Borgarbraut en leggur til að farið verði í hraðalækkandi aðgerðir á ákveðnum álagspunktum á fyrrgreindri leið til að auka umferðaröryggi og bæta umferðarmenningu. Byggðarráð tekur undir sjónarmið nefndarinnar.
10.Listaverk í íþróttamiðstöð Borgarness
1703066
Framlögð kostnaðaráætlun vegna kaupa á listaverkum fyrir Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Um er að ræða tvær listaverkaraðir sem voru til sýnis í íþróttamiðstöðinni á fyrra ári. Þær byggja annars vegar á hæðarlínum nærliggjandi fjalla og síðan á hlaupaleiðum í Borgarnesi. Kaupverð verkanna er 300.000 kr og uppsetning kostar kr. 50.000.- Byggðarráð samþykkir að festa kaup á listaverkunum.
11.Náms- og kynnisferð starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi
1702110
Umsókn starfsfólks íþróttamiðstöðvar um heimild til kynnisferðar til Brighton í Englandi vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn til nánari umfjöllunar. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og beinir þeim tilmælum til forstöðumanna að ferðalög sem krefjast fjárútláta séu undirbúin með góðum fyrirvara þannig að tillit sé tekið til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar.
12.Persónuvernd - álit vegna persónugagna
1702125
Lagt fram bréf Persónuverndar dags. 15. febrúar til sveitarstjóra þar sem gefið var álit um erindi sveitarfélagsins til Persónuverndar um að fá heimild til að opna vinnutölvu fyrrverandi starfsmanns sveitarfélagsins. Að mati persónuvernd hefur stofnast heimild til handa vinnuveitenda að opna vinnutölvu fyrrverandi starfsmanns vegna þess hvaða annarra leiða hafði verið leitað til að finna lausn á málinu. Persónuvernd lagði þó áherslu á að þess skyldi gætt í hvívetna að opna ekki einkapósta eða önnur persónugögn. Byggðarráð leggur á það áherslu að starfsmenn noti skjalavistunarkerfið með þeim hætti að skjöl séu ávallt aðgengileg þótt til starfsloka komi. Verður til þess horft við gerð öryggisstefnu í tölvumálum sveitarfélagsins sem er í undirbúningi.
13.Skógarkot lnr. 219170 - stofnun 2 landeigna, Móar, Hali
1703071
Framlögð umsókn eiganda Skógarkots, Guðmundar B. Guðmundssonar, kt. 0608353819, lnr. 219170, dags. 14.3.2017 um leyfi til að stofna tvær landareignir úr úr jörðinni; Skógarkot II, Móa og Hala.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til nánari skoðunar á umhverfis - og skipulagssviði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til nánari skoðunar á umhverfis - og skipulagssviði.
14.Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness
1703072
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um umhverfi miðsvæðis Borgarness. Byggðarráð samþykkir erindisbréfið með áorðnum breytingum.
15.Kjaramál sveitarstjórnar
1612264
Framhald umræðna um kjaramál sveitarstjórnar
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs kynnti ýmsar útfærslur á hugmyndum um launabreytingar sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkti að miða laun sveitarstjórnar, bygðarráðs og nefndarmanna miðuðist við 80% af þingfararkaupi í stað 100%. Hækkun er þá 15,47% og gildir frá 1. janúar s.l.
16.Plan-B listahátíð - Fyrirspurn varðandi Sláturhús
1610153
Framhald umræðu um umsókn Plan B um húsnæði í Brákarey. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um lauslega ástandsskoðun og mat á því húsnæði sem þarna um ræðir. Byggðarráð samþykkti að hafna erindinu í ljósi afar bágs ástands hússins.
17.Húsnæði í Brákarey - umsókn um leiguafnot
1703080
Framlögð umsókn Eyglóar Harðardóttur og Júlíönu Karlsdóttur dags. 8.3.2017 um leigu á húsnæði í gamla sláturhúsinu í Brákarey.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við viðkomandi aðila.
18.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði
1401099
Framlögð skýrsla vinnuhóps um stefnumótun um fjölfarna ferðamannastaði. Í skýrslunni eru lagðar fram niðurstöður úr vinnu vinnuhóöpsins, fram kemur yfirlit um ferðamannastaði í Borgarbyggð, mat á stöðu þeirra og æskilegum úrbótum og kynntar eru niðurstöður málþings sem haldið var í Hjálmakletti í lok nóvember sl. Byggðarráð þakkaði vinnuhópnum skýrsluna og vísar niðurstöðum hennar til efnislegrar umfjöllunar hjá Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd. Byggðarráð samþykkir jafnframt að efna til kynningarfundar um skýrsluna 30. mars n.k.
19.Veiðifélag Langár - aðalfundur 18.3.2017
1703024
Framlagt fundarboð aðalfundar Veiðifélags Langár sem haldinn verður þann 18. mars n.k.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundi Veiðifélags Langár verði Einar Ole Pedersen og Sigurjón Jóhannsson.
20.Frá nefndasviði Alþingis - 106. mál til umsagnar
1703050
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál.
21.Til umsagnar 120. mál frá nefndasviði Alþingis
1703083
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Sveitarstjóra falið að semja umsögn um frumvarpið.
22.Fundargerð 847. fundar stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga
1703006
Fundargerð 847. fundar stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga framlögð.
Fundi slitið - kl. 11:45.