Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

417. fundur 01. júní 2017 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Saga jarðvangur

1604084

Framlagt svar UNESCO við erindi um aðild Saga jarðvangs að UNESCO Global Geopark.

2.Tímabundin salernisaðstaða á áningarstöðum Vegagerðarinnar

1705189

Framlagður tölvupóstur frá Vegagerðinni um fyrirhugaða uppsetningu salerna við Kattarhrygg í Norðurárdal.
Byggðarráð fagnar því að Vegagerðin sé að hefja uppsetningu salerna við þjóðvegi landsins og væntir þess að frekari skref verði stigin í úthlutun fjármuna til slíkra verkefna af hálfu ríkisins.

3.Hvanneyrarhátíð 2017 - styrkumsókn

1705193

Framlögð umsókn Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis um styrk vegna Hvanneyrarhátíðar 2017.
Byggðarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 75 þús. kr.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

1705188

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017.
Eiríkur Ólafsson kynnti tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 32.484.000.- og vísar til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Golfklúbbur Borgarness - umsókn um rekstrarstyrk 2017 - 2023

1612016

Golfklúbbur Borgarness óskaði með bréfi þann 4. 12. 2016 eftir árlegum rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu að upphæð 5,0 m.kr. á á næstu átta árum eða samtals um 40 milljónir króna á tímabilinu 2017-2023. Byggðarráð Borgarbyggðar telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni eins og hún er sett fram. Innan Borgarbyggðar eru starfsræktir nokkrir golfvellir sem gefa heimamönnum og ferðafólki kost á að iðka þessa íþrott í héraðinu. Borgarbyggð hefur á liðnum árum veitt Golfklúbbi Borgarness einum valla margháttaðan fjárhagslegan stuðning . Framlag til framkvæmda var greitt í 10 ár á árunum 2007-2016. Um var að ræða fimm milljónir á ári að nafnvirði eða samtals 50 milljónir króna utan verðbóta. Greiðslum var flýtt á ákveðnu árabili þegar fjárhagsstaða klúbbsins var erfið. Þar til viðbótar hefur sveitarfélagið styrkt ýmis minni verkefni hjá klúbbnum. Stækkun vallarins úr 9 holum í 18 var á sínum tíma ákvörðun klúbbsins og getur sveitarfélagið ekki borið rekstrarlega ábyrgð á henni um óráðna framtið. Borgarbyggð hefur lagt golfklúbbnum til húsnæði að Hamri á afar góðum kjörum en það nýtist klúbbnum m.a. til tekjuöflunar með útleigu þess. Telja verður þennan stuðning með þegar gerður er samanburður á stuðningi sveitarfélagsins við golfiþróttina við stuðning annarra valinna sveitarfélaga. Það er ekki fordæmisgefandi viðmiðun að ýmis önnur sveitarfélög styrki starf einstakra golfklúbba. Í bréfi formanns GB er því haldið fram að framkvæmdastyrkir sveitarfélaga sé almenn regla þegar kemur að byggingu mannvirkja svo sem golfvalla og íþróttamiðstöðva. Það er fullyrðing sem stenst ekki. Það er alfarið ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni og í hverju sveitarfélagi hvort einstök mannvirki tengd íþróttaiðkun séu styrkt af almannafé eða ekki.
Borgarbyggð hefur gert samning við UMSB í þeim tilgangi að beina fjárhagslegum stuðningi sveitarfélagsins við íþróttafélög í sveitarfélaginu í gegnum einn samræmdan heildarfarveg. Það gegni þvert á þá stefnu að veita einu íþróttafélagi ríflegan fjárhagslegan rekstrarstyrk fram hjá því heildarsamkomulagi sem gert var við UMSB á þessu sviði.

Það er mat byggðarráðs að betri tenging golfvallarsvæðisins sem og við útivistarsvæðið í Einkunnum og starfssvæði Hestamannafélagsins Skugga við þéttbýlið sé mjög mikilvæg til þess að auka notkun og þar með styrkja grunn fyrir rekstri í kringum Hamar. Því samþykkir byggðaráð að hefja undirbúning göngu- og hjólareiðastígs frá Borgarnesi og upp á Hamarsvöll. Slíkur stígur myndi einnig gagnast þeim sem vilja hjóla eða ganga upp í hesthúsahverfi og Einkunnir. Markmiðið með gerð hjóla- og göngustígs er að bæta aðgengi, ekki síst fyrir börn og ungmenni, að golfvellinum og nærliggjandi útivistarsvæði.
Byggðaráð óskar eftir kostnaðarmati vegna stígagerðarinnar og í framhaldinu verður ákveðið í hversu mörgum áföngum stígurinn verður lagður og felur umhverfis - og skipulagssviði að annast gerð kostnaðarmatsins.

6.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka

1705194

Lagður fram listi yfir félög og félagasamtök sem sótt hafa um styrki til geiðslu fasteignaskatts í samræmi við reglur Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan lista.

7.Þjónusta sveitarfélagsins - bréf frá félagi frístundasvæðis Þórdísarbyggð

1702118

Framlagt bréf frá Félagi frístundasvæðis í Þórdísarbyggð varðandi ástand vega upp með Langá og við sumarhúsahverfið.
Umhverfis - og skipulagssviði falið að svara erindinu.

8.Heilsueflandi samfélag - samstarfssamningur

1705184

Framlagður samstarfssamningur milli Borgarbyggðar og Embættis landlæknis um heilsueflandi sveitarfélag.
Byggðarráð fagnar þessum samstarfssamningi sem miðar að því að miðar að því að efla lýðheilsu og lífsgæði Borgarbyggðar.

9.Upplýsinga- og lýðræðisstefna

1705198

Byggðarráð samþykkir að stofna starfshóp sem hafi það verkefni að semja upplýsinga - og lýðræðisstefnu fyrir Borgarbyggð. Sveitarstjóra er falið að semja drög að erindisbréfi fyrir hópinn.

10.Til umsagnar 289. mál frá nefndasviði Alþingis

1705192

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál.

11.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 16.5.2017 framlögð.

12.Fundargerð 850. fundar stjórnar sambandsins

1705191

Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga framlögð

13.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017

1705124

Framlögð fundargerð 3. fundar bygginganefndar Hnoðrabóls frá 26.5.2017
Geirlaug kynnti efni fundargerðarinnar og þann feril sem áætlanir eru í.

Fundi slitið - kl. 10:00.