Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

445. fundur 15. mars 2018 kl. 08:15 - 11:50 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Leikskólinn Hnoðraból - teikningar

1803020

Lagðir fram kostnaðarreikningar og teikningar vegna fyrirhugaðar byggingar leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum ásamt fundargerð byggingarnefndar frá 21. Febrúar 2018. Byggðarráð samþykkir að bjóða út 1. og 2. áfanga sbr. minnisblað frá 16. febr. s.l. (trúnaðargagn) og leggur áherslu á að vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ennfremur leggur byggðarráð áherslu á að niðurrif eldra húsnæðis fari fram í sumar meðan skólahald liggur niðri. Kostnaðaráætlun framkvæmda skv. 1. og 2. áfanga er í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

2.Aðalfundur SSV 19.3.2018

1803012

Framlagt fundarboð á aðalfund SSV sem haldinn verður á Hótel Hamri 19. mars n.k.

3.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 19.3.2018

1803014

Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands 19.3.2018 ásamt tillögum að lagabreytingum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Finnboga Leifsson og Ástu Kristínu Guðmundsddóttur til setu í stjórn Sorpurðunar Vesturlands.

4.Erindi vegna breytinga á mannvirkjalögum

1803016

Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. Febrúar sl. vegna fyrirhugaðra breytinga á mannvirkjalögum. Sveitarstjóri skýrði erindið og lagði fram tillögu að umsögn. Byggðarráð samþykkti umsögnina og fól sveitarstjóra að afgreiða það.

5.Vindklasi á Holtavörðuheiði - bréf

1802050

Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna samtals við fulltrúa norsks orkufyrirtækis um vindorkuver. Sveitarstjóri skýrði minnisblaðið og hvað hefur gerst síðan samtalið átti sér stað. Fulltrúar hins norska orkufyrirtækis munu koma til Íslands í apríl til að kynna sér aðstæður betur.

6.Akrar 1 lnr. 135983 - stofnun lóða umsókn, Akrar 4 og Akrar 5.

1803029

Framlögð umsókn eiganda Akra 1, dags. 8. nóvember 2017. um stofnun tveggja lóða, Akrar 4 og Akrar 5 í landi Akra 1 skv. fyrirliggjandi gögnum. Byggðarráð samþykkti erindið að því tilskyldu að erindið uppfylli formkröfur.

7.Oddastaðir lnr. 136076 - stofnun lóðar. Lindarbrekka

1803025

Framlögð umsókn um stofnun lóðar úr landi Oddastaða lnr. 136076, er beri heitið Lindarbrekka.
Byggðarráð samþykkir erindið.

8.Kröfur Óbyggðanefndar á svæði 9B.

1803031

Framlagt bréf Óbyggðanefndar, dags. 23. Febrúar 2018 þar sem líst er kröfum nefndarinnar á svæði 9B. Byggðarráð taldi ekki ástæðu til að aðhafast neitt þar sem lýstar kröfur á þessu svæði tengjast ekki landi innan Borgarbyggðar. Sveitarstjóra falið að fylgjast með framgangi málsins.

9.Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

1803035

Framlögð til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags.1. mars 2018 varðandi drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Í erindinu eru sveitarstjórnir og þá starfsmenn þeirra sem vinna að málefnum ferðaþjónustu hvattar til að kynna sér landsáætlunina og senda umsögn ef talið er tilefni til. Byggðarráð tók undir erindi sambandsins.

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 23.3.2018 - fundarboð

1803051

Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður 23.3.2018.

11.Brákarbraut 25 - kauptilboð

1803052

Framlagt kauptilboð Sigvaldasona ehf. dags. 8. mars 2018 í eitt sperrubil að Brákarbraut 25 - 27. Greiðsla fyrir húsnæðið yrði innt af hendi með smíði eldveggjar milli húsnæðis Fornbílafélagsins (fjárréttar) og húsnæðis Sigvaldasona ehf sem uppfyllir allar kröfur um brunavarnir. Um er að ræða húsnæði sem er um 73 m2. Byggðarráð samþykkti að ganga að tilboðinu.

12.Fundur með samgönguráði

1803087

Framlagt fundarboð SSV dags, 7. Mars sl. vegna fundar með Samgönguráði Alþingis sem haldinn er í Borgarnesi þann 15. Mars kl. 14:00. Byggðarráð hvatti til að fulltrúar Borgarbyggðar sæktu fundinn.

13.Land á Seleyri - fyrirspurn

1803086

Framlögð fyrirspurn Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar hdl., dags, 7. mars. sl. um hvort áhugi væri á skiptum á landi á Seleyri handan Borgarfjarðarbrúar og á eign í Borgarnesi. Byggðarráð taldi ekki forsendur fyrir slíkum eignaskiptum.

14.Borg á Mýrum - umhirða

1803060

Framlagt erindi formanns sóknarnefndar Borgarsóknar, dags. 8. Mars. sl. varðandi umhirðu grasflata og trjágróðurs á prestssetrinu að Borg á Mýrum. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

15.Borgarbyggð í Ferðablaðið Travel West Iceland 2018-2019

1803061

Framlagt tilboð í auglýsingar í Travel West ferðablaðið. Byggðarráð samþykkti tilboðið.

16.Ársskýrsla 2017

1803055

Framlögð ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2017. Byggðarráð þakkaði skýrsluna og það greinargóða yfirlit um starfsemi safnahúss sem þar kemur fram.

17.Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra.

1801016

Framlögð endurskoðuð stefna í málefnum eldri borgara í Borgarbyggð, unnin af stýrihópi um endurskoðun stefnunnar. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með framlögð drög að stefnu og þá vinnu sem að baki henni liggur þar sem fjölmargir eldri borgarar komu til vinnufunda og lögðu sínar áherslur inn í gerð skýrslunnar.

18.Glanni-Paradísarlaut - Beiðni um kostnaðar- og verkáætlun vegna landsáætlunar um innviði

1803078

Framlögð beiðni Umhverfis - og auðlindaráðuneytis, dags. 14. Mars sl. um kostnaðar- - og verkáætlun vegna landsáætlunar um innviði vegna Glanna og Paradísarlautar. Fram kom að lagðar eru 10 m.kr. til rekstrar svæðisins á næstu þremur árum og 1,0 m.kr. til endurbóta á útsýnispalli. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í að fá fjármagn til styrkingar þessa fjölsótta ferðamannastaðar.

19.Bréf til byggðarráðs 11. mars 2018

1803081

Framlagt bréf IKAN ehf dags. 11. mars 2018 þar sem kvartað er yfir stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sveitarstjóri kynnti drög að svari þar sem m.a. er vakin athygli á misræmi sem er milli laga um veitinga- og gististaði og mannvirkjalaga hvað varðar samhengi milli útgáfu rekstrarleyfis og lokaúttektar. Byggðarráð samþykkti þær áherslur sem koma fram í drögum að svari sveitarstjóra við fyrrgreindu bréfi Ikan ehf.

20.Ályktun til stuðnings nemendum MB

1803018

Framlögð ályktun Sambands ísl. Framhaldsskólanema, dags. 28. Febrúar 2018 til stuðnings nemendafélagi MB.

21.Ályktun Nemendafélags MB um skýrslu um safnamál

1802083

Fulltrúar Nemendafélags MB ásamt fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema komu til fundarins. Komu þeir á framfæri athugasemdum sínum við skýrslu vinnuhóps um safnamál.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir víkur af fundi kl. 10:53

22.Málefni Menntaskóla Borgarfjarðar

1803098

Til fundarins mættu fulltrúar MB til viðræðna um málefni skólans í víðu samhengi.

23.Iðnaðarlóð á Hvanneyri - fyrirspurn

1802047

Framlögð fyrirspurn um lóð undir gagnaver á Hvanneyri. Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins.

24.Nordjobb - sumarstörf 2018

1803090

Framlagt bréf Norræna félagsins dags. 2. mars 2018 þar sem farið er fram á að Borgarbyggð ráði til starfa tvo starfsmenn undir merkjum Nordjobb. Byggðarráð fól sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að afgreiða erindið.

25.Aðalfundur Veiðifélags Langár 7.4.2018.

1803089

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem haldinn verður þann 7. apríl n.k. Byggðarráð skipaði Einar Ole Pedersen fulltrúa Borgarbyggðar á aðalfundinn.

26.Fyrirspurn vegna sölu á jörð

1802108

Fyrirspurn frá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar hdl, dags. 21. febrúar sl. um mögulega sölu á Tandraseli. Byggðarráð taldi ekki forsendur fyrir að selja jörðina Tandrasel að svo stöddu.

27.Styrkur til Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.

1803100

Byggðarráð óskar Körfuknattleiksdeild Skallaríms til hamingju með frábæran árangur í 1. deild og óskar þeim velfarnaðar í efstu deild á næsta ári. Byggðarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000. - til deildarinnar af þessu tilefni.

28.Til umsagnar 339. mál frá nefndasviði Alþingis

1803082

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.

29.Frá nefndasviði Alþingis - 114. mál til umsagnar

1803077

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja), 114. mál.

30.Til umsagnar 200. mál frá nefndasviði Alþingis

1803057

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.

31.Frá nefndasviði Alþingis - 236. mál til umsagnar

1803048

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál.

32.Frá nefndasviði Alþingis - 178. mál til umsagnar

1803040

Frá nefndasviði Alþingis - 178. mál til umsagnar

33.Frá nefndasviði Alþingis - 190. mál

1803021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál.

34.Ráðninganefnd Borgarbyggðar - fundargerðir 2018

1801044

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 19. febrúar s.l.

35.Fundargerð 857. fundar stjórnar sambandsins

1803015

Framlögð fundargerð 857. fundar stjórnar sambandsins frá 23.2.2018

36.Fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1803053

Framlögð fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

37.Fundargerð aðalfundar dags. 12.3.2018

1803088

FRamlögð fundargerð frá aðalfundi Reiðhöllin Vindás ehf. frá 12.3.2018.

Fundi slitið - kl. 11:50.