Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018
1706078
Framlagðar tillögur að fjárheimildum fyrir rekstur og fjárfestingar Borgarbyggðar á árinu 2018 ásamt rekstrar og fjárfestingaráætlun fyrir árin 2019 - 2121. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mætti til fundarins og kynnti framlögð gögn. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 afgreidd til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Fundur sveitarstjórnar verður haldinn þann 9. nóvember n.k.
2.Brákarbraut 8 - bílastæði
1710119
Rætt um bílastæðamál við Brákarbraut 8. Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins og skýrði stöðu málsins.
3.Sólbakki 17 - 19. Stækkun lóðar
1702126
Lagt fram mæliblað og lóðarleigusamningur vegna stækkunar lóðar við Sólbakka 17 - 19. Byggðarráð samþykkti framlögð gögn.
4.Forgangsröðun uppbyggingar íþróttamannvirkja
1710042
Pálmi Blængsson framkvæmdastjóri UMSB og Sólrún Helga Bjarnadóttir formaður UMSB mættu til fundarins. Áherslur formannafundar UMSB, sem haldinn var þann 5. Október sl., um framkvæmdir í íþrótta - og tómstundamálum í sveitarfélaginu voru ræddar. Byggðarráð var sammála um nauðsyn þess að ræða ítarlega framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu með hliðsjón af fjárhagslegri getu samfélagsins.
5.Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi
1503031
Framlögð tillaga Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi um að Ríkiskaup annist framkvæmd útboðs fyrir nýbygginguna. Tilboð Ríkiskaupa í umsýslu útboðsins hljóðaði upp á um 500 þúsund kr. Byggðaráð samþykkti tillöguna.
6.Land undir Oddstaðarétt - leigusamningur
1710012
Framlögð drög að leigusamningi um land undir Oddstaðarétt með tilheyrandi girðingu. Sveitarstjóri fór yfir viðræður við landeigendur og niðurstöðu þeirra. Byggðarráð samþykkti tillöguna og fól sveitarstjóra að undirrita samninginn.
7.Samstarfssamningur um vélakaup
1710114
Framlagt bréf Golfklúbbs Borgarness dags. 26.10.2017 þar sem sett er fram ósk um viðræður um samstarf vegna vélakaupa. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna úr þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum og koma á viðræðum um mögulegt samstarf.
8.Starfsmannamál
1711002
Umræður um starfsmannamál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
9.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir
1701202
Framlögð fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag frá 27.10.2017
10.Fundargerð 133 fundar stjórnar SSV
1710116
Framlögð fundargerð 133. fundar stjórnar SSV.
11.Upplýsinga - og lýðræðisnefnd - fundargerðir 2017
1708061
Framlögð fundargerð 4. fundar upplýsinga - og lýðræðisnefndar frá 23.10.2017.
Fundi slitið - kl. 10:45.