Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

437. fundur 21. desember 2017 kl. 08:15 - 10:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Finnbogi Leifsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri sat fundinn undir liðum 1 - 6

1.Ofgreidd fjallskil vegna Kvía 1- krafa

1712013

Framlagt erindi frá eigendum Kvía 1, Laufey Valsteinsdóttur, kt. 180557-4159, og Þorsteini G. Eggertssyni, kt. 041156-2959, þar sem farið er fram á endurgreiðslu fjallskilagjalda sem lögð hafa verið á landverð jarðarinnar fyrir árin 2013, 2014, 2015 og 2016. Forsendur kröfunnar eru m.a. þær að eigendur Kvía 1 hafa haldið sauðfé á jörðinni Kvíar 2, en ekki á jörðinni Kvíar 1. Byggðarráð vísaði erindinu til fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Jafnframt er fjármálasviði falið að vinna minnisblað um erindið.

2.Aðildargjald rammasamninga 2017 - viðmið

1712018

Framlagður tölvupóstur frá Ríkiskaupum, dags. 5. desember 2017, þar sem farið er yfir forsendur fyrir aðildargjaldi áranna 2017 og 2018. Aðildargjald að rammasamningi ríkiskaupa fyrir árið 2017 mun taka mið af veltu (innkaupsverði) sveitarfélaga (A- og B-hluta) árið 2016 samkvæmt upplýsingum seljenda. Gjaldið verður 1,75% af veltu sveitarfélags, lágmarksgjald verður áfram 200 þ.kr. en hámarksgjald 3 m.kr. án vsk. Virðisaukaskattur 24% leggst ofan á gjaldið eins fyrr. Eitt gjald er innheimt fyrir sérhvert sveitarfélag. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með þessar breytingar sem gera sveitarfélaginu auðveldara með að gerast aðili að rammasamningi Ríkiskaupa.

3.Öryggi í höfnum - erindi hafnasambandsins og Samgöngustofu

1712021

Framlagt bréf hafnasambands Íslands og Samgöngustofu, dags. 6. Desember 2017, varðandi öryggi á hafnarsvæðum. Lögð er áhersla á að sveitarfélög og stjórnendur hafna leggi mat á þá hættu sem kann að vera við hafnarkanta m.t.t. aðstæðna, umferðar og aðgengis. Byggðarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að hlutast til um að lagt verði mat á umræddar aðstæður á bryggjukanti í Brákarey.

4.Samningur um Vinnustund

1712025

Lagður fram samningur/tilboð vegna innleiðingar og leigu á Vinnustund hjá Borgarbyggð frá Advania hf. dags. 30. 11. 2017. Vinnustund er alhliða skráningar- og skipulagskerfi fyrir vinnustaði. Byggðarráð samþykkti að ganga til samninga við Advania um kerfið.

5.Afskrift á útistandandi kröfum

1712050

Kynntur listi um útistandandi kröfur sem talið er árangurslaust að inniheimta. Byggðarráð samþykkti listann.

6.Innkaupamál

1712056

Innkaupamál Borgarbyggðar. Byggðarráð ræddi skipulag og eftirlit með innkaupamálum Borgarbyggðar. Byggðarráð hvatti til að innkauparáð myndi hefja skipuleg störf hið fyrsta og felur sveitarstjóra að yfirfara reglur ráðsins. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að taka saman yfirlit um gildandi þjónustusamninga.

7.Sameining almannavarnanefnda á Vesturlandi

1712052

Lagt fram erindi lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 7. Desember sl. þar sem hvatt er til sameiningar almannavarnanefnda á Vesturlandi. Byggðaráð tekur undir erindi lögreglustjórans.

8.Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga

1712053

Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 04. Desember 2017.

9.Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi

1712051

Lagt fram erindi lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 7. Desember 2017, þar sem hvatt er til að þegar verði hafin vinna við gerð sameiginlegrar lögreglusamþykktar fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi. Byggðarráð lýsti áhuga sínum á að kostir sameiginlegrar lögreglusamþykktar fyrir Vesturland yrði kannaðir til hlítar.

10.Samstarfssamningur - beiðni um viðræður

1712036

Framlagt bréf Skógræktarfélags Borgarfjarðar, dags. 10. Desember 2017, þar sem farið er fram á viðræður um möguleika á langtímasamstarfssamningi milli skógræktarfélagsins og Borgarbyggðar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

11.Tillögur Velferðarvaktarinnar gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum

1712037

Lagðar fram til kynningar tillögur Velferðarvaktarinnar, dags. 11. Desember 2017, þar sem lagt er til að brugðist sé við brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Byggðarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar.

12.Erindi um snjómokstur

1711066

Framlagt svarbréf Vegagerðarinnar dags. við bréfi sveitarstjóra dags. 16.11.2017 varðandi snjómokstur í uppsveitum Borgarbyggðar. Byggðarráð lýsir vonbrigðum sínum með niðurstöðu Vegagerðarinnar og að ekki skuli fást fjármagn til að mæta þeim gjörbreyttum aðstæðum í Reykholtsdal, Hálsasveit og Hvítársíðu um þörf fyrir bætta vetrarþjónustu í kjölfar mikillar uppbyggingar á ferðaþjónustu á liðnum árum á þessu svæði. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra um vega - og öryggismál.

13.Áskorun um endurnýjun búnaðar í íþróttahúsum

1712042

Framlagt bréf frá UMSB, dags. 12. desember 2017 þar sem skorað er á sveitarfélagið að bæta aðbúnað og endurnýja tækjabúnað í íþróttahúsum Borgarbyggðar nú þegar. Byggðarráð tekur fram í þessu sambandi að unnið hefur verið markvisst að endurbótum á aðbúnaði og tækjabúnaði í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins á undanförnum misserum. Verkefni sveitarfélagsins eru hins vegar bæði mörg og aðkallandi og því verður seint hægt að framkvæma allt án tafar sem þörf er talin á hvort heldur er í almennu viðhaldi mannvirkja eða endurnýjun tækjabúnaðar.

14.Skýrsla með niðurstöðum úttektar á leikskólanum Andabæ í Borgarbyggð

1503030

Lagt fram bréf menntamálaráðuneytisins frá 14. Nóvember 2017 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framgang umbótaáætlunar við leikskólann Andabæ. Lögð fram umbótaáætlun Andabæjar og námskrá skólans ásamt svari leikskólastjóra frá 13. Desember 2017 þar sem staðfest er að búið er að vinna að öllum þeim umbótum er settar voru fram í kjölfari úttektarskýrslu á starfsemi Andabæjar 2014. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með framlagðar upplýsingar og framgang umbótaáætlunar skólans og vísar bréfinu til kynningar í fræðslunefnd.

15.Vinnuhópur um safna - og menningarmál.

1710072

Framlögð verklýsing og samningur við Nolta ehf fyrir starfsmann vinnuhóps um safnamál í Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkti verklýsinguna og samninginn.

16.Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi

1712047

Lagt fram erindi verkefnastjóra DMP á Vesturlandi, dags. 6. desember 2017, þar sem gerð er tillaga um um aðkomu sveitarfélaga að gerð og afgreiðslu Áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Vesturland 2018-2020. Byggðarráð samþykkti verkáætlunina eins og hún er lögð fram.

17.Samningar um skólamál

1712049

Lögð fram tillaga að þjónustusamningum við Eyja- og Miklaholtshrepp um skóla og tónlistarskóla. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að afla frekari upplýsinga.

18.Mótorsportfélag Borgarfjarðar

1502085

Sveitarstjórn vísaði á fundi sínum þann 14. desember sl. afgreiðslu 57. fundar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar er varðar motorsportbraut til byggðarráðs.
Byggðarráð bendir forsvarsmönnum Mótorsportfélags Borgarfjarðar og UMSB a þann möguleika að ræða við stjórn Sorpurðunar Vesturlands um staðsetningu mótorkrossbrautar í landi Fíflholta. FL situr hjá við afgreiðsluna.

19.Hlíðartúnshúsin - starfsemi

1712076

Geir Konráð Theódórsson og Samúel Halldórsson komu á fundinn og kynntu hugmyndir sínar um notkun Hlíðartúnshusanna í tengslum við ferðaþjónustu. Hefur hugmynd þeirra verið valin til þátttöku í Startup Tourism varðandi þróun hugmyndarinnar. Byggðrráð óskar þeim til hamingju með framtakið og þátttöku í viðskiptahraðli fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu.

20.Framtíð Grundartangasvæðisins

1712054

Lögð fram samantekt um mismunandi sviðsmyndir fyrir framtíð atvinnusvæðisins við Grundartanga. Sviðsmyndirnar eru unnar fram til ársins 2040. KPMG var ráðgjafi við verkið. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með þá vinnu sem lögð var í fyrrgreinda sviðsmyndagreiningu sem er gagnlegt verkfæri til stefnumótunar inn í framtíðina.

21.Rannsókn á högum og líðan ungs fólks

1712055

Lögð fram drög að samningi milli Rannsókna og greiningu og Borgarbyggðar um könnun um hagi og líðan ungs fólks í Borgarbyggð. Einnig var lagt fram minnisblað sviðsstjóra fræðslusviðs um málið dags. 18. Desember 2017. Byggðarráð samþykkti erindið.

22.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð byggingarnefndar grunnskólans í Borgarnesi frá 12.12.2017.

23.Fundargerð eldriborgararáðs frá 8.12.2017

1712031

Framlögð fundargerð Eldriborgararáðs frá 8.12.2017.

24.196. fundur í Safnahúsi

1712044

Framlögð fundargerð 196. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.

25.Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr 163 8. desember 2017

1712029

Framlögð fundargerð stjórnar faxaflóahafna nr. 163 frá 8.12.2017

26.Fundargerð 399. fundar Hafnasambands Íslands

1712023

Framlögð fundargerð 399. fundar Hafnasambands Íslands frá 1. des.s.l.
Ragnar Frank Kristjánsson þakkaði byggðarráði samstarfið undanfarin ár.

Fundi slitið - kl. 10:40.