Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

455. fundur 21. júní 2018 kl. 08:15 - 11:35 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Samanburður fjárhags við fjárhagsáætlun 2018

1806098

Framlögð gögn þar sem kemur fram samanburður á rekstri fyrstu fimm mánuð ársins við fjárhagsáætlun 2018. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Hann skýrði út samantekt á rekstri Borgarbyggðar jan-maí 2018 og bar niðurstöðurnar saman við fjárhagsáætlun fyrir 2018. Almennt var rekstur sveitarfélagsins í góðu samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Langtímaveikindi hafa þó haft áhrif á rekstur einstakra stofnana. Niðurstöður úr kjarasamningum félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa einnig áhrif á rekstur ársins sem nemur um 25 m.kr. eða um 40 m.kr. á ársvísu. Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins launakostnaðar vegna langtímaveikinda og áhrifa af niðurstöðum kjarasamninga kennara.

2.Fjárhagsáætlun 2019

1806099

Framlögð fyrstu drög tekjuáætlun ársins 2019. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Hann skýrði m.a. út þær forsendur sem hann byggir á útreikninga fyrir fyrstu drög tekjuáætlunar fyrir komandi fjárhagsáætlunarár. Hann fór einnig yfir vinnulag við undirbúning að vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

3.Kálfhólar lnr.L.211777 - samruni lóða, umsókn

1806110

Framlögð umsókn Lárusar Jóns Guðmundssonar f.h. móður sinnar Unnar Einarsdóttur, eigenda Stóra Fjalls um samruna eftirtalinna óbyggðra sumarhúsalóða í landi Kálfhóla, lnr.L177333 177335 177321 177323 177332. Eftir samrunann falli þær undir upprunalandið, L211777. Fyrir liggur skjal frá sýslumannsembættinu á Vesturlandi, dags. 15. Maí 2018, þar sem staðfest er að engin veðbönd hvíli á umræddum lóðum. Embættið gerir ekki athugasemdir voð að lóðirnar séu felldar úr skrám fasteignamats. Með fylgdi jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar, sent í tölvupósti dags. 19. Júní 2018. Byggðarráð samþykkti erindið.

4.Umsókn um lóð - Birkihlíð 2, Varmalandi

1806013

Framlögð umsókn Sindra A. Sigurgarðssonar, kt. 2111632329 og Ásu Erlingsdóttur kt. 2506704789, Laufskálum 2 Borgarnesi, dags. 2. Júní 2018, um lóð að Birkihlíð 2 Varmalandi og til vara lóð að Birkihlíð 6 að Varmalandi. Meðumsækjandi er Sigur-garðar sf, kt. 510708-0160, þar sem um parhúsalóð er að ræða. Framlögð jákvæð umsögn sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Byggðarráð samþykkti umsóknina.

5.Umsókn um lóð - Birkihlíð 8, Varmalandi

1806032

Framlögð umsókn Sigursteins Þorsteinssonar, kt. 150971-5439, Reykjabraut 7, Reykhólahreppi, dags. 5. Júní 2018, um lóð að Birkihlíð 8 (b-8) Varmalandi og til vara um lóð að Birkihlíð 6 (b-6) Varmalandi. Framlög jákvæð umsögn sviðstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Byggðarráð samþykkti umsóknina.

6.Ályktanir frá aðalfundi Neista 2018

1806106

Málefni slökkviliðs Borgarbyggðar. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Framlagðar þrjár ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi Neista 2018. Þær vörðuðu stofnun fagráðs, kaup á körfubíl og mannahald slökkviliðsins. Byggðarráð tók undir ályktun aðalfundar Neista um stofnun fagráðs fyrir slökkvilið Borgarbyggðar og fól sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs að forma tillögu þess efnis. Ályktun um nauðsyn þess að kaupa körfubíl fyrir slökkviliðið var vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs í tengslum við umræðu um fjárhagsáætlun og framtíðarskipan slökkviliðs Borgarbyggðar. Ályktun um starfsmannamál slökkviliðsins var vísað til sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Byggðarráð ræddi nokkuð stöðu slökkviliðs Borgarbyggðar. Í ljósi þess að fyrir liggur að afgreiða verður brunavarnaráætlun Borgarbyggðar á árinu 2019 telur byggðarráð rétt að fenginn verði óháður aðili til þess að gera úttekt á stöðu brunavarna í Borgarbyggð í samráði við Mannvirkjastofnun.

7.Vargeyðing - bréf

1806103

Framlagt bréf ábúenda á Tröðum er varðar eyðingu á mink og ref. Sveitarstjóri skýrði frá heimsókn sinni að Tröðum og samtali við bréfritara. Erindinu vísað til umfjöllunar hjá umhverfisfulltrúa og Umhverfis, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

8.Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum

1705010

Fyrirhugaðar framkvæmdir við leikskólann Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Hann lagði fram teikningar frá teiknistofunni ProArk að fyrirhugaðri byggingu leikskólans. Rætt um skipan og stöðu byggingarnefndar leikskólans.

9.Skóladagur í Borgarbyggð 30.3.2019

1806109

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi „Skóladag í Borgarbyggð“ Byggðarráð lýsti yfir ánægju sinni með þetta framtak og telur mikilvægt að vekja athygli innan héraðs sem utan á því mikla og góða skólastarfi sem er að finna í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að haft sé samráð við stjórnendur skólanna. Samþykkt að visa minnisblaðinu til fræðslunefndar.

10.Ljósleiðari í Borgarbyggð

1602023

Staða mála kynnt varðandi undirbúning á lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð, staða útboðsmála og fleira. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi mætti til fundarins.

11.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Verkfundagerðir nr. 1, 2, 3 og 4 vegna framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi framlagðar.

12.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018

1801097

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 18.6.2018.

13.Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1806081

Framlögð fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 404 frá 28. maí 2018

Fundi slitið - kl. 11:35.