Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

421. fundur 20. júlí 2017 kl. 08:15 - 11:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Fjallskilagjöld - Sólheimatunga

1503073

Lagður fram dómur Héraðsdóms Vesturlands frá 4. júlí 2017 í máli Borgarbyggðar gegn H.J. Sveinssyni ehf, Stuðlaseli 27, Reykjavík þar sem Borgarbyggð gerði kröfu til hins stefnda um greiðslu fjallskilagjalda vegna afréttar á Bjarnadal vegna jarðarinnar Sólheimatungu í Stafholtstungum. Krafan er sett fram vegna áranna 2012, 2013 og 2014. Niðurstaða dómsins var að stefndi væri sýkn af kröfum Borgarbyggðar og stefnandi skyldi greiða 900.000 krónur í málskostnað.
Til fundarins mættu Ingi Tryggvason hrl. lögmaður Borgarbyggðar í málinu, Sigurjón Jóhannsson, formaður fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals og Finnbogi Leifsson formaður afréttarnefndar Borgarbyggðar.

2.Nýting lands og landsréttinga innan þjóðlendna, bréf

1707014

Framlagt bréf forsætisráðuneytisins dags. 5.7. 2017 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið sé aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

3.Úttekt á skólalóðum

1707018

Lagðar fram niðurstöður úr úttekt BSI á Íslandi á leiksvæðum við skólastofnanir og opnum svæðum í Borgarbyggð sem framkvæmd var þann 3. júlí sl. Fram kom að víða er þörf á að fara yfir leiktæki og sinna almennu viðhaldi.
Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs var falið að gera úrbótaáætlun í samræmi við það sem fram kemur í úttektinni. Byggðarráð óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu málsins.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.

4.Íbúðir á Varmalandi - tilboð

1705092

Framlagt kauptilboð í fjórar íbúðir að Varmalandi dags. 27. júní 2017. Tilboðið er frá Lava hotel Varmaland ehf og hljóðar upp á 40.0 m.kr. Fastanúmer íbúðanna er 210-9893/05-0201, 05/0202, 05-0301 og 05/302. Tilboðið hefur verið samþykkt með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.

5.Bær 1A 133829 - Umsókn, stækkun lóðar

1707021

Framlögð umsókn Lögfræðisofu Inga Tryggvasonar dags. 10.07.2017 f.h. Þóris Ólafssonar kt. 240350-2549 um stækkun lóðar að Bæ 1A (Litli Teigur) (fnr. 210-5914 og lndnr. 133829).
Vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

6.Ný persónuverndarlöggjöf 2018

1707022

Framlögð drög að leiðbeiningum (ódags) frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvaða áhrif nýjar persónuverndarreglur komi til með að hafa fyrir sveitarfélögin. Ljóst þykir að nýjar reglur á þessu sviði komi til með að hafa töluverð áhrif á starfsemi sveitarfélaga en þær taka gildi á árinu 2018. Í undirbúningi er af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga að halda ráðstefnu um þetta mál þegar líður fram á haustið.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að fylgjast með þróun málsins og hefja undirbúning að innleiðingu reglnanna eftir því sem það skýrist enn frekar hver áhrif þeirra mun verða.

7.Hallveigartröð 2 fnr. 229-2437 - verðmat

1707023

Lagt fram verðmat Íbúðalánasjóðs á íbúð að Hallveigartröð 2, fnr. 229-2437, í Reykholti.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að óska eftir því við Íbúðalánasjóð að söluferli íbúðarinnar verði frestað eins og gert hefur verið víðar þar sem íbúðir Íbúðalánasjóðs eru nýttar í félagslegum tilgangi.

8.Grjóteyri lnr.133838 - Tilkynning um skógrækt

1707027

Framlagt bréf Skógræktarinnar. dags. 6. júlí 2017 þar sem kynntur er samningur um skógrækt í landi Grjóteyrar lnr. 133838. Ennfremur er farið fram á afstöðu sveitarfélagsins um hvort krafist sé framkvæmdaleyfis sbr. lög. nr. 772/2012.
Byggðarráð vísaði erindinu til umhverfis- skipulags og landbúnaðarnefndar.

9.Framkvæmdir við þjóðveg 1 2017

1707036

Lagt fram minnisblað og gögn frá fundi með Vegagerðinni frá 12. júlí 2017 þar sem fjallað var um úrbætur á þjóðvegi 1 í gegnum Borgarnes. Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði tók minnisblaðið saman.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðar áætlanir um úrbætur og leggur áherslu á að þetta sé eingöngu fyrsta skref á þörfum úrbótum á umferðaröryggi í gegnum Borgarnes.

10.Jöfnunarsjóður - tekjur v. bankaskatts

1602009

Lagðir fram útreikningar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á greiðslum til sveitarfélaga vegna bankaskattsins svokallaða í framhaldi af breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem samþykkt var þann 1. júní sl. Fyrri greiðsla bankaskattsframlagsins að fjárhæð 550 m.kr. kom til greiðslu 30. júní sl. og var því framlagi skipt hlutfallslega milli sveitarfélaga í samræmi við hlutdeild þeirra í álögðu heildarútsvari á árinu 2016. Eftirstöðvar þess framlags, að fjárhæð 100 m. kr., munu koma til greiðslu eigi síðar en 1. nóvember 2017. Hlutur Borgarbyggðar af þessari greiðslu var kr. 5.105.930.- Eftirstöðvar framlagsins sem verða greiddar síðar í haust eru kr. 928.351.-Fjárhæðin sem kom í hlut Borgarbyggðar og byggðist á skiptihlutfalli áætlaðra útgjaldajöfnunarframlaga 2017, áætlaðra fasteignaskattsframlaga 2017 og endanlegra skiptihlutfalla almennra húsaleigubóta á árinu 2016 var greidd út þann 7. júlí sl. og var kr. 25.987.069.- Samtals hafa því Borgarbyggð borist kr. 32.021.050.- vegna bankaskattsins.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi:
„Lögð var fram á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 20. júlí 2017 sundurliðun á greiðslu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskattsins sk. Hlutverk, regluverk og lagaumgjörð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er skýr. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ítrekað bent á að ekki sé hafið yfir vafa hvort fyrrgreind ráðstöfun á tekjum sjóðsins samræmist þeim ramma sem honum er ætlað að vinna eftir. Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir fyrirliggjandi skiptingu bankaskattsins og forsendur hennar og telur rétt að kanna í því sambandi hvort láta eigi reyna á réttmæti afturvirkni á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.“

11.Golfklúbbur Borgarness - staða mála, minnisblað

1707029

Framlagt minnisblað sveitarstjóra eftir fund með gjaldkera og formanni Golfklúbbs Borgarness þann 14. júlí 2017. Til fundarins mættu Ingvi Árnason og Jón J. Haraldsson úr stjórn golfklúbbsins.
Byggðarráð samþykkti að fresta afgreiðslu og verður unnið áfram að málinu.

12.Saga jarðvangur - bréf til stofnaðila

1707031

Framlagt bréf stjórnarformanns Saga jarðvangs, dags. 12. júlí 2017, þar sem kynnt eru viðbrögð í kjölfar þess að UNESCO hafnaði umsókn Saga jarðvangs um að fá viðurkenningu sem UNESCO jarðvangur.

13.Umsagnarbeiðni - Niðurlagning vita

1707030

Framlagt bréf Hafnasambands Íslands, 5. júlí 2017, þar sem óskað er umsagnar um þá fyrirætlun Vegagerðarinnar að leggja niður allt að 10 vita víðs vegar við strendur landsins.
Byggðarráð telur ekki tímabært að leggja niður Kirkjuhólsvita þar sem siglingar um Borgarfjörð eru ekki aflagðar og sigling um Borgarfjörð er talin hættuleg.
Sveitarstjóra var falið að svara erindinu.

14.Grunnskólinn í Borgarnesi - úttekt á húsnæði, skýrsla

1706027

Lögð fram skýrsla Eflu verkfræðistofu um innivist, loftgæði og ástandsskoðun í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn meðan þessi liður var ræddur.

Í skýrslunni kemur fram að húsnæðið var skoðað ítarlega að innanverðu, farið var yfir rýmin með snertirakamælum til að kanna möguleika á raka í byggingarefnum og raki þannig kortlagður um rýmin. Tekin voru samtals 23 sýni úr byggingarefnum á rakasvæðum til að ganga úr skugga um hvort örveruvöxtur fyrirfyndist. Ekki var hægt að komast niður í kjallara hússins. Að utanverðu var ástand á veggjum, gluggum, hurðum og þaki metið.
Við rakamælingar, sjónræna skoðun og sýnatöku kom í ljós að rakavandamál eru til staðar víðsvegar um húsið. Niðurstöður sýnatöku staðfestu að örveruvöxtur er kominn í byggingarefni sumstaðar innandyra á rakasvæðum.
Mikilvægt er að stöðva rakaupptök og fjarlægja allt rakaskemmt byggingarefni.

Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera framkvæmda- og kostnaðaráætlun um hvernig unnið verði að úrbótum í skólanum og leggja hana fram á fundi byggðarráðs 3. ágúst. Áætlunin verður unnín með hliðsjón af þeirri áætlun sem þegar hefur verið gerð um viðbyggingu og endurbætur grunnskólans.
Skýrslan verður lögð fram á næsta fundi byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi.

15.Fundargerð 131 fundar stjórnar SSV

1707013

Framlögð fundargerð 131. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 14. júní 2017

16.Fundargerð 851. fundar stjórnar sambandsins

1707015

Framlögð fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. júní 2017.

17.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017

1705124

Framlögð fundargerð frá 6. fundi bygginganefndar Hnoðrabóls frá 13. júlí 2017.

Fundi slitið - kl. 11:55.