Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

436. fundur 07. desember 2017 kl. 08:15 - 11:07 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir liðum 1 - 6.
Ragnar Frank Kristjánsson vék af fundi eftir lið nr. 8.

1.Samanburður fjárhags við fjárhagsáætlun 2017

1706051

Farið yfir frávikagreiningu fjárhagsáætlunar 2017 fyrir jan - okt.
Frávikagreining reksturs Borgarbyggðar við fjárhagsáætlun yfir tímabilið janúar - október 2017. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mætti til fundarins og skýrði út þau gögn sem lögð voru fyrir fundinn. Niðurstaðan var að reksturinn er í mjög góðu samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ekki lítur út fyrir að það þurfi að leggja fram viðauka undir lok ársins. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með niðurstöðuna.

2.Fjárhagsáætlun 2018

1706078

Fjárhagsáætlun 2018. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mætti til fundarins. Hann skýrði út stöðu fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar og þær forsendur sem áætlanirnar byggja á.

3.Grunnskólinn í Borgarnesi - útboð

1711088

Grunnskólinn í Borgarnesi, útboð. Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir verkið. Einnig voru lagðar fram hugmyndir formanns byggingarnefndar um verkhraða. Byggðarráð samþykkti að funda með formanni byggingarnefndar í byrjun næstu viku.

4.Þátttaka Borgarbyggðar í Hugheimum - áframhald ?

1703049

Rekstur Hugheima. Lagt fram minnisblað frá Haraldi Ö. Reynissyni um starfsemi Hugheima frá upphafi. Byggðarráð ræddi starfsemina og mikilvægi þess að slíkt frumkvöðlasetur sé starfrækt í sveitarfélaginu. Einnig er mikilvægt við slíka starfsemi að unnið sé eftir formföstum reglum sem stefna að ákveðnum vel skilgreindum markmiðum. Byggðarráð samþykkti að veita styrk að upphæð 500.000.- kr. Færist á liðinn "Styrkir til atvinnumála".

5.Styrkumsókn fyrir 2018

1711127

Framlögð umsókn með greinargerð frá Skátafélagi Borgarness, dags. 29. nóv. 2017, þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi félagsins á árinu 2018. Byggðarráð samþykkti að veita styrk að upphæð 250.000.- kr.
Geirlaug vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

6.Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti

1712001

Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti. Lögð fram tillaga frá fjármálastjóra og félagsmálastjóra dags. 29. nóv. 2017 að tekjumörkum vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2018. Byggðarráð samþykkti tillöguna.

7.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands - kynning

1706053

Framlögð samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegan lokaskýrslu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi íslands.
Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Framlögð til kynningar samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóv. sl. þar sem kemur fram afstaða sambandsins gagnvart skýrslu umhverfisráðuneytisins um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa tillögu að bókun fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

8.Vernd og endurheimt votlendis

1712006

Vernd og endurheimta votlendis. Lögð fram til kynningar samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi vernd og endurheimt votlendis.

9.Skjalavistun Borgarbyggðar

1712007

Skjalavistun Borgarbyggðar. Kristján Gíslason lagði fram minnisblað um stöðu skjalavörslu hjá sveitarfélaginu og hvaða verkefni eru framundan í þeim efnum. Byggðarráð hvetur til þess að hafin verði vinna við gerð skjalavistunaráætlunar með það fyrir augum að stefna á heimild til rafrænna skila gagna. Samþykkt að senda minnisblaðið til lýðræðis - og kynningarnefndar.

10.Ný persónuverndarlöggjöf 2018

1707022

Ný löggjöf um persónuvernd. Framlagt minnisblað sveitarstjóra sem hann tók saman um persónuverndardaginn sem haldinn var að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 1. des. sl. Fyrir liggur að sveitarfélagið eins og önnur sveitarfélög í landinu verður að hefja innleiðingu undirbúnings að nýrri löggjöf í þessum efnum áður en hún tekur gildi í maí n.k. Meðal annars verður að skipa sérstakan persónuverndarfulltrúa sem ber ábyrgð á framkvæmd innleiðingarinnar. Byggðarráð hvetur til að innleiðing fyrrgreindrar löggjafar hefjist hið fyrsta.
Samþykkt að senda minnisblaðið til kynningar í upplýsingar - og lýðræðisnefndar.

11.Í skugga valdsins - samþykkt stjórnar sambandsins

1712005

Í skugga valdsins. Lögð fram til kynningar samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóv. sl. Byggðarráð ræddi efni tillögunnar og hvernig það snýr að stöðu þessara mála innan Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti eftirfarandi ályktun:
„Byggðarráð lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Aukin umræða um kynferðisofbeldi og áreiti er mikilvæg. Miklu máli skiptir að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélagsins. Það verður seint nægjanlega áréttað að almenn kurteisi og eðlilegir samskiptahættir séu ráðandi í samskiptum fólks á vinnustöðum og á öðrum vettvangi sem fellur undir starfsemi sveitarfélaga. Byggðarráð leggur til að unnin verði stefna og viðbragðsáætlun fyrir stofnanir sveitarfélagsins vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni samhliða því að starfsmannastefna frá 2011 verði endurskoðuð.

12.Kvörtun v. stjórnsýslu, bréf dags 18.4.2017

1704179

Kvörtun Ikan ehf vegna stjórnsýslu. Sveitarstjóri kynnti bréf til Ikan ehf þar sem brugðist er við kvörtun Ikan ehf í bréfi frá 18. apr. 2017. Byggðarráð tekur undir þá afstöðu sem kemur fram í bréfinu og felur sveitarstjóra að afgreiða það.

13.Samráðsfundur sveitarfélaga og lögreglu 2017

1712010

Framlagt minnisblað sveitarstjóra frá samráðsfundi lögreglu í Vesturlandsumdæmi og fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi þann 1. des. sl.

14.Leiga á rými innan Öldunnar - fyrirspurn

1712012

Framlögð fyrirspurn Móses K. Jósefssonar um leigu á ca 30 fm rými í húsnæði Öldunnar til lagerhalds.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.Ytra mat á Grunnskóla Borgarfjarðar

1711125

Framlagt bréf Menntamálastofnunar dags. 21. nóv. 2017 þar sem kynnt er að Grunnskóli Borgarfjarðar hafi verið valinn til ytra mats vorið 2018. Upplýst var að það verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu þrátt fyrir að annað komi fram í bréfinu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur greitt kostnað við þetta verkefni og mun svo verða áfram. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með fyrirhugað mat á störfum skólans. Bréfinu vísað til kynningar í fræðslunefnd.

16.195. fundur í Safnahúsi

1711121

Framlögð fundargerð 195. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.

17.Fundargerð 854. fundar stjórnar sambandsins

1711122

Framlögð fundargerð 854. fundar stjórnar sambandsins

18.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2017

1705124

FRamlögð fundargerð 1. fundar nýrrar bygginganefndar Hnoðrabóls sem haldinn var 6.12.2017

Fundi slitið - kl. 11:07.