Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Ísland ljóstengt 2018 - umsóknarferli
1710062
Framlögð fyrirspurn Fjarskiptasjóðs varðandi samstarf við Skorradalshrepp í ljósleiðaramálum.
2.Fjárhagsáætlun 2018
1706078
Undirbúningur að vinnu við fjárhagsáætlun 2018. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mætti til fundarins. Hann lagði fram tillögur að uppfærðum gjaldskrám svo og þeim gjaldskrárbreytingum sem ekki þarf að leggja fyrir sveitarstjórn. Samþykkt að halda gjaldskrám leikskóla óbreyttum frá fyrra ári. Hann lagði einnig fram yfirlit um þær breytingar á fjárhagsáætlun sem hafa komið fram frá því að tillaga til fjárhagsáætlunar var lögð fram til fyrri umræðu.
3.Viðhaldsáætlun fasteigna 2018
1711040
Áætlun um viðhald fasteigna árið 2018 lögð fram. Kristjáni F. Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggðar mætti til fundarins. Hann skýrði áætlunina og fór yfir þau viðhaldsverkefni á fasteignum sveitarfélagsins sem fyrirhuguð eru.Samþykkt að auka framlag til viðhalds leikskólalóða um 5 millj.
4.Sumarlokun leikskóla 2018
1710047
Sumarlokun leikskóla 2018. Verkefninu var vísað til byggðarráðs á fundi sveitarstjórnar þann 9. nóv. sl. Byggðarráð ræddi útfærslu sumarlokunar leikskólanna á komandi sumri. Byggðarráð samþykkti tillögu leikskólastjóra í Borgarnesi um sumarlokun sem skarast í tvær vikur.
5.Beiðni um styrk og fund
1711062
Framlagt bréf frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar þar sem farið er fram á styrk til starfsemi félagsins. Einnig óskaði félagið eftir fundi með forsvarsmönnum sveitarfélagsins til að ræða form áframhaldandi samstarfs um sameiginleg áhugamál. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
6.Hrafnkelsstaðir lnr. 136010 - stofnun lóðar, Litli Lækur
1710122
Framlögð beiðni Láru Maríu Karlsdóttur, kt. 110891-2379 og Jóakim Páll Pálsson, kt. 240392-2249, eigendur Hrafnkelsstaða lnr. 136010, um stofnun lóðar úr landi jarðarinnar er beri heitið Litli-Lækur. Byggðarráð samþykkti erindið.
7.Umsókn um lóð - Þrastarflöt 10 Hvanneyri
1711003
Framlögð umsókn Álfheiðar Sverrisdóttur, kt. 2512892989 og Jóhannesar Kristjánssonar, kt. 2508883099, til heimilis að Túngötu 6 Hvanneyri, um lóðina Þrastarflöt 10 á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir að úthluta umsækjendum lóðinni með þeim fyrirvara að gatnagerð er ekki á framkvæmdaáætlun næsta árs.
8.Til Byggðarráðs 11 janúar 2016 - stjórnsýslukvörtun
1701125
Framlagt bréf formanns byggðarráðs til IKAN ehf frá 26.1.2017. Byggðarráð tekur fram að gefnu tilefni að þau sjónarmið sem koma fram í bréfi formanns byggðarráðs frá 26.1. 2017 njóta stuðnings byggðarráðs.
9.Persónuverndardagur sveitarfélaga
1711079
Framlögð dagskrá Persónuverndardags sveitarfélaga sem haldinn verður á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga á Grand hótel þann 1. des. n.k. Á persónuverndardeginum verða kynntar meginforsendur þeirra breytinga á persónuverndarlögum sem varða sveitarfélögin og munu taka gildi n.k. vor. Byggðarráð hvetur til að ráðstefnan verði sótt.
10.Rekstrarniðurstaða OR eftir níu mánuði 2017
1711085
Framlögð fréttatilkynning og árshlutareikningur OR vegna 9 mánaða uppgjörs fyrirtækisins sem kynnt var þann 20. 11.2017. Hagnaður fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins nam 10,5 ma.kr.
11.OR eignast Bæjarháls 1 að nýju - frétt
1711086
Framlögð fréttatilkynning OR, dags. 16. 11. 2017, vegna endurkaupa á húsi við Bæjarháls 1. Í tengslum við það var lögð fram svohljóðandi samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 16. 11. 2017:
„Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að heimila forstjóra og/eða fjármálastjóra að samþykkja og undirrita tilboð sem jafnframt er skuldbindandi samningur um kaup á Fossi fasteignafélagi slhf. sem er eigandi fasteigna að Bæjarhálsi 1 og leigusali OR. Tillagan felur í sér kaup 100% eigin fjár Foss Fasteignafélags slhf. og endurfjármögnun skulda félagsins með útgáfu skuldabréfa í nafni OR. Samþykktin er gerð með fyrirvara um samþykkt eigendafundar.“
Byggðarráð fól sveitarstjóra Borgarbyggðar að greiða fyrrgreindri tillögu atkvæði sitt á eigendafundi OR þar sem fjallað verður um tillöguna.
„Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að heimila forstjóra og/eða fjármálastjóra að samþykkja og undirrita tilboð sem jafnframt er skuldbindandi samningur um kaup á Fossi fasteignafélagi slhf. sem er eigandi fasteigna að Bæjarhálsi 1 og leigusali OR. Tillagan felur í sér kaup 100% eigin fjár Foss Fasteignafélags slhf. og endurfjármögnun skulda félagsins með útgáfu skuldabréfa í nafni OR. Samþykktin er gerð með fyrirvara um samþykkt eigendafundar.“
Byggðarráð fól sveitarstjóra Borgarbyggðar að greiða fyrrgreindri tillögu atkvæði sitt á eigendafundi OR þar sem fjallað verður um tillöguna.
12.Upplýsinga - og lýðræðisnefnd - fundargerðir 2017
1708061
Framlögð fundargerð upplýsinga - og lýðræðisnefndar frá 13. nóv. s.l.
13.194. fundur í Safnahúsi
1711052
Framlögð fundargerð 194. fundar Safnahúss Borgarfjarðar frá 14. nóv. 2017
14.Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr 162
1711078
Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. nr. 162. dags. 17.11.2017.
15.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir
1611257
Framlögð fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 21.11.2017.
Fundi slitið - kl. 11:05.
Framlögð fyrir fundinn fundargerð frá fundi Guðmundar Daníelssonar og Péturs Davíðssonar frá 8.11.2017. Byggðarráð tekur undir sjónarmið Guðmundar eins og þau koma fram í nefndri fundargerð um að Borgarbyggð annist lagningu stofnlagnar fyrir bæði sveitarfélögin frá Hvanneyri að Andakílsársvirkjun og frá gatnamótum Skorradalsvegar að gatnamótum Mófellsstaðavegar.