Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Kárastaðaland - verðmat
1709046
Lagt fram til kynningar verðmat Fasteignamiðstöðvarinnar dags. 1. sept. 2017 á einbýlishúsi og útihúsum á Kárastöðum ásamt 5.000 m2 lóð.
2.Húsnæðisstuðningur
1709034
Lögð fram tillaga Velferðarnefndar Borgarbyggðar frá 75. fundi nefndarinnar um breytingu á reglum um húsnæðisstuðning sem vísað var til byggðarráðs af sveitarstjórn.
Nefndin leggur til að gerðar verði breytingar á reglum um stuðning í húsnæðismálum í Borgarbyggð, 2. gr. og 11. gr. Breytingin verði á þá leið að bætt verði inn stuðningi fyrir foreldra þeirra 15- 17 ára nemenda sem leigi húsnæði á almennum markaði meðan á námstíma stendur.
11. gr. hljóði svo:
„Sérstakur stuðningur vegna 15 - 17 ára leigjenda á heimavistum/námsgörðum/ almennum markaði.
Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15-17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguhúsnæði á almennum markaði vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu.
Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 20.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr. á mánuði.
Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn.“
Byggðarráð fór yfir tillögu Velferðarnefndar í því heildarsamhengi sem reglur um stuðning í húsnæðismálum eru í Borgarbyggð og samþykkti síðan tillöguna.
Nefndin leggur til að gerðar verði breytingar á reglum um stuðning í húsnæðismálum í Borgarbyggð, 2. gr. og 11. gr. Breytingin verði á þá leið að bætt verði inn stuðningi fyrir foreldra þeirra 15- 17 ára nemenda sem leigi húsnæði á almennum markaði meðan á námstíma stendur.
11. gr. hljóði svo:
„Sérstakur stuðningur vegna 15 - 17 ára leigjenda á heimavistum/námsgörðum/ almennum markaði.
Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15-17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguhúsnæði á almennum markaði vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu.
Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 20.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr. á mánuði.
Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn.“
Byggðarráð fór yfir tillögu Velferðarnefndar í því heildarsamhengi sem reglur um stuðning í húsnæðismálum eru í Borgarbyggð og samþykkti síðan tillöguna.
3.Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda 2018 - minnisblað
1709060
Framlögð til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 12. September 2017 um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlunar fyrir næstu þrjú ár þar á eftir.
4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017
1709072
Framlagðar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi dagskrá fjármálaráðstefnu 2017 sem haldin verður 5. - 6. okt. n.k. Byggðarráð hvatti sveitarstjórnarfulltrúa til að sækja ráðstefnuna og skrá sig hið fyrsta. Einnig fól byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að sækja ráðstefnuna.
5.Þjónustukönnun Gallup 2017
1709070
Framlagðar upplýsingar frá Gallup dags. 18. sept. sl. um árlega þjónustukönnun Gallup sem fer fram meðal meðal íbúa 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Könnunin verður framkvæmd í lok september/ byrjun október. Byggðarráð samþykkti að taka þátt í könnuninni.
6.Gistirekstur - vinnureglur
1709061
Framlagt erindi frá SSV dags. 13. Sept. þar sem kynnt eru fyrstu drög að vinnureglum fyrir leyfisveitingar vegna gistireksturs. Drögin voru m.a. rædd á fundi SSV með fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem þetta viðfangsefni var til umræðu. SSV muni hafa umsjón með frekari vinnu varðandi fundarefnið. Byggðarráð fagnaði því að umræða um þessi mál ef hafin á vettvangi SSV og fól sveitarstjóra ásamt öðrum þeim starfsmönnum Borgarbyggðar sem málefninu tengjast að taka þátt í umræðunni fyrir hönd sveitarfélagsins.
7.Hlaða f. rafbíla á lóð N1 - framkvæmdaleyfi, umsókn
1709038
Framlögð umsókn Orku náttúrunnar ohf dags. 1. Sept. 2017 um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar rafhlöðu á lóð N1 í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti að tilskyldu samþykki byggingarfulltrúa.
8.Ný persónuverndarlöggjöf 2018
1707022
Framlögð samantekt Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 15.sept. 2017 um innleiðingarferli nýrrar persónuverndarlöggjafar sem taka mun gildi 2018. Hér er á ferðinni flókið og umfangsmikið mál sem óhjákvæmilegt er að taka föstum tökum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að hafa forgöngu um að nauðsynlegra upplýsinga verði aflað þegar þær liggja enn frekar fyrir og málið verði síðan kynnt fyrir hlutaðeigandi starfsmönnum.
9.Eingreiðsla skv. kjarasamningum - bréf
1708008
Framlagt minnisblað sveitarstjóra dags. 18. Sept. 2017 varðandi erindi Evu Láru Vilhjálmsdóttur.um eingreiðslu í fæðingarorlofi. Tillaga sveitarstjóra er að erindið verði afgreitt jákvætt. Fyrir því liggja ákveðin rök. Byggðarráð samþykkti tillöguna.
10.Mótorsportfélag Borgarfjarðar
1502085
Framlagt minnisblað sveitarstjóra dags. 18.9.2017 um viðræður við fulltrúa Mótorsportfélags Borgarfjarðar varðandi svæði undir mótorsportbraut skv. afgreiðslu byggðarráðs 6.6.2017. Byggðarráð vísaði tillögunni til Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefndar til áframhaldandi vinnslu.
11.Umsóknir um styrki til réttindanáms veturinn 2017-2018
1707052
Framlagður viðbótarlisti yfir umsækjendur um styrk vegna náms skólaárið 2017 - 2018. Byggðarráð samþykkti erindin.
12.Ljósleiðari í Borgarbyggð - samningar
1609105
Framlagt minnisblað frá Guðmundi Daníelssyni dags. 17. Sept. 2017 um tengingu styrkhæfra staða við ljósleiðara 2017. Í minnisblaði Guðmundar er lögð fram tillaga að 12 tengipunktum og einum til vara. Einnig er lögð fram tillaga að stofngjald verði 250.000 kr. m. VSK fyrir hvern tengipunkt. Fram kom á fundinum að ekki er að fullu ráðstafað þeim fjármunum sem lagðir voru í verkefnið á fjárhagsáætlun að viðbættum styrk frá Byggðastofnun. Byggðarráð lagði því áherslu á að tiltækir fjármunir væru nýttir til að undirbúa tenginu á fleiri tengipunktum eftir því sem fært væri þannig að búið væri að vinna sem mest í haginn þegar úthlutun Fjarskiptasjóðs liggur fyrir innan nokkurra vikna.
13.Fjárhagur 2017 - 6 mán. uppgjör
1709074
Framlögð yfirlit um 6 mánaða uppgjör samstæðureiknings Borgarbyggðar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2017. Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi KPMG og Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mættu til fundarins og skýrðu niðurstöður uppgjörsins. Niðurstöður sex mánaða uppgjörs sýna að rekstur er í jafnvægi og umtalsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að leggja fram fyrir næsta fund byggðarráðs yfirlit yfir lánasafn sveitarfélagsins og tillögu um örari niðurgreiðslur lána en áætlanir gera ráð fyrir.
14.
1708158
Framlögð tillaga umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar á Kleppjárnsreykjum, sem vísað var til byggðarráðs af sveitarstjórn á fundi sveitarstjórnar þann 14. sept. sl. Byggðarráð ræddi tillöguna ítarlega svo og niðurstöður kynningarfundar um undirbúning að fyrirhugaðri byggingu leikskóla á Kleppjárnsreykjum. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti að uppbygging leikskóla á Kleppjárnsreykjum verði innan núverandi svæðis fyrir þjónustustofnanir skv. núgildandi aðalskipulags. Sveitarstjóra falið að vinna greinargerð um kosti þess að leikskólinn rísi á þessum reit. Byggðarráð samþykkir að halda kynningarfund um verkefnið.
15.Alþingiskosningar 2017 - kjörskrá
1709091
Framlagður póstur frá Þjóðskrá vegna útgáfu kjörskrár fyrir komandi alþingiskosningar þann 28.10.2017.
16.Ársskýrsla Persónuverndar 2016
1709063
Framlögð ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2016.
17.396. fundur Hafnasambands Íslands - fundargerð
1709044
Fundargerð 396. fundar Hafnasambands Íslands framlögð.
18.Fundargerðir ráðningarnefndar 2017
1705045
Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar dags. 11.9.2017
19.Upplýsinga - og lýðræðisnefnd - fundargerðir 2017
1708061
Framlögð fundargerð 2. fundar upplýsinga- og lýðræðisnefndar dags. 11.9.2017
Fundi slitið - kl. 11:10.