Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

410. fundur 30. mars 2017 kl. 08:15 - 12:00 í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristjan Gíslason
Dagskrá

1.Ársreikningur 2016

1703122

Lögð fram drög að ársreikningi samstæðu og A-hluta fyrir Borgarbyggð fyrir rekstrarárið 2016. Fulltrúi KPMG, Haraldur Reynisson mætti til fundarins, kynnti drögin og fór yfir helstu atriði ársreikningsins. Einnig sátu Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs og Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkti samhljóða að vísa ársreikningnum til sveitarstjórnar.

2.Starfsmannamál 2017

1701044

a.Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins. Hún lagði fram yfirlit um fyrstu áætlanir varðandi mótun starfsins. Einnig sat Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið. Byggðarráð þakkaði Ingibjörgu greinargott yfirlit.

b.Ráðning starfsmanns tímabundið til að vinna að þróun og uppsetningu verkferla fyrir öll svið Borgarbyggðar. Eiríkur skýrði frá þeim undirbúningi sem unnið hefur verið að. Byggðarráð samþykkti að heimila ráðningu starfsmanns í allt að sex mánaða starf til þessa verkefnis. Kostnaði vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

3.Ráðningarnefnd

1610256

Framlögð drög að erindisbréfi fyrir ráðningarnefnd sveitarfélagsins. Ráðningarnefnd skal vera skipuð sveitarstjóra, mannauðsstjóra, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sveitarstjóri stýrir starfi nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir óskir og tillögur um nýráðningar hjá Borgarbyggð í samstarfi við forstöðumenn. Nefndinni er einnig falið að fara yfir skipulag og starfslýsingu þeirra starfa sem losna hverju sinni. Byggðarráð samþykkti erindisbréfið. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

4.Hótellóð í Brákarey - umsókn

1609032

Framlagt minnisblað dags. 23. mars 2017. frá sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs varðandi umsókn um lóð í Brákarey fyrir hótelbyggingu. Í minnisblaðinu kemur fram að hótelbygging í Brákarey kalli á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem mun tengjast umræðu um stefnu í skipulagsmálum varðandi Brákarey til framtíðar. Einnig þarf að fara í viðræður við Faxaflóahafnir um viðkomandi svæði vegna umræðu um slík áform.

Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindi Landnámsseturs Íslands ehf dags. 9.8.2016 þar sem sveitarfélagið hefur ekki yfir umræddu svæði að ráða.

5.Starfsmannaíbúðir/gistiheimili í Húsafelli - umsögn, beiðni

1703151

Framlögð beiðni Húsafell Resort ehf dags 27. mars 2017 um umsögn byggðarráðs vegna áætlana um byggingu starfsmannaíbúða á Húsafelli fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis- skipulags- og landsbúnaðarnefnd.

6.Klettaborg - stækkun og lóð, minnisblað

1610056

Framlögð kostnaðaráætlun frá Gjafa ehf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, dags. 21. mars 2017, varðandi þarfagreiningu, hönnun og teiknivinnu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum Klettaborg ásamt breytingum innanhúss. Áætlunin gildir fram til 21. júní 2017. Byggðarráð samþykkir að hefja vinnu við þarfagreiningu og undirbúning hönnunar á þessu ári. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 1.000.000.- kr. til þessa verkefnis á þessu ári. Byggðarráð leggur áherslu á það að innan þess ramma verði unnið. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að setja upp verklýsingu fyrir verkið.

7.Digranesgata 4 - aths. v. auglýsingar

1703143

Framlagður tölvupóstur dags. 26. mars 2017 frá Jóhannesi F. Stefánssyni, Ánabrekku 311, Borgarnesi, vegna lóðar að Digranesgötu 4. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í Umhverfis- skipulags- og landsbúnaðarnefnd.

8.Þjóðlendumál - Langavatnsdalur, minnisblað

1703152

Framlagt minnisblað dags. 27. Mars 2017 frá Veritas lögmenn hf varðandi úrskurð Óbyggðanefndar er varðar þjóðlendumál á Langavatnsdal og Hítardal. Í minnisblaðinu kemur fram yfirlit um möguleika á málshöfðun á niðurstöðu Óbyggðanefndar frá 30. September 2016. Sveitarstjóri skýrði frá að boðaður hafi verið fundur þann 3. apríl n.k. með Páli S. Pálssyni lögmanni, viðkomandi landeigendum og öðrum þeim sem málið varðar vegna upprekstrarlands á Þverárhlíðarafrétt. Byggðarráð fól sveitarstjóra að undirbúa og taka ákvörðun um málshöfðun vegna þeirra svæða sem voru til umfjöllunar hjá Óbyggðanefnd og Borgarbyggð varðar í þeim tilfellum þar sem það er metið svo að nægjanleg rök séu fyrir málshöfðun vegna niðurstöðu Óbyggðarnefndar.

9.Útboð á skólaakstri 2017 - skilyrði um hámarskaldur, ítrekun fyrirspurnar.

1703144

Framlagt bréf, dags. 24. mars 2017, frá Sæmundi Sigmundssyni Brákarbraut 18-20, 310 Borgarnesi þar sem ítrekuð er krafa um rökstuðning á því ákvæði útboðs Ríkiskaupa á skólaakstri er varðar að hámarksaldur bifreiðastjóra í skólaakstri skuli vera 70 ár. Fyrra erindi Sæmundar Sigmundssonar þessa efnis dags. 3. mars var svarað með bréfi sveitarstjóra þann 23. mars sl. Byggðaráð vísar til þess að útboðið sé framkvæmt á ábyrgð Ríkiskaupa og felur sveitarstjóra að svara erindinu með hliðsjón af því.

10.Hreinsunarátak 2017

1703146

Byggðarráð ræddi hreinsunarátak í Borgarbyggð í aðdraganda þess að haldin verður afmælishátíð þann 29. apríl n.k. í sambandi við 150 ára verslunarafmæli Borgarness þann 22. mars sl. Byggðarráð mælti eindregið með því að ráðist verði í slíkt verkefni og fól fræðslustjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að hafa forystu í verkefninu.

11.Loftorka ehf., viðræður um lóð

1703127

Framlagður tölvupóstur, dags. 23. mars 2017, þar sem Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Loftorku ehf. Engjaási 2, 310 Borgarnesi, óskar eftir viðræðum við Borgarbyggð um stækkun á lóð fyrirtækisins við Engjaás vegna fyrirsjáanlegrar aukningar á umsvifum fyrirtækisins. Byggðarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Samþykkt að fá Ólaf Sveinsson fund byggðarráðs.

12.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur mánudaginnn 3. apríl 2017

1703148

Framlagt fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur þann 3. apríl n.k.
Framlagt fundarboð, á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur dags. 27. Mars 2017 sem haldinn verður þann 3. apríl n.k. í Iðnó að Vonarstræti Reykjavík. Byggðarráð fól sveitarstjóra að sitja aðalfundinn f.h. Borgarbyggðar. Samþykkt að Björn Bjarki Þorsteinsson verði áheyrnarfulltrúi í stjórn og Ragnar Frank Kristjánsson til vara.

13.Aðalfundur Háskólans á Bifröst 9.5.2017

1703149

Framlagt fundarboð á aðalfund Háskólans á Bifröst.
Framlagt fundarboð á aðalfund Háskólans á Bifröst sem haldinn verður á Bifröst kl. 14:00 þann 9. Maí s.k. Byggðarráð tilnefndi Geirlaugu Jóhannsdóttir sem aðalmann í fulltrúaráð til þriggja ára og Bjarka Þór Grönfeldt sem varamann til eins árs.

14.Til umsagnar 306. mál frá nefndasviði Alþingis

1703161

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18.apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Framlögð bréf frá Sókn lögmannsstofu og uppkast að bréfi til Jöfnunarsjóðs varðandi málið. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu á þeim grundvelli sem fyrir liggur.

15.Til umsagnar 307. mál frá nefndasviði Alþingis

1703160

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Björn Þorsteinssson rektor LBHÍ kom á fundinn kl. 10:30. Hann fór yfir stöðu skólans og þær breytingar sem framundan eru. Byggðarráð þakkaði Birni fróðlega og góða yfirferð.

Bjarni Guðmundsson fyrrverandi forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands mætti á fundinn kl. 11. Þar voru honum færðar þakkir fyrir ómetanlegt starf undanfarna áratugi. Form. byggðarráðs færði honum blómvönd af þessu tilefni.

Fundi slitið - kl. 12:00.