Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

409. fundur 23. mars 2017 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2016

1604088

Kynnt drög að frávikagreiningu launa fyrir árið 2016 sem sviðsstjóri stjórnsýslu - og fjármálasviðs er með í vinnslu.

2.Dalsmynni, kæra til stjórnar fjallskilaumdæmis v. fjallskila 2015

1512027

Framlagður úrskurður sýslumanns dags, 16.2.2017, vegna kæru eiganda Dalsmynnis í Norðurárdal á álagningu fjallskilagjalda árið 2015. Þar kemur fram að kærunni er vísað frá.

3.Safnahús - Ársskýrsla 2016

1703094

Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2016 lögð fram.
Samþykkt að fá forstöðumann Safnahúss á fund byggðarráðs til að fylgja ársskýrslunni úr hlaði.

4.Safnahús - reglur um útlán safngripa

1703093

Reglur um útlán safngripa Safnahúss Borgarfjarðar lagðar fram til kynningar.

5.Safnahús - starfsáætlun 2017 - 2018

1703092

Starfsáætlun Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árin 2017 og 2018 lögð fram.

6.Verkefnistillaga vegna öryggis á Hringvegi um Borgarnes

1703100

Framlögð tillaga Alta um verklag við gerð umferðaröryggisáætlunar vegna þjóðvegar 1 í gegn um Borgarnes. BBÞ fór yfir tilurð og efni tillögunnar.

Markmið vinnuhóps sveitarfélagsins og vegagerðarinnar er að finna leiðir til að bæta umferðaröryggi í gegn um Borgarnes. Vegagerðin og Borgarbyggð er sammála um að þjóðvegurinn í gegn um efri hluta Borgarnes hefur verið vanræktur og að þörf sé á aðgerðum þar t.d. um gangbrautir, umferðarljós og umferðarhraða. Markmiðið er að láta á það reyna að komast að ásættanlegri niðurstöðu um öryggismál á svæðinu og útfærslu þjóðvegarins, sérstaklega um efri hluta bæjarins.

Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun. Kostnaði við hana verður mætt með sérstökum viðauka við fjárhagsáætlun.

7.Borgarnes 150 ára, lag og texti

1703120

Kynnt gjöf frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness. Er það frumsamið lag og texti eftir Theódóru Þorsteinsdóttur skólastjóra skólans. Byggðarráð þakkar skólanum og Theódóru gjöfina og flutning þess við opnun ljósmyndasýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar.

8.Aðalfundur í Veiðifélagi Gljúfurár 2017

1703102

Fundarboð á aðalfund í Veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn verður 03. apríl 2017.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum verði Sigurjón Jóhannsson Valbjarnarvöllum.

9.Aðalfundarboð 29.3.2017

1703117

Framlagt fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstövarinnar á Vesturlandi dags. 29.3.2017
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.

10.Til umsagnar 120. mál frá nefndasviði Alþingis

1703083

Framlögð umsögn sveitarstjóra um frumvarpið sbr. afgreiðslu 408. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsögn og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri.

11.Til umsagnar 234. mál frá nefndasviði Alþingis

1703096

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál.

12.Til umsagnar 204. mál frá nefndasviði Alþingis

1703098

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.

13.Til umsagnar 236. mál frá nefndasviði Alþingis

1703097

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl), 236. mál.

14.Safnahús - 184. fundur 14.3.2017

1703091

Fundargerð 184. fundar starfsfólks Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.

15.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 240 og 241

1703111

Framlagðar fundargerðir stjórnar OR nr. 240 og 241.

Fundi slitið - kl. 09:30.