Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Samanburður fjárhags við fjárhagsáætlun 2017
1706051
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fer yfir fjárhag sveitarfélagsins fyrir fyrstu 4 mánuði ársins.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið og fór yfir samanburð fjárhags við fjárhagsáætlun fyrstu fjóra mánuði ársins. Í heildina er reksturinn á áætlun en þó eru frávik í launakostnaði sem verður farið yfir með viðkomandi forstöðumönnum.
2.Vesturlandsstofa - samningur
1706028
Lögð fram drög að samningi milli Vesturlandsstofu og Borgarbyggðar um rekstur og þjónustu Upplýsingastofu Vesturlands fyrir árið 2017. Samningurinn er að fjárhæð 2,7 m.kr. Byggðarráð samþykkti samninginn og fól sveitarstjóra að undirrita hann.
3.Kaup á íbúðum í eigu ÍLS - tilboð
1706042
Framlagt erindi Íbúðarlánasjóðs dags. 8. Júní 2017 til Borgarbyggðar þar sem sveitarfélaginu er boðið til viðræðna um möguleg kaup sveitarfélagsins á fasteignum í eigu sjóðsins. Íbúðarlánasjóður á tvær fasteignir í Borgarbyggð sem falla undir fyrrgreint verkefni.
Sveitarstjóra falið að tilkynna um að ekki verði af kaupum sveitarfélagsins á þessum íbúðum þar sem þær henta ekki sem félagslegt íbúðarhúsnæði.
Sveitarstjóra falið að tilkynna um að ekki verði af kaupum sveitarfélagsins á þessum íbúðum þar sem þær henta ekki sem félagslegt íbúðarhúsnæði.
4.Innkaupareglur Borgarbyggðar 2016
1601005
Byggðarráð ræddi innkaupareglur Borgarbyggðar og starfsemi innkauparáðs sveitarfélagsins. Lögð var áhersla á að starfsemi innkauparáðs Borgarbyggðar yrði efld og leitað allra leiða til að ná fram hámarks hagkvæmni í innkaupum sveitarfélagsins. Byggðarráð telur rétt að fyrir lok hvers árs sé tekin saman greinargerð um starfsemi innkauparáð sveitarfélagsins sem lögð skuli fyrir byggðarráð.
Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs falið að yfirfara innkaupareglur sveitarfélgsins og leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð leggur áherslu á að leitað sé´hagkvæmustu leiða í innkaupum fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs falið að yfirfara innkaupareglur sveitarfélgsins og leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð leggur áherslu á að leitað sé´hagkvæmustu leiða í innkaupum fyrir sveitarfélagið.
5.Grunnskólinn í Borgarnesi - úttekt á húsnæði, skýrsla
1706027
Framlögð skýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. 24.5.2017 með niðurstöðum úr úttekt þeirri sem unnin var í Grunnskóla Borgarness snemma í apríl. Gísli Karel Halldórsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggðar og Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi mættu til fundarins. Gísli Karel skýrði frá meginatriðum skýrslunnar en í úttekt Eflu fannst myglusveppur á þremur stöðum í skólanum. Um er að ræða staðbundin vandamál m.a. vegna leka með gluggum. GKH lagði fram fyrstu drög að aðgerðaáætlun vegna þessa máls. Fyrir liggur að þörf er að gera ítarlega úttekt á skólanum i heild sinni til að kortleggja nákvæmlega þá staði í skólanum sem myglu er mögulega að finna. Byggðarráð ræddi ítarlega niðurstöður skýrslunnar og framkomnar upplýsingar. Mikilvægt er að brugðist verði við þeirri stöðu sem upp er komin á ábyrgan og faglegan hátt. Vinna þarf áætlun um aðgerðir með tilheyrandi kostnaðargreiningu. Byggðarráð samþykkti að hefja nú þegar lagfæringar á þeim stöðum þar sem mygla greindist. Ákveðið var að sviðstjóri umhverfis - og skipulagssviðs gæfi byggðarráði reglulega yfirlit um framgang málsins meðan unnið er að úrbótum.
6.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands - kynning
1706053
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra frá fundi umhverfisráðherra og starfsmönnum umhverfisráðuneytisins með sveitarstjórnarmönnum í uppsveitum Árnessýslu og Borgarbyggðar sem haldinn var í Aratungu í Bláskógabyggð þann 12. Júní sl. þar sem lagðar voru fram niðurstöður nefndar sem hefur unnið að hugmyndavinnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Lagðar voru fram fjórar sviðsmyndir á fundinum í því sambandi. Byggðarráð ræddi framkomnar hugmyndir ítarlega.
7.Afnotaleyfi, endurnýjun - Ölduhryggur
1706047
Lagt fram erindi Skotfélags Vesturlands kt: 7004120240 frá 12. frá 12. Júní sl. þar sem óskað er eftir áframhaldandi leyfi til afnota af landssvæði við Ölduhrygg undir hreindýraskotpróf og námskeiðahald í meðferð skotvopna. Leyfi skotfélagsins til afnota af þessu svæði rann út í árslok 2016. Byggðarráð samþykkti erindið og fól sveitarstjóra að afgreiða leyfisveitinguna.
8.Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar
1705054
Lagt fram bréf sveitarstjóra frá 13. júní 2017 til Þjóðskjalasafns þar sem lögð er fram greinargerð um afstöðu sveitarfélagsins gagnvart drögum að reglugerð um héraðsskjalasöfn. Byggðarráð samþykkti greinargerðina og fól sveitarstjóra að koma henni til réttra aðila.
9.Ályktun frá formannafundi UMSB 6.6.2017
1706054
Lögð fram til kynningar ályktun frá formannafundi UMSB, dags. 6.6. 2017, þar sem kemur fram áskorun fundarins til sveitarstjórnar Borgarbyggðar eindregið til þess að taka nú þegar afstöðu til umsókna Skotfélags Vesturlands og Mótorsportfélags Borgarfjarðar um landssvæði til uppbyggingar íþróttasvæða fyrir starfsemi sína.
10.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga - bréf
1705196
Framlagt erindi Íbúðarlánasjóðs frá 24. Maí sl. þar sem fram kemur hvatning sjóðsins til að hafist sé handa við gerð húsnæðisáætlunar hjá íslenskum sveitarfélögum. Sjóðurinn mun aðstoða sveitarfélögin í þessu starfi. Verkið er á byrjunarreit hjá Borgarbyggð en því verður lokið fyrir haustið.
11.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017
1705124
Framlögð fundargerð 4. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls dags. 12.6.2017
12.Fundargerðir ráðningarnefndar 2017
1705045
Fundargerð ráðningarnefndar frá 12. júní framlögð
13.Fundargerð frá 130 fundi stjórnar SSV
1706025
Framlögð fundargerð frá 130 fundi stjórnar SSV dags. 10. maí 2017
14.Fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
1706022
Framlögð fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags., 28.apríl 2017.
15.Fundargerð 2. fundar 13.6.2017
1706055
Framlögð fundargerð stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar dags. 13.6.2017
Fundi slitið - kl. 10:30.