Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

443. fundur 22. febrúar 2018 kl. 10:00 - 13:20 í Háskólanum á Bifröst
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Ályktun Nemendafélags MB um skýrslu um safnamál

1802083

Lögð fram til kynningar ályktun Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar um skýrslu um safnamál og nýtingu Hjálmakletts, dags. 12. febrúar 2018.
Byggðarráð samþykkti að bjóða fulltrúum Nemendafélagsins til viðræðna á næsta fundi byggðarráðs.

2.Vatnsveita Bæjarsveitar - vatnsveitugjald

1802048

Beiðni Guðrúnar Jónínu Magnúsdóttur, Smábæ, Bæjarsveit, dags. 9. febrúar 2018 um lækkun á vatnsskatti.
Byggðarráð tekur fram að álagning vatnsgjalds Vatnsveitu Bæjarsveitar er í samræmi við samkomulag sem gert var við þá aðila sem byggðu upp vatnsveituna og gert var árið 2006. Þar var gert ráð fyrir að gjaldið væri 50% af gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur út árið 2017.
Innheimta vatnsskattsins frá janúar 2018 er í samræmi við það samkomulag.
Byggðarráð óskar eftir að á næsta fundi byggðarráð verði lagðar fram upplýsingar um stöðu vatnsveitna í dreifbýli Borgarbyggðar.

3.Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

1802090

Bréf kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 16. febrúar 2018, þar sem kynntur er möguleiki á að senda inn tilboð til framboðs í stjórn sjóðsins fyrir aðalfund sjóðsins sem haldinn verður þann 23. mars n.k. Framboð skal tilkynna fyrir hádegi þann 2. mars n.k.

4.Vindklasi á Holtavörðuheiði - bréf

1802050

Framlagt erindi erindi Ketils Sigurjónssonar, dags. 8. febrúar 2018, varðandi hugmyndir um að reisa vindorkuver á Holtavörðuheiði, nánar tiltekið í Hellistungum og nágrenni.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.

5.Kvörtun til byggðarráðs

1802097

Framlagt erindi Ikan ehf, dags. 12. febrúar 2018 þar sem lögð er fram kvörtun vegna útgáfu byggingarleyfis að Egilsgötu 6, Borgarnesi.
Sveitarstjóra var falið að svara erindinu.
Einnig var lagður fram til kynningar úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kæru Þorsteins Mána Árnasonar f.h Ikan ehf, frá 8. ágúst 2016, á ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi um að synja kröfu kærenda, Þorsteins Mána Árnasonar f.h. Ikan ehf, um að fella úr gildi útgefið leyfi til Egils Guesthouse ehf til reksturs gistiþjónustu í fjórum íbúðum við Egilsgötu 6 Borgarnesi. Úrskurður ráðuneytisins er að hin kærða ákvörðun Sýslumannsins á Vesturlandi frá 22. júlí 2016 heldur gildi sínu. Í úrskurðinum er byggingarfulltrúa Borgarbyggðar og sýslumanninum á Vesturlandi bent á að bæta málsmeðferð sína hvað varðar útgáfu rekstrarleyfa og gerð umsagna.
Byggðarráð leggur áherslu á að brugðist verði við þessari ábendingu hvað hlut sveitarfélagsins varðar.

6.Skipulag snjómoksturs

1802096

Rætt um skipulag snjómoksturs í Borgarbyggð og þá reynslu sem fékkst af framkvæmd snjómoksturs í illviðrakaflanum sem gekk yfir landið fyrir skömmu. Sveitarstjóri skýrði frá fundi snjómoksturseftirlitsmanna, verkstjóra áhaldahúss og starfsmanna í ráðhúsinu sem haldinn var þann 21. febrúar sl. Á fundinum var farið yfir þá reynslu sem fékkst af framkvæmd snjómoksturs og farið yfir ýmis atriði sem þarf að hafa skýrari línur um.
Byggðarráð lagði til að snjómokstursreglur sveitarfélagsins væru yfirfarnar í ljósi þessarar reynslu og lagðar að því loknu fyrir byggðarráð til staðfestingar.

7.Húsnæði á Hvanneyri fyrir slökkviliðið

1802093

Lagður fram tölvupóstur slökkviliðsstjóra, dags. 19. febrúar 2018 varðandi húsnæðismál slökkvibílsins á Hvanneyri. Húsnæði það sem hefur hýst slökkvibílinn um árabil verður tekið til annarra nota af hálfu LBHÍ. Náðst hefur samkomulag um að hýsa slökkvibílinn til bráðabirgða. Umrætt húsnæði er í fyrrum heyhlöðu í svokallaðri Þórulág sem í dag þjónar sem verkfæra og tækjageymsla skólabúsins.

8.Innkaupamál

1802092

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra, dags. 19. febrúar 2018 um innkaupamál, þar sem dregið er saman yfirlit um helstu niðurstöður úr heimsókn til innkaupastjóra í Reykjanesbæ og Hafnarfirði sem sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru þann 16. febrúar sl. Sveitarstjóri skýrði innihald minnisblaðsins frekar.
Byggðarráð telur mikil tækifæri til hagræðingar í skipulögðum og samræmdum innkaupum fyrir stofnanir sveitarfélagsins og hvetur til þess að áfram sé unnið við mótun verklags í innkaupamálum.

9.Fundur um Vesturlandsveg

1801100

Framlögð dagskrá almenns íbúafundar um um umferðaröryggi á Vesturlandsvegi sem haldinn verður 22. febrúar í Fólkvangi á Kjalarnesi.
Formaður byggðarráðs verður frummælandi á fundinum.

10.Kynningarfundur um íbúasamráð

1802098

Framlagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. febrúar 2018, þar sem kynnt er útkoma handbókar um íbúasamráð og kynningarfundur um málefnið sem haldinn verður þann 22. mars n.k. í Borgartúni 30.

11.Gluggað í fjárhagsáætlanir sveitarfélaga

1802066

Framlögð til kynningar samantekt hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga um niðurstöður fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árin 2018-2021.
Niðurstaðan er sú að almennt er staða sveitarfélaga að batna og Borgarbyggð er í þeirra hópi.

12.Vefsíðugerð - verðkönnun

1801175

Framlagt minnisblað mannauðsstjóra Borgarbyggðar, dags. 20. febrúar 2018 þar sem farið var yfir niðurstöður verðkönnunar um gerð nýrrar heimasíðu. Einungis barst tilboð frá Stefnu ehf sem uppfyllti skilyrði verðkönnunarinnar.
Byggðaráð samþykkti að taka tilboði Stefnu.

13.Aðalfundur SSV 2018

1802101

Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn verður 19. mars n.k.
Fulltrúar Borgarbyggðar verða Björn Bjarki Þorsteinsson, Helgi Haukur Hauksson, Magnús Smári Snorrason, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Gunnlaugur A. Júlíusson.

14.Til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál

1802088

Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál.

15.Opinn kynningarfundur - fundargerð

1802087

Fundargerð frá opnum kynningarfundi með landeigendum sem haldinn var 14. febrúar s.l. vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Andakíl.

Fundi slitið - kl. 13:20.