Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Útboð vegna ljósleiðara
1802130
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um undirbúning útboðs vegna lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð. Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka upp viðræður við Ríkiskaup um að annast undirbúning og framkvæmd útboðsins.
2.Álit varðandi stjórnsýslumál
1802106
Framlagt álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15. Febr. 2018 í stjórnsýslumáli er varðar samning við Hús og lóðir ehf um greiðslu gatnagerðargjalda. Sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð fól sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa svar sveitarfélagsins við áliti ráðuneytisins fyrir tilskilinn tíma. Í tengslum við það verða reglur um innheimtu gatnagerðargjalda endurskoðaðar og niðurstöður þess lagðar fyrir byggðarráð og umhverfis - og skipulagssvið.
3.Brákarey - gamla frystihúsið.
1803002
Ástand þaka á frystihúsi úti í Brákarey. Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður fasteigna Borgarbyggðar kom til fundarins. Hann lýsti ástandi á þaki hússins yfir fyrrum vélasal sem hefur versnað eftir mikil snjóalög að undanförnu. Hætta getur stafað af ástandi þess ef ekki verður brugðist við. Byggðarráð fól Kristjáni Finni að kanna með kostnað við að rífa þakið til að koma í veg fyrir að það skapist hætta af lélegu ástandi þess.
4.Sameining almannavarnanefnda á Vesturlandi
1712052
Framlögð drög að samkomulagi frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi, dags. 22. febrúar 2018, um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi. Í fyrrgreindum drögum er lagt til að nýtt fyrirkomulag taki gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum þann 26. Maí n.k. Byggðarráð samþykkti tillöguna og fól sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Borgarbyggðar.
5.Kort fyrir Borgarfjörð, Hvalfjörð og Akranes
1802116
Framlagt erindi Markaðsstofu Vesturlands, dags. 15. febrúar 2018, um að kosta auglýsingu frá Borgarbyggð í kort fyrir Borgarfjörð, Hvalfjörð og Akranes. Kortið verður framleitt í 30.000 eintökum. Byggðarráð samþykkti erindið.
6.Tún lnr. 201830 - stofnun lögbýlis, umsögn
1802003
Beiðni um stofnun lögbýlis í Túni
Beiðni um stofnun lögbýlis í Túni í Reykholtsdal frá eigendum Túns, Helgu Björg Valgeirsdóttur og Gunnari Konráðssyni. Byggðarráð samþykkti að gefa jákvæða umsögn um erindið.
7.Vinnuhópur um fjallskilamál
1802059
Skipun vinnuhóps um fjallskilamál
Byggðarráð samþykkir að skipa í vinnuhópinn á næsta fundi sveitarstjórnar. Ennfremur samþykkti byggðarráð nokkrar breytingar á áður samþykktu erindisbréfi.
8.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2018
1801181
Fundargerð frá fundi byggingarnefndar dags. 21.febrúar 2018 framlögð.
9.Stýrihópur um endurskoðun íþrótta - og tómstundastefnu Borgarbyggðar
1801017
Fundargerðir stýrihóps um endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Borgarbyggðar nr. 2 og 3
10.Ráðstefna um jafnréttis-, innflytjenda og mannréttindamál
1802129
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er ráðstefna fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn í Bilbao á Spáni um málefni sem tengjast jafnréttis-, innflytjenda og mannréttindamálum.
11.Til umsagnar 179. mál frá Nefndasviði Alþingis. Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
1802125
Nefndasvið Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.
12.Til umsagnar - 90. mál um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum
1802124
Nefndasvið Alþingis sendir tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál.
13.200. fundur í Safnahúsi
1802103
Fundargerð 200. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram
Fundi slitið - kl. 10:00.