Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

414. fundur 04. maí 2017 kl. 13:00 - 15:10 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.150 ára verslunarafmæli Borgarness

1701152

Byggðarráð lýsir ánægju með vel heppnuð hátíðarhöld laugardaginn 29. apríl s.l. og færir afmælis - og ritnefnd Sögu Borgarness bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Mikil þátttaka íbúa í hátíðarhöldunum var sérstaklega ánægjuleg.

2.Úthlutun stofnframlaga 2017 - fyrri hluti úthlutunar

1705009

Framlagt bréf Íbúðalánasjóðs dags. 28. apríl 2017, þar sem kynnt er fyrri úthlutun ársins vegna stofnframlaga sjóðsins á árinu 2017. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu - og fjármálasviðs að sækja um vegna íbúða á efstu hæð Borgarbrautar 65a.

3.Heyholt lnr. 135054, breyting á notkun

1703030

Framlögð beiðni eigenda lögbýlisins Heyholts lnr. 135054, fnr. 211-0370, Guðmundar Skúlasonar og Oddnýjar Mekkínar Jónsdóttur, dags. 2.3.2017, um að notkunarflokki sumarhúss verði breytt í íbúðarhús.
Byggðarráð samþykkir erindið af því tilskyldu að húsið uppfylli þær kröfur sem eru gerðar til íbúðarhúsa samkvæmt byggingarreglugerð.

4.Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

1704227

Framlögð greinargerð sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 27. apríl 2017, um vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem haldið var dagana 28. ? 30. mars sl.

5.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands

1406134

Erindi Skotfélags Vesturlands um æfingarsvæði í Hamarslandi tekið til afgreiðslu. Í því sambandi var lagt fram minnisblað frá Stefáni I. Ólafssyni f.h. SkotVest dags. 28. febr. 2017 um notkun hljóðdeyfa og fyrirhugaðan opnunartíma á svæðinu. Einnig voru lagðar fram ódagsettar öryggisreglur sem gilda á skotæfingasvæðum Skotfélags Vesturlands. Byggðarráð kynnti sér aðstæður á fyrirhuguðu æfingasvæði þann 28. mars sl.

Byggðarráð bókaði eftirfarandi: Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að umræddu svæði í Hamarslandi verði úthlutað til Skotfélags Vesturlands undir skotæfingar. Í starfsleyfi fyrir æfingasvæðið verði settar reglur um eftirfarandi atriði sem skulu lagðar fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar til afgreiðslu:
-
Opnunartíma svæðisins
-
Öryggismál á svæðinu
-
Notkun hljóðdeyfa á rifflum við æfingar verði skilyrt
- Kröfur um hljóðmanir
- Skothús
-
Önnur atriði sem máli skipta

6.Verndun bæjarlandslags í Borgarnesi

1705006

Framlagt bréf dags. 1.5.2017 frá Guðrúnu Jónsdóttur og Sonju L Estrajher Eyglóardóttur um nauðsyn þess að vernda bæjarlandslag í Borgarnesi. Byggðarráð þakkar erindið og sendir það Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd til umfjöllunar.
Guðveig vék af fundi vegna tengsla við aðila máls.

7.Úthlutun lóða við Brákarsund - athugasemd

1705007

Framlagt erindi Önnu Ólafsdóttur dags 30.4.2017 varðandi úthlutun lóða við Brákarsund.

8.Lóðir við Brákarsund - umsókn

1704060

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi vegna lóðaúthlutunar við Brákarsund.
"Byggðaráð úthlutaði 12. apríl 2017 þremur lóðum við Brákarsund á grunni gildandi deiliskipulags. Athugasemdir hafa borist frá fjórum aðilum við þessa úthlutun. Því vill byggðaráð árétta eftirfarandi:
Vinnu við endurskoðun deiliskipulags gamla miðbæjarins, sem hófst 2013 lauk ekki og þar með hefur skipulagið ekki tekið gildi. Fjórar athugasemdir bárust við skipulagstillöguna á sínum tíma auk 48 undirskrifta gegn þeirri tillögu. Deiliskipulagssvæðið var umfangsmikið og fól í sér tilfærslu á götunum Brákarsundi og Brákarbraut, tilfærslu á lagnakerfi og bílastæðum og niðurrif húss sem er í einkaeigu, gamla kaupfélaginu við Egilsgötu 11. Framkvæmd þessara tillagna hefði falið í sér tugmilljóna útgjöld fyrir sveitarfélagið. Byggðaráð leggur því til að formlega verði fallið frá vinnu við breytingu á deiliskipulaginu enda hefur vinna við skipulagið legið niðri í 2 ár.

Byggðaráð úthlutaði, sem fyrr segir, þremur lóðum af fimm og þar með er dregið umtalsvert úr byggingarmagni á svæðinu til að koma til móts við þær athugsaemdir sem bárust. Vert er að benda á að breyting á gildandi skipulagi var gerð árið 2007 þannig að íbúðunum við Brákarsund 3 og 5 var fækkað úr fjórum í tvær í hvoru húsi og því verða þau hús minni en þau sem fyrir eru við Brákarsund."

9.Umsókn um lóðir við Stöðulsholt

1704229

Lögð fram umsókn Kristins Sigvaldasonar f.h. Tíbrá ehf Flesjustöðum Borgarbyggð Kt: 501299-2199, dags. 27. 4. 2017, um lóðir að Stöðulsholti 31, 33 og 35.
Fulltrúi sýslumanns, Jón Einarsson, mætti til fundar og annaðist útdrátt um lóðir við Stöðulsholt þar sem fleiri en ein umsókn var um þær lóðir.
Í hlut umsækjanda kom lóðin Stöðulsholt 35.

10.Umsókn um lóðir

1705016

Lögð fram umsókn Hauks Óskarssonar f.h. Ástríks ehf kt: 610115-0120, dags. 2. maí 2017, um lóðirnar Súluklett 2, Stöðulsholt 31, 33 og 35
Fulltrúi sýslumanns, Jón Einarsson, mætti til fundar og annaðist útdrátt um lóðir við Stöðulsholt þar sem fleiri en ein umsókn var um þær lóðir.
Í hlut umsækjanda komu lóðirnar Stöðulsholt 31, Stöðuæsholt 33.
Ennfremur samþykkir byggðarráð að úthluta lóðinni við Súluklett 2 til umsækjanda.

11.Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum

1705010

Framlagt erindisbréf fyrir byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum. Byggðarráð samþykkti erindisbréfið. Byggðarráð skipaði eftirtalda aðila í byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum:
Geirlaugu Jóhannsdóttur, Sigurð Guðmundsson og Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur.

12.50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar - fjárveiting

1705015

Framlagt bréf skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar varðandi 50 ára afmæli skólans og umsókn um styrk í því sambandi.
Byggðarráð samþykkir kr. 500.000.- styrk vegna uppfærslu söngleiks á afmælisári en beiðni um styrk vegna búnaðarkaupa er vísað til eignasjóðs.
Jónína Erna vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

13.Skallagrímsvöllur - stigatafla, fjárveiting

1705014

Framlagt minnisblað forstöðumanns íþróttamannvirkja varðandi stigatöflu á Skallagrímsvelli.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

14.Fundur um fjallskilamál 28.apríl2017

1705021

Framlögð fundargerð opins fundar Fjallskilanefndar Borgarbyggðar sem haldinn var í Félagsheimilinu Brún 28. apríl s.l. Þar er skorað á sveitarstjórn að flýta eftir föngum ákvörðun um flýtingu leita í sveitarfélaginu.
Byggðarráð tekur undir það sjónarmið að flýta göngum og réttum um eina viku.

15.Til umsagnar 375. mál frá nefndasviði Alþingis

1705008

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.

Fundi slitið - kl. 15:10.