Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

452. fundur 24. maí 2018 kl. 08:15 - 10:05 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Opið bréf til sveitarstjórnar

1805180

Framlagt til kynningar opið bréf til sveitarstjórnar frá Hilmari Arasyni, formanni Einkunnanefndar, og fleirum þar sem gerð er krafa um að lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem fór fram til undirbúnings að auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna fyrirhugaðs skotæfingasvæðis í landi Hamars fari fram aftur.

2.Ný persónuverndarlöggjöf með heimild til ofursekta

1805201

Framlögð til kynningar frétt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ákvæði nýrra persónuverndarlaga og þær ofursektir sem fyrirhugað er að leggja á íslensk sveitarfélög verði misbrestur á framkvæmd persónuverndarlaga. Byggðarráð tekur undir málflutning Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu efni og hvetur það til að beita öllum tiltækum áhrifum til að gera ákvæði fyrirhugaðra laga um persónuverndarákvæði framkvæmanleg.

3.Skipulag skólastarfs í Grunnskólanum í Borgarnesi veturinn 2018-2019

1805202

Framlagt til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um fyrirkomulag skólamötuneytis og kennslu í Grunnskólanum í Borgarnesi á vetri komanda. Ljóst er að bregðast verður við áhrifum byggingarframkvæmda í skólanum með því að útvega annað kennsluhúsnæði að hluta svo og að bregðast við því að Hótel Borgarnes sagði upp samningi við grunnskólann um skólamáltíðir.
Skólinn tekur Bjössaróló í fóstur og verður það hluti af smíðakennnslu.

4.Rannsókn á högum og líðan ungs fólks

1712055

Framlagðar til kynningar niðurstöður rannsóknar á högum og líðan barna í Grunnskólanum í Borgarnesi og í Grunnskóla Borgarfjarðar. Byggðarráð þakkaði skýrsluna sem gefur verðmætar upplýsingar um þennan þátt skólastarfsins. Fyrirhugað er að kynna skýrslurnar fyrir skólasamfélaginu í haust.

5.Arðsemiskröfur til starfsþátta innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur

1805204

Framlagar upplýsingar um arðsemiskröfur til starfsþátta innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur.

6.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar - vinnuhópur.

1708063

Framlagt minnisblað formanns vinnuhóps um undirbúning að endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar. Byggðarráð vísaði minnisblaðinu til komandi sveitarstjórnar. Jónína Erna fór yfir vinnu hópsins og minnisblaðið.

7.Fjöruhreinsun við Fjóluklett

1805203

Framlagðar myndir af rusli í fjörunni við Fjóluklett. Byggðarráð samþykkti að verja allt að 1.000.000.- kr. til hreinsunar á svæðinu.

8.Erindi v. skólaakstur í MB

1805205

Framlagður tölvupóstur, dags. 22. Maí, frá skólameistara MB er varðar skólaakstur fyrir nemendur MB úr dreifbýli Borgarbyggðar. Byggðarráð vísaði erindinu til byggðarráðs komandi sveitarstjórnar.

9.Ljósleiðari í Borgarbyggð - verklýsing

1805208

Lögð fram útboðsgögn og verklýsing vegna útboðs á lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð. Ríkiskaup sendir gögnin. Byggðarráð samþykkti að fela Ríkiskaupum að auglýsa útboð verksins að aflokinni afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Skólalóð - hreystibraut, áskorun

1805209

Framlögð áskorun stjórnar Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi dags. 18.5.2018 um að byggð verði hreystibraut á endurnýjaðri skólalóð. Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til byggingarnefndar skólans.
Geirlaug situr hjá vegna tengsla við aðila máls.

Fundi slitið - kl. 10:05.