Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

423. fundur 17. ágúst 2017 kl. 08:15 - 10:05 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Gististaðir í íbúðabyggð - vinnureglur, minnisblað

1708020

Framlagt minnisblað bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar varðandi gististaði í íbúabyggð.
Framlagt minnisblað bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar sem varðar gististaði í íbúabyggð. Tillaga bæjarstjóra er að í ljósi þess að mikill þrýstingur er á að reka gistihús á Vesturlandi verður að telja æskilegt að sveitarfélögin sameinist um að setja reglur um þessi efni. Því er lagt til að sveitarfélögin á Sæfellsnesi í samstarfi við Borgarbyggð og Akranes óski eftir því við Atvinnuráðgjöf SSV að annast það verkefni að gera tillögur um með hvaða hætti unnið verði að lausn á þessu viðfangsefni og kalli til sérfræðinga í skipulagsmálum og lögfræðinga sem verði falið að setja upp tillögur að regluverki sem sveitarfélögin afgreiði sem hluta af skipulagsáætlunum í þeim tilgangi að tryggja hagsmuni húseigenda og bæjarfélaganna í heild. Byggðarráð tekur undir tillögu bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

2.Haukagil, sumarbúst.lnr 134650 - skilgreining, breyting

1708025

Framlögð beiðni frá Ágústi Þór Jónssyni, kt. 290549-4429 og Þóru Áslaugu Magnúsdóttur, kt. 270548-8149, eigendum Haukagils í Hvítársíðu, til heimilis að Granaskjóli 44, 107 Reykjavík um að sumarhúsi að Haukagili, lnr. 134650, verði breytt í íbúðarhús. Ennfremur er lögð fram beiðni þess efnis að nafni hússins verði breytt í Stekkjarkot. Byggðarráð samþykkir erindið enda uppfylli húsið öll tilskilin skilyrði um íbúðarhús.

3.Bær 1A 133829 - Umsókn, stækkun lóðar

1707021

Erindi frá 160. fundi sveitarstjórnar.
Lögð fram umsókn um stækkun lóðar að Bæ 1A, lnr. 133829, sbr. tölvupóst frá Inga Tryggvasyni hrl. f.h. eigenda sem eru Þórir Ólafsson, kt. 240350-2549 og Jytta Jancy Jórunn Juul, kt. 250844-6979, til heimilis að Bæ 1 A. Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkti erindið.

4.Stjórnarferð RARIK um Vesturland 24.-25.ágúst nk.

1708028

Framlög tilkynning um ferð stjórnar RARIK um Vesturland dagana 24. Og 25. ágúst n.k. Fundur verður haldinn með sveitarstjórn Borgarbyggðar í Borgarnesi þann 25. ágúst n.k. kl. 16:00. Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarfulltrúa til að mæta til fundarins og taka upp viðræður um stöðuna á lagningu þriggja fasa rafmagns um Borgarbyggð.

5.Dómur Héraðsdóms Vesturlands vegna álagningar fjallskilagjalds

1708026

Framlagðar bókanir af fundi Fjallskilanefndar Borgarbyggðar sem haldinn var þann 11. ágúst sl. Byggðarráð tók undir efni bókananna.

6.Tilkynning og beiðni um gögn v. Hús & lóðir ehf.

1708040

Kynnt bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 14. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir gögnum vegna samnings um greiðslur gatnagerðargjalda sem gerður var við Hús og lóðir ehf vegna framkvæmda að Borgarbraut 57-59. Byggðarráð fól sveitarstjóra að svara erindi ráðuneytisins.

7.Grunnskólinn í Borgarnesi - endurbætur 2017

1708032

Málefni Grunnskólans í Borgarnesi. Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri og Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður eignasjóðs mættu til fundarins og fóru yfir aðgerðaáætlun v. endurbætur í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna niðurstaðna úr úttekt verkfræðistofunnar Eflu um myglu og rakaskemmdir í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Sveitarstjóri sagði frá fundi sem hann, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og umsjónarmanni eignasjóðs sátu í Grunnskólanum með starfsmönnum þar sem farið var yfir aðgerðaráætlun um endurbætur og nýbyggingu. Vinna er hafin við brýnustu endurbætur í framhaldi af skýrslu Eflu.

8.Samstarf Borgarbyggðar og Stykkishólmsbæjar í menningarmálum - viljayfirlýsing

1707035

Framlögð viljayfirlýsing Borgarbyggðar og Stykkishólmsbæjar um samstarf í menningarmálum. Stykkishólmsbær samþykkti viðlíka yfirlýsingu þann 29.06 2017. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar mætti til fundarins. Byggðarráð samþykkti yfirlýsinguna en lagði áherslu á að mikilvægt væri að finna farveg fyrir samstarf um ákveðin skilgreind menningarverkefni til að styrkja frekara samstarf að menningarmálum milli sveitarfélaganna.

9.Snjómokstursáætlun 2017-2018

1708021

Framlög snjómokstursáætlun fyrir Borgarnes frá sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með áætlunina og óskar eftir sambærilegri áætlun fyrir dreifbýlið og aðra þéttbýliskjarna.

10.Menntun fyrir alla á Íslandi.

1708033

Framlagðar til kynningar upplýsingar um ráðstefnu um Menntun fyrir alla sem haldin verður í húsnæði Háskóla Íslands í Stakkahlíð þann 24. ágúst n.k.

11.Málþing um íbúalýðræði

1708034

Framlagðar til kynningar upplýsingar um málþing á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði sem haldið verður í Reykjavík þann 5. september n.k.

Fundi slitið - kl. 10:05.