Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

454. fundur 14. júní 2018 kl. 08:15 - 11:08 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis - og skipulagssviðs sat fundinn undir liðum 1 - 5.

1.Umsókn um lóð - Birkihlíð 2, Varmalandi

1806013

Framlögð umsókn Sindra A. Sigurgarðarssonar, kt. 2111632329 og Ásu Erlingsdóttur kt. 2506704789, Laufskálum 2 Borgarnesi, dags. 2. Júní 2018, um lóð að Birkihlíð 2 Varmalandi og til vara lóð að Birkihlíð 6 að Varmalandi. Meðumsækjandi er Sigur-garðar sf kt. 5107080160 þar sem um parhúsalóð er að ræða. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir umsögn umhverfis - og skipulagssviði um umsóknina.

2.Umsókn um lóð - Birkihlíð 8, Varmalandi

1806032

Framlögð unmsókn Sigursteins Þorsteinssonar um lóð á Varmalandi, Birkihlíð 8.
Framlögð umsókn Sigursteins Þorsteinssonar, kt. 1509715439, Reykjabraut 7, Reykhólahreppi, dags. 5. Júní 2018, um lóð að Birkihlíð 8 (b-8) Varmalandi og til vara um lóð að Birkihlíð 6 (b-6) Varmalandi. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir umsögn umhverfis - og skipulagssviði um umsóknina.

3.Hvítárvallaland Skipholt lnr.
L133888 - Breyting á notkun, umsókn

1806038

Framlögð umsókn Stefáns Unnsteinssonar, dags. 5. Júní 2018, um að breyta notkun hússins Skipholt í Hvítárvallalandi, fastanr. 210-6172, úr notkun sem sumarhús í notkun sem heilsárshús. Erindinu vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

4.Umhverfismótun við Langjökul á Geitlandi

1806070

Framlagt ódagsett erindi frá Sverri Árnasyni, öryggis- og gæðastjóra ITG, þar sem hann reifar þær aðstæður sem skapast við Ísgöngin í Langjökli vegna aukinnar umferðar einkabíla upp að jöklinum og nauðsyn þess að lagfæra af þeim sökum bílastæði og færa veginn að jöklinum fjær skálanum Jaka. Í erindinu er farið fram á að Borgarbyggð sendi beiðni til Vegagerðarinnar að sinna þessu verkefni. Einnig er farið fram á að Borgarbyggð leggi óskilgreint fjármagn til þessa verkefnis. Byggðarráð taldi ekki forsendur til að sveitarfélagið tæki þátt í kostnaði við vegagerð og lagfæringu bílastæðis við þennan ferðamannastað frekar en svo marga aðra að óbreyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna tekna af ferðaþjónustu í landinu. Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis - og skipulagssviði að taka saman minnisblað varðandi réttindi og skyldur Borgarbyggðar á umræddu svæði.

5.Skipulagsskilmálar Borgarbrautar 55

1805151

Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir á lóðamörkum milli Borgarbrautar 55 og 57. Nýkjörið byggðarráð telur nauðsynlegt að eiga samtal við lóðarhafa Borgarbrautar 55.

6.Ljósleiðari í uppsveitum Borgarbyggðar

1806069

Framlagt erindi frá Bergþóri og Þórði Kristleifssonum, dags. 8. Júní 2018, þar sem kynntar eru fyrirætlanir þeirra um um lagningu ljósleiðara frá Kleppjárnsreykjumum Hálsasveit og Hvítársíðu að Húsafelli. Óskað er eftir formlegum viðræðum við sveitarsjórn um yfirfærslu styrkja Fjarskiptasjóðs yfir á verkefnið og kostnaðarhlutdeild Borgarbyggðar í því. Staða undirbúnings fyrir útboð á lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð kynnt. Sveitarstjóri skýrði frá fyrirhuguðum fundi með Ottó V. Winter, starfsmanni Fjarskiptasjóðs, Birni Eiríkssyni, starfsmanni Póst- og fjarskiptastofnunar, Guðmundi Daníelssyni ráðgjafa sem haldinn verður um þetta mál og fleiri þann 22. Júní n.k. Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að sækja fundinn. Byggðarráð samþykkti að fá Guðmund Daníelsson ráðgjafa til fundar við byggðarráð á næsta fundi byggðarráðs. Einnig samþykkti byggðarráð að fá Bergþór og Þórð Kristleifssyni frá Húsafelli til fundar við byggðarráð 28. júní n.k. til viðræðna um fyrrgreint erindi þeirra.

7.Bestfjarðakveðja frá Lýðháskólanum á Flateyri

1806071

Framlagt bréf frá Lýðháskólanum á Flateyri þar sem sem óskað er eftir fjárframlagi a) til kostunar vetrardvalar fyrir einn nemenda að fjárhæð 1.200.000 kr og b) í almennan stuðning til rekstrar skólans. Byggðarráð hafnaði erindinu.

8.Frístund í Grunnskólanum í Borgarnesi veturinn 2018-2019

1806072

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um skipulag frístundar í Grunnskólanum í Borgarnesi veturinn 2018 - 2019. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri mætti til fundarins. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna áfram að málinu.

9.Erindi til Borgarbyggðar vegna færslu á Golfskála

1803112

Framlögð til kynningar umsögn UMSB vegna erindis Golfklúbbs Borgarness um stuðning við aðstöðubreytingu, dags. 7. Júní 2018. Byggðarráð ræddi umsögnina og erindi GB. Byggðarráð fagnar öflugu starfi og metnaðarfullri framtíðarsýn golfklúbbsins. Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar og jafnframt verði hafin vinna við gerð stefnu um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu íþróttamannvirkja með tilvísun til umsagnar UMSB.

10.Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga

1806057

Framlögð gögn frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi fjölda fulltrúa og undirbúning fyrir næsta landsþings sveitarfélaganna sem haldið verður dagana 26. - 28. September n.k.

11.Viðhald afréttargirðingar

1806074

Framlagt bréf frá ábúendum Þverfells í Lundarreykjadal, dags. 11. Júní 2018, varðandi viðhald afréttargirðingar. Erindinu vísað til fjallskilanefndar Oddstaðaréttar.

12.Atvinnupúlsinn - þættir á N4

1804064

Framlagt bréf frá N4, dags. 7. Júní 2018 varðandi gerð þáttanna Atvinnupúlsinn. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

13.Erindi v. álit UA nr. 8687/2015

1610084

Framlagt svarbréf Mennta - og menningarmálaráðuneytis við bréfi sveitarstjóra varðandi aldurstakmörk skólabílstjóra og bréf sveitarstjóra við því
Framlagt til kynningar svarbréf Mennta - og menningarmálaráðuneytis við bréfi sveitarstjóra varðandi aldurstakmörk skólabílstjóra, dags. 5. júní 2018 og svarbréf sveitarstjóra dags. 11. júní 2018.

14.Ystutungugirðing - erindi v. viðhalds

1806054

Framlagt erindi Skóræktarinnar, dags. 6. Júní 2018 varðandi viðhald og framtíðarskipulag við Ystutungugirðingu. Erindinu vísað til fjallskilanefndar BSN og umhverfis - og skipulagssviðs.

15.Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2017

1806073

Framlögð ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2017.

16.Framlengt umboð fjallskila - og afréttanefnda

1806085

Byggðarráð samþykkir að framlengja umboð fjallskila- og afréttanefnda þar til nýjar nefndir hafa verið skipaðar.

Fundi slitið - kl. 11:08.