Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 1
1804151
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mætti til fundarins og skýrði út þær breytingar sem lagt er til að gera á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Í breytingum á rekstrarkostnaði vegur aukinn kostnaður við snjómokstur þyngst. Fjárfestingaráætlun er færð að fyrirliggjandi forsendum um framkvæmdaáætlun við Grunnskólann í Borgarnesi og leikskólann á Kleppjárnsreykjum. Byggðarráð samþykkti framkominn viðauka og vísaði endanlegri afgreiðslu þeirra til næsta fundar sveitarstjórnar.
2.Stjórnsýslukvörtun dags. 22.4.2018
1804128
Framlagt bréf Ikan ehf til byggðarráðs frá 22. apríl 2018. Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri svara bréfinu.
3.Brákarmerkið, aðgengi - ósk um samstarf
1804140
Framlagt bréf eigenda Egils Guesthouse, dags 23. Apríl 2018, þar sem óskað er eftir samstarfi og fjárhagslegum stuðning við að setja upp stiga að vestanverðu að minnismerkinu um Brák. Byggðarráð samþykkti erindið og fólk sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að annast verkið og ganga frá samkomulagi við hlutaðeigandi aðila um aðgengi.
4.Eftirlitsmyndavélar
1804141
Framlagt minnisblað sveitarstjóra, dags. 23. apríl 2018, varðandi umræðu um uppsetningu öryggismyndavéla.
Fyrr í vetur hófst umræða milli Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar við lögregluna á Vesturlandi um gagnsemi þess að til staðar væru eftirlitsmyndavélar við helstu aðkomuleiðir í stærstu þéttbýliskjarna á sunnanverðu Vesturlandi.
Fyrr í vetur hófst umræða milli Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar við lögregluna á Vesturlandi um gagnsemi þess að til staðar væru eftirlitsmyndavélar við helstu aðkomuleiðir í stærstu þéttbýliskjarna á sunnanverðu Vesturlandi.
5.Styrkbeiðni - griðland fugla, gestastofa
1804150
Framlögð beiðni Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri um styrk til uppbyggingar gestastofu í tengslum við griðland fugla.
Framlögð beiðni Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri um styrk að upphæð 250.000 kr. til uppbyggingar gestastofu í tengslum við alþjóðlegt griðland fugla (Ramsa svæði) á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkti erindið.
6.Aðalfundur 2018 - 4.maí 2018
1804152
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður þann 4. maí n.k. Byggðarráð samþykkti að tilnefna Kristján Axelsson sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfundinum.
7.Samstarf um menningarviðburði - viljayfirlýsing
1804153
Framlögð beiðni Sigríðar Þóru Óðinsdóttir frá Einarsnesi, dags. 24. Apríl 2018, um samstarf við undirbúning menningarviðburðar árið 2019 í tengslum við umsókn um styrk til fjármögnunar verkefnisins úr Nordisk Kulturfond. Byggðarráð samþykkti erindið og fól sveitarstjóra að annast það.
8.Stefna v. úrskurðar Óbyggðanefndar, mál nr. 3/2014
1706085
Framlagt minnisblað sveitarstjóra frá 24. Apríl 2018 um undirbúning að málshöfðun á hendur ríkisvaldinu til ógildingar ákveðnum þáttum í úrskurði Óbyggðanefndar frá 11. Október 2018. Byggðarráð fól sveitarstjóra að gefa Óðni Sigþórssyni í Einarsnesi formlegt umboð til samstarfs með lögfræðingum þeim sem annast málssóknina fyrir hönd sveitarfélagsins.
9.Eigendastefna Faxaflóahafna
1511047
Framlögð tillaga að eigendastefnu Faxaflóahafna ohf með bréfi dags. 13. Apríl 2018. Samþykkt að fresta umræðu til næsta fundar.
10.Íþrótta- og tómstundastefna Borgarbyggðar
1711075
Framlögð til kynningar stefna Borgarbyggðar í íþrótta - og tómstundamálum sem fræðslunefnd hefur unnið. Samþykkt að taka stefnuna til umræðu á næsta fundi byggðarráðs.
11.Samgöngusafnið - framlenging leigutíma
1801191
Framlögð drög að samningi milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar um samræmingu leigusamninga og framlengingu á leigu á húsnæði því sem félagið hefur haft til umræða í Brákarey. Byggðarráð samþykkti samninginn.
12.Frá nefndasviði Alþingis - 425. mál til umsagnar
1804135
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál
13.Frá nefndasviði Alþingis - 454. mál til umsagnar
1804133
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál
14.Frá nefndasviði Alþingis - 480. mál til umsagnar
1804132
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024, 480. mál
15.Frá nefndasviði Alþingis - 479. mál til umsagnar
1804134
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029
16.Frá nefndasviði Alþingis - 467. mál til umsagnar
1804136
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál
17.258. fundur stjórnar OR
1804154
Framlögð 258. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
18.Fundargerð 4. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis
1804131
Framlögð fundargerð 4. fundar stjórnar fjallskilaumdæmisins.
19.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018
1801097
Fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 23. apríl 2018 framlögð.
20.204. fundur í Safnahúsi
1804130
Fundi slitið - kl. 10:27.