Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

431. fundur 26. október 2017 kl. 08:15 - 10:20 í Landbúnaðarháskóla Íslands
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018

1706078

Framhaldið undirbúningi að ákvörðun fjárheimilda fyrir árið 2018. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundarins. Hann lagði fram ýmis gögn varðandi fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018 og skýrði þau út. Byggðarráð ræddi framlögð gögn ítarlega.

2.Gagnstefna v. afréttarland Króks

1710085

Framlögð til kynningar gagnstefna á hendur sveitarstjóra Borgarbyggðar f.h. Borgarbyggðar af hálfu eiganda Króks í Norðurárdal, dags. 4. okt. 2017. Þar er gerð krafa um að óheimilt sé að safna fé sem rennur að hausti á land jarðarinnar Króks og reka það fé af fjalli til réttar um land Króks. Sveitarstjóri kynnti innihald stefnunnar. Guðjón Ármannsson, lögmaður hjá Lex lögmannsstofu mun annast vörn í málinu f.h. Borgarbyggðar.

3.Varmaland, íbúðir - eignaskipti, lóðarheiti

1710086

Framlagður eignaskiptasamningur vegna íbúða á Varmalandi ásamt tillögu að lóðarheiti. Verkís annaðist vinnslu samningsins. Lóðaleigusamningur er einnig frágenginn og unnið er að því að afgreiða fyrrgreind skjöl á formlegan hátt svo afhending íbúðanna geti farið fram sem fyrst.

4.Grímshús - umsókn um framkvæmdastyrk

1710087

Framlögð umsókn Grímshúsfélagsins, dags. í október 2017, þar sem farið er fram á árlegt framlag til uppbyggingar Grímshúss næstu fimm árin. Sveitarstjóra falið að koma á viðræðum við stjórn Grímshúsfélagsins um framtíð hússins.

5.Tímabundin ráðning starfsmanns v. fasteignaskrá.

1710094

Framlagt minnisblað sveitarstjóra, dags. 23.10 2017, þar sem lagt er til að ráðinn verði starfsmaður í allt að þrjá mánuði á umhverfis- og skipulagssvið til að annast verkefni sem fyrst og fremst tengjast könnun á byggingarstigi skráðra en ófrágenginna fasteigna í sveitarfélaginu. Þær eru samtals um 430 talsins. Einnig voru tilgreind önnur verkefni sem slíkur starfsmaður gæti unnið. Byggðarráð samþykkti erindið og fól sveitarstjóra að annast framkvæmd málsins.

6.Sorpurðun Vesturlands - gjaldskrá 2018

1710098

Framlögð til kynningar gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir árið 2018.

7.Samningur um kaup á matarbökkum

1710102

Framlagður samningur við hjúkrunarheimilið Brákarhlíð um kaup á matarbökkum vegna heimsendingarþjónustu á mat til eldri borgara og fatlaða í Borgarbyggð. Með samningnum er komin formfesta á fyrirkomulag sem hefur verið við lýði milli þessara aðila um áraraðir. Byggðarráð samþykkti samninginn.
Björn Bjarki vék af fundi við afgreislu þessa liðar.

8.Samtal við nýjan rektor LBHÍ.

1710100

Nýráðinn rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Sæmundur Sveinsson, mætti til fundar við byggðarráð. Farið var yfir ýmis mál sem varða LBHÍ og tengjast sveitarfélaginu.

9.Ljósleiðari í Borgarbyggð

1602023

Framlagt minnisblað sveitarstjóra, dags. 24. okt. 2017 varðandi framhalds ljósleiðaraverkefnis, að því gefnu að framlög úr Fjarskiptasjóði verði í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir sjóðsins.

Byggðarráð samþykkti eftirfarandi:
a.
Verkefnið um lagningu ljósleiðara um dreifbýli Borgarbyggðar beri nafnið Borgarljós.
b.
Gjald sem móttakandi greiðir fyrir tengingu í hvern tengipunkt (íbúðarhús og fyrirtæki) verði 250.000 krónur.

10.Fundargerðir ráðningarnefndar 2017

1705045

Fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 23.10.2017 lögð fram.

11.192. fundur í Safnahúsi Borgarfjarðar

1710078

Framlögð fundargerð 192. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.

12.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 17.10.2017
Bókun v. yfirkjörstjórnar Borgarbyggðar.
"Þar sem Sveinn Hálfdánarson, varamaður í yfirkjörstjórn Borgarbyggðar er forfallaður á kjördag, 28.október n.k. samþykkir byggðarráð að Unnsteinn Elíasson taki sæti hans sem varamaður þennan dag."
Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð samþykkir að næsti fundur byggðarráðs verði miðvikudaginn 1. nóv. kl. 8:15.

Fundi slitið - kl. 10:20.