Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

438. fundur 04. janúar 2018 kl. 08:15 - 09:35 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Breyting á skipan byggðarráðs frá 1.1.2018

1712095

Breyting á skipan byggðarráðs frá 1.1.2018. Lagt fram kjörbréf Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, Berugötu 7, 310 Borgarnesi, dags. 2. Janúar 2018, sem tekur sæti Ragnars Frank Kristjánssonar í byggðarráði Borgarbyggðar og í sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir hönd VG.

2.Ísland ljóstengt 2018 - verkefnastjóri, samningur

1801002

Lagður fram samningur við Guðmund Daníelsson ráðgjafa um verkefnastjórn við undirbúning og framkvæmd á lagningu á ljósleiðarakerfi í Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkti samninginn og fól sveitarstjóra að ganga frá afgreiðslu hans í ljósi umræðna á fundinum.

3.Hjartarfjós á Hvanneyri, aðstaða fyrir slökkvibíl

1712088

Framlagður tölvupóstur Sæmundar Sveinssonar, rektors LBHÍ, dags. 20.12. 2017, varðandi aðstöðu fyrir slökkvibifreið á Hvanneyri en fyrirhugað er að taka núverandi aðstöðu fyrir slökkvibifreiðina undir aðra starfsemi. Sveitarstjóri skýrði frá því sem gerst hefur í málinu., Unnið er að því að finna ásættanlega lausn í málinu innan eðlilegs uppsagnartíma.

4.Bílastæði við Brákarbraut 10.

1712020

Framlagt erindi fulltrúa íbúa við Brákarbraut 10, dags. 6. 12. 2017, um möguleika á sérmerkingu bílastæða við húsið. Byggðarráð tekur undir sjónarmið bréfritara og vísar erindinu til úrvinnslu umhverfis-og skipulagssviðs.

5.Vatnsveita Bæjarsveitar - samningur, viðauki

1801006

Framlögð drög að viðauka við samning milli Vatnsveitu Bæjarsveitar og Borgarbyggðar. Viðaukinn felur í sér lagfæringu á samningi sem gerður var milli Borgarbyggðar og óstofnaðs félags um Vatnsveitu Bæjarsveitar þann 8. janúar 2015 en í ljós hafa komið meinbugir á honum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna í ljósi umræðu á fundinum.

6.Ísland ljóstengt 2018 - umsóknarferli

1710062

Framlög og tekin til umræðu bókun forseta sveitarstjórnar frá sveitarstjórnarfundi þann 14. Desember sl. en sveitarstjórn vísaði bókunni til byggðarráðs til umfjöllunar.
Ennfremur kynnt samþykkt sveitarstjórnarþings Evrópuráðsinsins frá haustþingi þess 2017 þar sem fjallað er um stöðu landsbyggðar í Evrópu.

"Á undanförnum árum hefur búseta í dreifbýli á Íslandi, bæði í sveitum og minni þorpum, tekið miklum breytingum. Áhrif af völdum þessa eru margskonar, sumt er jákvætt en annað er neikvætt. Í sveitum hefur landnotkun og landbúnaður tekið miklum breytingum og því miður hefur jörðum í ábúð fækkað og föst búseta í dreifbýlinu dregist saman. Þessi þróun getur reyndar verið mjög mismunandi milli sveitarfélaga og innan ákveðinna sveitarfélaga.
Í þéttbýlinu er víða töluvert stór hluti íbúðarhúsa kominn í eigu einstaklinga sem notar þau sem frístundahús eða leigir þau út í skammtímaleigu til ferðafólks. Þetta getur haft jákvæða þætti í för með sér s.s. að gömul hús eru gerð upp og verða prýði fyrir bæjarmyndina og ferðaþjónusta eflist. Á hinn bóginn hefur þetta líka í för með sér að það verður erfiðara fyrir fólk að flytja búferlum til þessara þéttbýlisstaða þar sem laust húsnæði er ekki til staðar. Því fækkar víða í leik- og grunnskólum sem hefur áhrif á skólastarfið og þeim íbúum sem eru virkir í samfélögunum og bera uppi nauðsynlegt félags- og tómstundastarf sem og aðra mikilvæga samfélagsþjónustu fækkar einnig. Ef nauðsynlegar stoðir undir búsetu veikjast er líklegt að íbúum á landsbyggðinni fækki enn frekar og ómögulegt verði að hægja á þróuninni, hvað þá að snúa henni við.
Við þekkjum þessa þróun í Borgarbyggð, en það er langt í frá að hún eigi sér einvörðungu stað hér, þessi þróun á sér stað mjög víða. Að mati undirritaðs er orðið nauðsynlegt að ræða þessi mál á vettvangi sveitarstjórnarstigsins alls og eftir atvikum með hlutaðeigandi stofnunum ríkisvaldsins."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman tölulegar upplýsingar varðandi viðfangsefnið.

7.Minkaveiði í Borgarbyggð - bréf

1712080

Framlagt bréf frá Vaski á Bakka ehf., dags. 10. Desember 2017, varðandi minkaveiði í Borgarbyggð. Byggðarráð vísaði erindinu til umhverfisfulltrúa til frekari upplýsingaöflunar.

8.Lækjarkot - reikningur

1801007

Framlagður tölvupóstur frá eigendum Lækjarkots og reikningur fyrir jörðinni, komi til þess að skotsvæði verði heimilað í landi Hamars.
Framlagður tölvupóstur, dags. 2. Janúar 2018, frá eigendum Lækjarkots og reikningur fyrir jörðinni að fjárhæð 250 m.kr., komi til þess að skotsvæði verði heimilað í landi Hamars. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: „Byggðarráð Borgarbyggðar vísar frá kröfu eigenda Lækjarkots, um að Borgarbyggd leysi til sín jörðina Lækjarkot fyrir 250 m.kr., komi til þess að sett verði upp skotæfingasvæði á Hamarslandi.

9.Samningur við Verkís um verkstjórn

1705170

Framlögð tillaga um að samningur við Verkís ehf um verkstjórn á umhverfis - og skipulagssviði verði framlengdur til febrúarloka.
Samþykkt að framlengja samninginn um tvo mánuði.

10.Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra.

1801016

Lögð fram tillaga um stofnun stýrihóps sem skal endurskoða stefnu Borgarbyggðar í málefnum aldraðra svo og erindisbréf fyrir stýrihópinn. Byggðarráð samþykkti að stofna stýrihópinn svo og framlagt erindisbréf með áorðnum breytingum.

11.Stýrihópur um endurskoðun íþrótta - og tómstundastefnu Borgarbyggðar

1801017

Lögð fram tillaga um stofnun stýrihóps sem skal endurskoða íþrótta - og tómstundastefnu Borgarbyggðar og erindisbréf fyrir stýrihópinn. Byggðarráð samþykkti að stofna stýrihópinn svo og framlagt erindisbréf með áorðnum breytingum.

12.Til umsagnar 40. mál frá nefndasviði Alþingis

1712083

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.

13.Til umsagnar 26. mál frá nefndasviði Alþingis

1712063

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál.

14.Til umsagnar 27. mál frá nefndasviði Alþingis

1712062

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál.

15.Til umsagnar 11. mál frá nefndasviði Alþingis

1712085

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál.

16.Fundargerð 134 fundar stjórnar SSV.

1712094

Framlögð fundargerð 134. fundar stjórnar SSV frá 6. desember.

17.Upplýsinga - og lýðræðisnefnd - fundargerðir 2017

1708061

Framlögð fundargerð 6. fundar upplýsinga - og lýðræðisnefndar frá 18. des. 2017

18.Fundargerð stjórnar O.R. 18.12.2017

1712060

Framlögð fundargerð stjórnar OR frá 20.11.2017.

19.Fundargerðir ráðningarnefndar 2017

1705045

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 18.12.2017

Fundi slitið - kl. 09:35.