Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

412. fundur 21. apríl 2017 kl. 09:15 - 10:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Sólbakki 31 - umsókn um lóð

1704110

Lögð fram umsókn óstofnaðs hlutafélags um lóðina Sólbakka 31.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Sólbakka 31 til óstofnaðs félags í eigu eftirtalinna félaga: Stefán rafvirki ehf kt: 530317-0130, Hilmir B ehf kt: 4509120500 og Þ.G. Benjamínsson ehf.

2.Umsóknir um stöðu sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssvið

1704013

Framlagður listi yfir umsækjendur um stöðu sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs
Samþykkt að fresta ráðningu sviðsstjóra. Sveitarstjóra falið að undirbúa næstu skref varðandi stjórnun sviðsins, skipulag og mannahald.

3.Reiðvegur við Kárastaði og Bjarnhóla.

1704116

Framlagt bréf frá reiðveganefnd Skugga dags. 10.4.2017 vegna umsókna Borgarverks og Loftorku um stækkun lóða sinna.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis - og skipulagssviðs til úrvinnslu.

4.Ungmennaþing 2017 - umsókn um styrk

1704178

Framlögð styrkumsókn frá Ungmennaráði Borgarbyggðar vegna fyrirhugaðs ungmennaþings í vor.
Byggðarráð samþykkir að veita allt að kr. 100.000 - til þessa verkefnis auk afnota af Hjálmakletti

5.Umsókn um styrk vegna kynnisferðar

1704164

Lögð fram umsókn starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi um styrk vegna kynnisferðar til Brighton.
Byggðarráð samþykkir beiðnina með tilvísun í reglur Borgarbyggðar.

6.Umsókn um styrk v. starfskynningar

1704165

Framlögð beiðni Rotaryklúbbs Borgarness um styrk er samsvarar leigu fyrir Hjálmaklett eina kvöldstund.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Rotaryklúbb Borgarness um kostnað vegna afnota af Hjálmakletti.

7.Ársfundur 2017 - 27.4.2017

1704166

Framlagt fundarboð vegna ársfundar Brákarhlíðar 27.4.2017

8.Kvörtun v. stjórnsýslu, bréf dags 18.4.2017

1704179

Framlagt bréf frá IKAN ehf þar sem kvartað er yfir stjórnsýslu Borgarbyggðar og svörum við bréfum.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir minnisblaði frá umhverfis - og skipulagssviði varðandi umkvörtunarefni bréfritara.

9.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - fundarboð

1704171

Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf. sem haldinn verður þann 26.05.2017
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæði Borgarbyggðar á fundinum. Byggðarráð tilnefnir Magnús Smára Snorrason sem aðalmann í stjórn Faxaflóahafna sf.

10.Akraneshöfn - bókun Faxaflóahafna v. HB Grandi

1704172

Framlögð bókun stjórnar Faxaflóahafna sf. vegna framkvæmda við Akraneshöfn í tengslum við HB Granda hf.

11.Merkingar eldri húsa

1704177

Byggðarráð samþykkir að verkefnið "Merkingar gamalla húsa" verði endurupptekið í samstarfi við Safnahús Borgarfjarðar og felur sveitarstjóra að undirbúa það.

12.Erindi vegna fasteignagjalda og fleira

1704173

Lagt fram erindi Hvítárbakka ehf um lækkun fasteignagjalda, viðhald vega o.fl.
Byggðarráð sér sér ekki fært að lækka fasteignaskatt vegna ástands vega og samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

13.Ferð til Berlínar - greinargerð

1704176

Framlögð greinargerð Sævars Jónssonar héraðsbókavarðar um kynningarferð til Berlínar 21. - 26. mars 2017
Byggðarráð þakkar framlagða greinargerð.

14.Umsókn um breytta tilhögun fjallskila

1704174

Beiðni frá Hestbúinu um breytta tilhögun fjallskila
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar.

15.Frá nefndasviði Alþingis - 87. mál til umsagnar

1704147

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar
um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál.

16.Frá nefndasviði Alþingis - 333. mál til umsagnar

1704152

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um
meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur o.fl.), 333. mál.

17.Fundargerð 185. fundar í Safnahúsi dags. 18.4.2017

1704175

Framlögð fundargerð 185. fundar í Safnahúsi Borgarfjarðar.

18.Fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1704146

Framlögð fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

19.Fundargerð 849. fundar stjórnar sambandsins

1704148

Framlögð fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundi slitið - kl. 10:45.