Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018
1706078
2.Heilbrigðiseftirlit - Fjárhagsáætlun 2018
1711015
Framlögð til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2018 ásamt kynningarbréfi.
3.Ísland ljóstengt 2018 - umsóknarferli
1710062
Framlagður tölvupóstur frá Fjarskiptasjóði, dags. 13. október sl. þar sem kynntar eru fyrstu niðurstöður A hluta umsóknarferlis. Þar kemur fram hvaða sveitarfélög hafa sent inn umsóknir sem verða teknar til umfjöllunar við úthlutun styrkja úr Fjarskiptasjóði. Borgarbyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem hefur sent inn umsókn sem uppfyllir tæknilegar kröfur.
4.Ágóðahlutagreiðsla 2017
1711017
Framlagt bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dags. 30. 10. 22017, þar sem kemur fram greiðsla ágóðahlutar til sveitarfélagsins fyrir árið 2017 að upphæð kr. 795.500.-
Byggðarráð samþykkir að þessari upphæð renni til slökkviliðs Borgarbyggðar til þeirra verkefna sem tengjast eldvörnum.
Byggðarráð samþykkir að þessari upphæð renni til slökkviliðs Borgarbyggðar til þeirra verkefna sem tengjast eldvörnum.
5.Spilda úr landi Kárastaðalands - fyrirspurn
1711025
Framlagt bréf Ólafar Guðmundsdóttur, kt. 270465-4719, dags. 7. 11. 2017, varðandi könnun hennar á möguleikum á að kaupa landspildu úr landi Kárastaðalands. Byggðarráð vísaði erindinu til umfjöllunar hjá vinnuhóp sem fjallar um undirbúning að endurskoðun á aðalskipulagi Borgarbyggðar og umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.
6.Málefni Hnoðrabóls - bréf til sveitarstjórnar
1711026
Framlagt bréf, dags. 31. 10. 2017, frá foreldraráði Hnoðrabóls varðandi málefni leikskólans Hnoðrabóli.
7.Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness
1703072
Framlagður tölvupóstur, dags. 8. 11. 2017, þar sem kemur fram það álit formanns Miðbæjarhópsins s.k. að nauðsynlegt sé að fá fagaðila til að ganga formlega frá uppdrætti af útfærslu þeirra hugmynda sem hópurinn hefur sett niður. Myndrænn uppdráttur myndi gera alla samræðu auðveldari við hagsmunaaðila á svæðinu. Byggðarráð samþykkti tillöguna og fól sveitarstjóra að ganga frá málinu.
8.Álagning fjallskila skv. 42. gr. fjallskilalaga - greinargerð
1711043
Framlagt álit Guðrúnar V. Steingrímsdóttur, lögmanns Bændasamtaka Íslands og Ólafs Dýrmundssonar, fyrrverandi starfsmanns Bændasamtaka Íslands, dags. 4. 10. 2017 varðandi álagningu fjallskila skv. 42. grein fjallskilalaga og dóm héraðsdóms Vesturlands v. Sólheimatungu í Borgarbyggð. Málsatvik sem varða framkvæmd fjallskila eru rakin í ítarlegu máli í greinargerðinni. Niðurstaða þeirra er að niðurstaða dómsins verði ekki skilin öðruvísi en svo að fjallskilakostnað sem lagður er á skv. öðrum hvorum málslið 42. gr. fjallskilalaga, megi ekki vera til viðhalds girðingum og skilaréttum, heldur sé gjaldtökunni einungis ætlað að mæta raunkostnaði við smölun og leitir á öðrum sumarbeitihögum sem fjallskilin ná til.
9.Íbúakönnun 2016 - skýrsla
1711038
Framlögð til kynningar skýrslan „Íbúakönnun 2016“ sem gefin er út af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Skýrslan birtist í fréttabréfi nr. 43. Samkvæmt könnuninni er staðan á íbúðamarkaði mest aðkallandi á öllum svæðum nema í Dölunum þar sem vöruverð er mesti þyrnir í augum heimamanna.
10.Stefna v. Borgarbraut 57 - 59
1710066
Framlögð til kynningar frávísunarkrafa vegna stefnu á hendur Borgarbyggðar af hálfu Húss & Lóða ehf. Kristinn Bjarnason hrl. lagði kröfuna fram fyrir héraðsdóm Vesturlands þann 7. 11. 2017 sökum þess hve vanreifuð stefna Hús og lóða er að hans mati. Fram kom að Kristinn Bjarnason hrl. mun halda upplýsingafund með sveitarstjórn um málið þann 23. 11. n.k.
11.Athugasemdir í kjölfar kosninga
1710120
Framlagður tölvupóstur frá Inga Tryggvasyni, formanni yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, dags. 30. 10. 2017, þar sem hann fer yfir framkvæmd nýafstaðinna alþingiskosninga og fer yfir það sem betur má fara við framkvæmd kosninganna. Hann ítrekar í póstinum áður senda tillögu um að kjörstöðum verði fækkað í Borgarbyggð til að einfalda framkvæmd komandi kosninga.
Byggðarráð telur eðlilegt að fjöldi kjörstaða verði endurskoðaður og felur sveitarstjóra að undirbúa tillögu í þá veru.
Byggðarráð telur eðlilegt að fjöldi kjörstaða verði endurskoðaður og felur sveitarstjóra að undirbúa tillögu í þá veru.
12.Snjómokstur í Borgarnesi 2017 - 2018
1710105
Framlögð tillaga umhverfis - og skipulagssviðs, dags. 14.11. 2017, um tímabundinn samning um snjómokstur í Borgarbyggð veturinn 2017-2018 um að Borgarbyggð geri samkomulag við Borgarverk ehf til að annast snjómokstur í Borgarnesi tímabundið eða yfir veturinn 2017-2018. Samkomulagið verði með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Kannaðar voru forsendur hjá tveimur verktökum um gerð skammtímasamnings um verkið aðeins Borgarverk hafði tiltækan þann búnað sem óskað var eftir. Byggðarráð samþykkti tillöguna og hvetur jafnframt til að unnið verði og auglýst útboð vegna snjómoksturs fyrir næstu vetur eftir yfirstandandi vetur.
13.Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum
1705010
Tilnefning fulltrúa í byggingarnefnd í stað Sigurðar Guðmundssonar.
Tilnefning fulltrúa í byggingarnefnd leikskólans að Hnoðrabóli. Eftirfarandi voru tilnefndir í nefndina:
Lilja Björg Ágústdóttir, Magnus Smári Snorrason, Guðveig Eyglóardóttir. Fyrir í nefndinni er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.
Byggingarnefndin vinnur samkvæmt áður útgefnu erindisbréfi.
Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri mun vinna með nefndinni.
Lilja Björg Ágústdóttir, Magnus Smári Snorrason, Guðveig Eyglóardóttir. Fyrir í nefndinni er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.
Byggingarnefndin vinnur samkvæmt áður útgefnu erindisbréfi.
Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri mun vinna með nefndinni.
14.Lóð í landi Svartagils - afsal forkaupsréttar
1711057
Framlagt veðbókarvottorð vegna Básar 4-4C í landi Svartagils. Þar kemur fram að Borgarbyggð á þinglýstan forkaupsrétt að lóðinni sem nú er í söluferli.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.
15.Innkaupamál sveitarfélaga
1711048
Framlagður tölvupóstur frá SSV, dags. 14.11. 2017, þar sem viðraðar eru hugmyndir um ráðningu sameiginlegs innkaupafulltrúa fyrir sveitarfélögin á starfssvæði SSV. Afgreiðslu frestað.
16.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir
1611257
Framlögð fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 31.10.2017
17.Fundargerð 145. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands
1711014
Framlögð fundargerð 145. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 30.10.2017
18.193. fundur í Safnahúsi
1711008
Framlögð fundargerð 193. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.
19.Fundargerð 853. fundar stjórnar sambandsins
1711007
Fundargerð 853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. okt. 2017 lögð fram.
20.Fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
1711004
Framlögð fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundi slitið - kl. 10:10.
GE lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirrituð fulltrúi framsóknarflokksins leggur til að einkunnarorð sveitarfélagsins; Menntun, saga og menning verði höfð til hliðsónar við aðra umræðu um fjárhagsáætlun 2018. Fjárveiting til menningar- og safnamála verði endurskoðuð. Nefni ég sérstaklega Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri og Snorrastofu í Reykholti sem þjóna bæði mikilvægu menningar og menntunarhlutverki fyrir íbúa á öllum aldri og gesti. Stuðningur við menningarmál skilar sér margfalt til baka til íbúa og verður til framtíðar einn lykilþáttur í lífsgæðum og heilbrigði samfélaga. Undirrituð leggur því til að framlag til þessara stofnana verði tvöfaldað frá síðasta ári.
Auk þess leggur undirrituð til að fjármagn verði lagt í skoðun á kostum varðandi hönnun við viðbyggingu við íþróttahúsið í Borgarnesi. Vinna við hönnun, þarfagreiningu og skipulag er tímafrek og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst."
Byggðarráð samþykkir að framlag til Landbúnaðarsafns Íslands verði kr. 2.000.000.- og framlag til Snorrastofu verði kr. 4.000.000.- á árinu 2018.
Ennfremur samþykkir byggðarráð að kr. 2.000.000.- verði lagðar til undirbúningsvinnu við stækkun Íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi.