Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

447. fundur 05. apríl 2018 kl. 08:15 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Ljósleiðaramál í Borgarbyggð 2018

1804005

Ljósleiðari í Borgarbyggð - staða mála
Guðmundur Daníelsson ráðgjafi mætti til fundarins. Eins sat Eiríkur Ólafsson fundinn undir þessum lið.
a) Guðmundur kynnti stöðuna varðandi undirbúning að vinnu útboðsgagna vegna lagningu ljósleiðara um dreifbýli Borgarbyggðar. Gerð hefur verið verðkönnun hjá Verkfræðistofunni Eflu, Verkfræðistofunni Verkís og Berki Brynjarssyni (Frostverk)vegna vinnu við uppsetningu útboðsgagna til notkunar fyrir Ríkiskaup vegna útboðs verksins. Samþykkt var að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Eflu um að ljúka gerð útboðsgagna vegna útboðs á verkefninu.
b) Komið hafa upp vandkvæði á að nota heitið "Borgarljós" um ljósleiðaraverkefni Borgarbyggðar þar sem fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafði undirbúið notkun nafnsins "Borgarljós" við starfsemi sína sem meðal annars byggir á innflutningi listafólks til landsins. Byggðarráð samþykkti að breyta nafni verkefnisins í "Ljósleiðari Borgarbyggðar".
c) Lagður fram undirskriftalisti 42 íbúa í Lundarreykjadal þar sem þeir óska eftir því að undinn verði bráður bugur að því að leggja ljósleiðara að hverju heimili í dalnum.

2.Fjárfestingaáætlun 2018 - endurskoðun

1804002

Fjárfestingaáætlun 2018.
Byggðarráð ræddi um nauðsyn þess að endurskoða fjárfestingaáætlun fyrir árið 2018 og árin 2019-2021 í sambandi við fyrirhugaðar framkvæmdir við Grunnskóla Borgarness og byggingu leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum. Framkvæmdakostnaður við þessar framkvæmdir er hærri en áætlað var í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar sem samþykkt var í desember 2017. Byggðarráð fól sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að annast verkið. Eiríkur Ólafsson sat fundinn undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Borgarbyggðar 2018

1804003

Fjárhagsáætlun og starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar 2018 o.fl. tekin til umræðu. Bjarni Kr. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mættu til fundarins.

4.Laugargerðisskóli - tilboð

1803144

Tilboð í eignarhluta sveitarfélagsins í Laugagerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þann 21. mars sl. gerði oddviti Eyja- og Miklaholtshreppi sveitarfélögunum Snæfellsbæ, Borgarbyggð og Dalabyggð tilboð í eignarhluta þeirra í eignum Laugagerðisskóla að fjárhæð 32,5 m.kr. Eignarhlutföll sveitarfélaganna í eignum Laugagerðisskóla eru sem hér segir: Eyja og Miklaholtshreppur: 43,0%, Borgarbyggð: 24,1%, Dalabyggð: 13,7% og Snæfellsbær: 19,2%. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og að kallað verði eftir verðmati óháðs aðila á eignunum.

5.Húsnefnd Þinghamars - fundargerð 16.1.2018

1803046

Framlögð til kynningar fundargerð húsnefndar Þinghamars dags. 16. Janúar sl. þar sem farið er yfir ýmis aðkallandi viðhaldsverkefni. Fundargerðinni vísað til umsjónarmanns eignasviðs til úrvinnslu svo og til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

6.Hlöðutún lnr. 134877 - stækkun lóðar, Hlöðutún 1

1803137

Framlögð umsókn eigenda Hlöðutúns, lnr. 134877, Brynjólfs Guðmundssonar kt. 080262-6559 og fleiri um stækkun lóðar Hlöðutúns 1, lnr. 220500. Byggðarráð samþykkti erindið.

7.Bréf til byggðarráðs 22.3.2018

1803152

Framlagt bréf Ikan ehf, dags. 22. Mars. 2018 þar sem lögð er fram kvörtun yfir stjórnsýslu Borgarbyggðar á árunum 2013-2017 er varðar rekstur gistiheimilis að Egilsgötu 6, útgáfu byggingarleyfis, grenndarkynningu og fleira.

8.Arðgreiðsla frá Sorpurðun Vesturlands hf.

1803171

Framlagt bréf Sorpurðunar Vesturlands hf, dags. 20. mars 2018, þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu að upphæð kr. 1.018.875.- að frádregnum fjármagnstekjuskatti vegna starfseminnar á árinu 2017.

9.Öryggisstefna Borgarbyggðar

1709098

Öryggisstefna Borgarbyggðar í tölvumálum. Lögð fram tillaga að öryggisstefnu Borgarbyggðar í tölvumálum ásamt erindisbréfi fyrir öryggisnefnd. Öryggisstefnan var unnin af Bjarna Júlíussyni ráðgjafa í tölvumálum. Byggðarráð samþykkti framlagða tillögu að öryggisstefnu ásamt erindisbréfi öryggisnefndar.

10.Ársskýrsla Spalar 2017

1803155

Framlögð ársskýrsla Spalar hf vegna ársins 2017

11.Skotlandsferð 2018 - skýrsla

1803154

Framlögð skýrsla forstöðumanns safnahúss Borgarfjarðar sem fór í kynnisferð um safnamál til Skotlands ásamt tveimur öðrum forstöðumönnum í febrúar og mars 2018.

12.Skýrsla um mannfjöldaþróun útg. 2018

1803163

Framlögð skýrsla Byggðastofnunar útg. í mars 2018 um mannfjöldaþróun einstakra sveitarfélaga og landshluta á næstu árum. Slóðin á skýrsluna er:
https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/spa-um-throun-mannfjolda-eftir-sveitarfelogum

13.Ársreikningur Handverkssjóðs FIB 2017

1803178

Ársreikningur Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna í Borgarnesi fyrir árið 2017 lagður fram.

14.Samgöngusafnið - framlenging leigutíma

1801191

Framlögð drög að nýjum samningi milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar um leigu Fornbílafélagsins á húsnæði undir starfsemi sína úti í Brákarey. Tveir eldri samningar eru settir upp í einum samning og þeir samstilltir í tíma. Byggðarráð lýsti yfir samþykki við drögin og fól sveitarstjóra að ganga frá samningi við Fornbílafjelagið sem verði lagður fyrir byggðarráð til staðfestingar.

15.Frá nefndasviði Alþingis - 394. mál til umsagnar

1803166

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.

16.Frá nefndasviði Alþingis - 345. mál til umsagnar

1803169

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.

17.Til umsagnar 389. mál frá nefndasviði Alþingis

1803157

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál.

18.Fundargerð 858. fundar stjórnar sambandsins

1803167

Framlögð 858. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars 2018.

19.Fundargerðir OR nr. 256 og 257

1803138

Framlagðar fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur nr. 256 og 257.

20.Vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags - fundargerðir

1803139

Framlagðar fundargerðir nr. 1-5 frá vinnuhópi um endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar.

21.202. fundur í Safnahúsi

1803153

Framlögð 202. fundargerð starfsmanna í Safnahúsi.

22.Fundargerð aðalfundar heilbrigðisnefndar Vesturlands 2018.

1803160

Framlögð fundargerð aðalfundar heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 19. mars 2018

23.Fundargerð 148. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands

1803159

Framlögð fundargerð 148. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands

24.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018

1801097

Framlagðar fundargerðir ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 12.3. og 26.3. 2018

25.Stýrihópur um endurskoðun íþrótta - og tómstundastefnu Borgarbyggðar

1801017

Framlagðar fundargerðir stýrihóps um endurskoðun íþrótta - og tómstundastefnu Borgarbyggðar frá 13. mars og 3. apríl.

26.Byggingarnefnd Hnoðrabóls - fundargerðir 2018

1801181

Framlögð fundargerð byggingarnefndar Hnoðrabóls frá 26. mars 2018.

Fundi slitið - kl. 11:30.