Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

453. fundur 31. maí 2018 kl. 08:15 - 09:05 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Geirlaug Jóhannsdóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Niðurstaða sveitarstjórnarkosningar 2018 - skýrsla

1805255

Framlögð skýrsla yfirkjörstjórnar Borgarbyggðar um niðurstöðu sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí 2018. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir framkvæmd kosninganna og niðurstöður þeirra.

2.Gangstétt og ljósleiðari í Helgugötu - áskorun

1805242

Framlögð áskorun íbúa við Helgugötu um aðgerðir í gangstéttarmálum í tengslum við lagningu ljósleiðara í götunni. Sveitarstjóri skýrði frá tilhögun framkvæmda í götunni. Byggðarráð þakkar bréfið og mun Borgarbyggð kosta nýja hellulögn gangstéttar.

3.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 27.06.2018.

1805247

Framlagt fundarboð v. aðalfundar Faxaflóahafna sf. Sem verður haldinn þann 27. Júní 2018 í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Byggðarráð fól sveitarstjóra að sækja fundinn f.h. Borgarbyggðar.

4.Aðalfundur Límtré Vírnet ehf 11.6.2018

1805249

Framlagt fundarboð á aðalfund Límtré Vírnet ehf. þann 11. júní 2018 að Lynghálsi 2. Byggðarráð fól sveitarstjóra að sækja fundinn f.h. Borgarbyggðar.

5.Furuhlíð, Varmalandi - ósk um endurbætur

1805250

Framlagður tölvupóstur frá eigendum Furuhlíðar 2 og 4, Varmalandi dags 23. maí 2018, þar sem farið var fram á ákveðnar endurbætur og lagfæringar á götunni. Byggðarráð vísaði erindinu til umhverfis- og skipulagssviðs.

6.Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs - reglugerð

1805251

Framlögð reglugerð fyrir Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs dags. 18. maí 2018.

7.Stjórnsýslukvörtun dags. 22.4.2018

1804128

Framlögð tillaga að svarbréfi til IKAN ehf. vegna bréfa Ikan ehf dags. 22.3. og 22.4.2018. Byggðarráð samþykkti bréfið og fól sveitarstjóra að senda það.

8.Samningur v. nem. í Laugargerðisskóla

1805233

Framlagður samningur milli Eyja - og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar, dags. 16. Maí 2018, vegna nemenda sem stunda nám í Laugargerðisskóla. Byggðarráð samþykkti samninginn.

9.Samningur um Vesturlandsstofu 2018

1805258

Framlagður tölvupóstur, dags. 29. Maí 2018, frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um framlengingu á samningi um Vesturlandsstofu. Byggðarráð samþykkti erindið og fól sveitarstjóra að afgreiða það.

10.Arnarvatnsvegur - brú á Norðlingafljót, framkvæmdaleyfi

1805206

Framlög umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir gerð brúar yfir Norðlingafljót. Byggðarráð samþykkti að gefa út framkvæmdaleyfi vegna verksins. Byggðarráð leggur áherslu á að merkingum fyrir ferðamenn verði komið upp.

11.Úthlutun lóða - yfirlit

1805260

Framlagt yfirlit um úthlutun lóða í Borgarbyggð síðustu misseri.
Byggðarráð leggur áherslu á að unnið sé eftir reglum um úthlutun lóða í Borgarbyggð hvað varðar byggingarfrest sem er 8 mánuðir frá því að lóð er tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 622. mál til umsagnar - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga

1805266

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál.

13.Ráðninganefnd Borgarbyggðar - fundargerðir 2018

1801044

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 28.5.2018.

14.Fundargerð OR frá 23.apríl 2018

1805259

Framlögð fundargerð OR frá 23. apríl 2018

15.Fundargerð 860. fundar stjórnar sambandsins

1805262

Framlögð fundargerð 860. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundarmenn þökkuðu samstarfið á kjörtímabilinu en þetta var síðasti fundur þessa byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 09:05.