Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir
1806018
2.Fjárveiting til styrkvega 2018 - svar
1807010
Framlagt til kynningar svarbréf Vegagerðarinnar, dags. 27. júní 2018, við umsókn um styrk til viðhalds styrkvega. Framlag ársins eru 1,7 m.kr. og hefur það lækkað úr 2,0 m.kr. frá fyrra ári. Frá árinu 2010 hefur framlagið lækkað nálægt 50% að raungildi. Unnið er að því í samráði við Vegagerðina að leita leiða til að hækka framlagið því lengd styrkvega í dreifbýli sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins fer sífellt vaxandi.
Byggðarráð leggur áherslu á nauðsyn þess að nægilegu fjármagni verði veitt til að sveitarfélagið hafi tök á að sinna viðhaldi þeirra vega sem hafa verið færðir yfir til sveitarfélagsins af hálfu Vegagerðarinnar.
Byggðarráð leggur áherslu á nauðsyn þess að nægilegu fjármagni verði veitt til að sveitarfélagið hafi tök á að sinna viðhaldi þeirra vega sem hafa verið færðir yfir til sveitarfélagsins af hálfu Vegagerðarinnar.
3.Kosningar í nefndir og ráð
1806009
Kosning í kjörstjórn Þinghamarskjördeildar. Fyrir mistök féll niður kosning í kjörstjórn Þinghamarskjördeildar á fundi sveitarstjórnar þann 5. júlí s.l.
Eftirtalin voru kosin í kjörstjórnina:
Aðalmenn: Erla Gunnlaugsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson og Guðmundur Finnsson.
Varamenn: Birna G. Konráðsdóttir, Jósef Rafnsson og Gróa Erla Ragnvaldsdóttir.
Eftirtalin voru kosin í kjörstjórnina:
Aðalmenn: Erla Gunnlaugsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson og Guðmundur Finnsson.
Varamenn: Birna G. Konráðsdóttir, Jósef Rafnsson og Gróa Erla Ragnvaldsdóttir.
4.Skipulagsskilmálar Borgarbrautar 55
1805151
Rætt um skipulagsmál og fleira varðandi Borgarbraut 55 í Borgarnesi.
Kynnt var minnisblað sem unnið var af Ómari Karli Jóhannessyni lögmannni og í kjölfarið drög að bréfi vegna stöðu lóðarleigusamninga að Borgarbraut 55.
Samþykkt að fela Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni að fara með umboð f.h. Borgarbyggðar í málinu og að ræða við lóðarhafa Borgarbrautar 55 og kynna þeim afstöðu sveitarfélagsins.
Kynnt var minnisblað sem unnið var af Ómari Karli Jóhannessyni lögmannni og í kjölfarið drög að bréfi vegna stöðu lóðarleigusamninga að Borgarbraut 55.
Samþykkt að fela Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni að fara með umboð f.h. Borgarbyggðar í málinu og að ræða við lóðarhafa Borgarbrautar 55 og kynna þeim afstöðu sveitarfélagsins.
5.Byggðaráðstefna í Stykkishólmi
1807071
Framlagt bréf til kynningar á byggðaráðstefnu sem fyrirhugað er að halda í Stykkishólmi í haust á vegum Byggðastofnunar og fleiri aðila. Óskað er eftir hugmyndum að erindum á ráðstefnuna með eftirfarandi að leiðarljósi: „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?“
Byggðarráð hvetur til að unnið verði að því að koma hugmyndum sem tengjast Borgarbyggð á framfæri við þá aðila sem standa fyrir ráðstefnunni.
Byggðarráð hvetur til að unnið verði að því að koma hugmyndum sem tengjast Borgarbyggð á framfæri við þá aðila sem standa fyrir ráðstefnunni.
6.Rauðsgilsrétt - minnisblað
1807073
Framlagt minnisblað verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna Rauðsgilsréttar dags. 9. júlí 2018. Í minnisblaðinu er lagt til að safngirðing við réttina verði fjarlægð þar sem hún er í mjög lélegu ásigkomulagi og ekki talin þörf á safngirðingu við réttina við núverandi aðstæður. Þörf er á að lagfæra stóran hluta timburverksins við réttina. Ekki er talin ástæða til að rífa réttina eða flytja hana þar sem viðhald hennar á núverandi stað er mun hagkvæmari kostur en uppbygging hennar á öðrum stað.
Byggðarráð tók undir þau sjónarmið sem komu fram í minnisblaðinu og samþykkti að safngirðingin verði fjarlægð. Framkvæmdinni var vísað til umhverfis- og skipulagssviðs og því falið að bæta úr merkingum á svæðinu.
Byggðarráð tók undir þau sjónarmið sem komu fram í minnisblaðinu og samþykkti að safngirðingin verði fjarlægð. Framkvæmdinni var vísað til umhverfis- og skipulagssviðs og því falið að bæta úr merkingum á svæðinu.
7.Ársreikningar sveitarfélaga 2017
1807007
Lagt fram yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir fjármál og afkomu sveitarfélaga á árinu 2017.
8.Samtal um starfsemi ON
1807009
Framlagður tölvupóstur frá Orku Náttúrunnar ohf. dags. 2. júlí 2018 þar sem sveitarstjórn Borgarbyggðar boðið er upp á kynningu á starfsemi fyrirtækisins.
Byggðarráð þakkar gott boð og felur sveitarstjóra að finna dagsetningu slíka kynningu.
Byggðarráð þakkar gott boð og felur sveitarstjóra að finna dagsetningu slíka kynningu.
9.Kjartansgata 19 lnr. L135700 - byggingarleyfi, stækkun bílastæðis
1807008
Framlögð umsókn eigenda Kjartansgötu 19, dags. 18.06. 2018 um heimild til að stækka bílastæði við húsið.
Byggðarráð samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um erindið.
Byggðarráð samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um erindið.
10.Lundur lnr. 134345 - stofnun lóðar, Litlagerði
1807014
Framlögð umsókn Jóns Gíslasonar, dags. 23.maí 2018, um stofnun lóðar, Litlagerðis, úr landi Lundar lnr. 134345.
Byggðarráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um erindið.
Byggðarráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um erindið.
11.Samningar milli sveitarfélaga - eftirlit ráðuneytis
1801172
Framlagt til kynningar erindi samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 2. júlí 2018 varðandi samstarfssamninga sveitarfélaga.
Samstarfssamningar Borgarbyggðar við nágrannasveitarfélög eru sem hér segir.
* Við Dalabyggð um félagsþjónustu og fleira.
* Við Eyja- og Miklaholtshrepp um brunavarnir, tónlistarnám og grunnskóla.
* Við Skorradalshrepp um brunavarnir, félagsþjónustu og fleira, grunnskóla, leikskóla, safnamál og tónlistarskóla.
* Við Hvalfjarðarsveit um safnamál.
Afgreiðslu erindisins var frestað til næsta fundar byggðarráðs og sveitarstjóra falið að undirbúa bókun.
Samstarfssamningar Borgarbyggðar við nágrannasveitarfélög eru sem hér segir.
* Við Dalabyggð um félagsþjónustu og fleira.
* Við Eyja- og Miklaholtshrepp um brunavarnir, tónlistarnám og grunnskóla.
* Við Skorradalshrepp um brunavarnir, félagsþjónustu og fleira, grunnskóla, leikskóla, safnamál og tónlistarskóla.
* Við Hvalfjarðarsveit um safnamál.
Afgreiðslu erindisins var frestað til næsta fundar byggðarráðs og sveitarstjóra falið að undirbúa bókun.
12.Gunnlaugsgata 21a - lnr. 135654 - byggingarleyfi, niðurrif
1806125
Framlagt minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar um niðurrif hússins að Gunnlaugsgötu 21. Byggingarfulltrúi Borgarbyggðar hefur gefið út leyfi fyrir niðurrifinu. Fyrir liggur tilboð frá meistaraflokki kvk. í körfuknattleik hjá Skallagrími að taka að sér verkið fyrir 2,2 m.kr. Í tilboðinu er innifalið niðurrif, niðurbrot veggja og kjallara, flutningur efnis á förgunarstað og jöfnun lóðar. Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætti til fundarins undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkti að taka tilboðinu.
Byggðarráð samþykkti að taka tilboðinu.
13.Innritun í leikskóla
1806172
Rætt um svigrúm sveitarfélagsins til að innrita 9 mánaða börn á leikskóla.
Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri og Guðbjörg Hjaltadóttir aðstoðarleikskólastjóri mættu til fundarins.
Rætt var um aðstöðu 9 - 18 mánaða barna á leikskólum Borgarbyggðar. Nauðsynlegt er að móta framtíðarstefnu um aðbúnað og skipulag aðstöðu yngstu barna leikskólanna. Fræðslunefnd var falið að vinna málið áfram.
Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri og Guðbjörg Hjaltadóttir aðstoðarleikskólastjóri mættu til fundarins.
Rætt var um aðstöðu 9 - 18 mánaða barna á leikskólum Borgarbyggðar. Nauðsynlegt er að móta framtíðarstefnu um aðbúnað og skipulag aðstöðu yngstu barna leikskólanna. Fræðslunefnd var falið að vinna málið áfram.
14.Húsnæðisframlag 2018 - erindi
1710051
Lagt fram til kynningar erindi Brákarhlíðar dags. 13. júlí 2018 um húsnæðisframlag á árinu 2018 samkvæmt áður gerðum samningi þar um.
15.Tillaga vegna lántöku hjá NIB
1705131
Lagt fram erindi OR um ábyrgð á láni hjá NIB dags. 11. júlí 2018. Var áður tekið fyrir og afgreitt á 415. fundi byggðarráðs. Erindið þarf að taka aftur fyrir vegna formgalla.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
„Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að Borgarbyggð veiti Orkuveitu Reykjavíkur einfalda hlutfallslega ábyrgð í samræmi við eignarhlut sinn á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur á 80% af fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins vegna styrks að fjárhæð 700 þúsund evrur komi til þess að Orkuveita Reykjavíkur verði gjaldþrota á samningstímanum sem er 42 mánuðir frá upphafi verkefnis. Um er að ræða styrk sem Orkuveita Reykjavíkur hefur sótt um hjá stofnuninni Innovation and Networks Executive Agency (INEA) hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) vegna vísindaverkefnis sem nefnist CarbFix2. Að teknu tilliti til eignarhlutar Borgarbyggðar nemur ábyrgð sveitarfélagsins samtals 5.225 evrum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að undirrita samninga f.h. sveitarfélagsins í þessu sambandi.“
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
„Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að Borgarbyggð veiti Orkuveitu Reykjavíkur einfalda hlutfallslega ábyrgð í samræmi við eignarhlut sinn á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur á 80% af fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins vegna styrks að fjárhæð 700 þúsund evrur komi til þess að Orkuveita Reykjavíkur verði gjaldþrota á samningstímanum sem er 42 mánuðir frá upphafi verkefnis. Um er að ræða styrk sem Orkuveita Reykjavíkur hefur sótt um hjá stofnuninni Innovation and Networks Executive Agency (INEA) hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) vegna vísindaverkefnis sem nefnist CarbFix2. Að teknu tilliti til eignarhlutar Borgarbyggðar nemur ábyrgð sveitarfélagsins samtals 5.225 evrum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að undirrita samninga f.h. sveitarfélagsins í þessu sambandi.“
16.Stofnframlög úr Íbúðalánasjóði
1807080
Lögð fram til kynningar auglýsing um umsóknir um stofnframlög úr Íbúðalánasjóði. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að hefja vinnu við undirbúning að slíkri umsóknar með það fyrr augum að geta sótt um stofnframlög fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að hefja vinnu við undirbúning að slíkri umsóknar með það fyrr augum að geta sótt um stofnframlög fyrir auglýstan umsóknarfrest.
17.Viðauki við fjárhagsáætlun 2018
1807081
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2018 og forsendur hennar.
Tillagan verður aftur tekin fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
Tillagan verður aftur tekin fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
18.Plan B, 2018
1806065
Á fundinn mættu Sigursteinn Sigurðsson, Inga Björk Bjarnadóttir og Bára Dís Guðjónsdóttir og kynntu Plan-B listahátíðina sem haldin verður 9. til 12. ágúst n.k. í Borgarnesi.
Byggðarráð fagnar því frumkvæði sem aðstandendur hátíðarinnar hafa sýnt og ræddar leiðir sem sveitarfélagið getur farið til að styðja við hátíðir sem þessar.
Byggðarráð fagnar því frumkvæði sem aðstandendur hátíðarinnar hafa sýnt og ræddar leiðir sem sveitarfélagið getur farið til að styðja við hátíðir sem þessar.
19.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands - kynning
1706053
Framlögð tilkynning frá Steinari Kaldal, verkefnisstjóra í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 26. júní 2018 um fund þverpólitískrar nefndar með sveitastjórnarfulltrúum Borgarbyggðar, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Akrahrepps og Skagafjarðar á Hvammstanga 20. ágúst n.k. Þar verða kynnt verkefni nefndarinnar sem vinna á að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Byggðarráð hvatti til að fulltrúar sveitarfélagsins mættu til fundarins.
Byggðarráð hvatti til að fulltrúar sveitarfélagsins mættu til fundarins.
20.Frístundabyggð í landi Urriðaár
1807086
Lögð var fram eftirfarandi tillaga frá skipulagsfulltrúa:
„Byggðarráð Borgarbyggðar í umboði sveitarstjórnar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Urriðaár, til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 11. júlí 2018. Frístundabyggðin í landi Urriðaár var skipulögð árið 2000. Á þeim tíma sem liðinn er síðan, hafa kröfur og væntingar til frístundahúsa breyst mikið og er þessari skilmálabreytingu ætlað að koma til móts við þessar auknu kröfur og væntingar. Breytingin nær aðeins til byggingarskilmála í kaflanum Húsagerð í greinargerð skipulagsáætlunarinnar, en uppdráttur er óbreyttur. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
„Byggðarráð Borgarbyggðar í umboði sveitarstjórnar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Urriðaár, til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 11. júlí 2018. Frístundabyggðin í landi Urriðaár var skipulögð árið 2000. Á þeim tíma sem liðinn er síðan, hafa kröfur og væntingar til frístundahúsa breyst mikið og er þessari skilmálabreytingu ætlað að koma til móts við þessar auknu kröfur og væntingar. Breytingin nær aðeins til byggingarskilmála í kaflanum Húsagerð í greinargerð skipulagsáætlunarinnar, en uppdráttur er óbreyttur. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
21.Umsókn um ljósleiðaralagningu á Hvanneyri
1807087
Framlögð umsókn Ljóspunkts ehf, dags. 10. júlí 2018, um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara um land Hvanneyrar og Ausu.
Byggðarráð samþykkti framkvæmdaleyfið að því tilskyldu að minjavörður geri ekki athugasemd við fyrirhugaða lagnaleið en umsögn embættisins liggur ekki fyrir.
Byggðarráð samþykkti framkvæmdaleyfið að því tilskyldu að minjavörður geri ekki athugasemd við fyrirhugaða lagnaleið en umsögn embættisins liggur ekki fyrir.
22.Fundur með ríkisstjórn
1807084
Sveitarstjóri og forseti sveitarstjórnar skýrðu frá fundi fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi með ríkisstjórn Íslands sem haldinn var í Langaholti í Staðarsveit þann 16. júlí sl.
23.Atvinnu - og kynningarmál
1804071
Lagt fram minnisblað frá fundi sveitarstjóra með Jakob Ehrenkrona frá Martin Millers Gin vegna óska um að taka Grímshús á leigu.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við stjórn Grímshúsfélagsins.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við stjórn Grímshúsfélagsins.
24.Skólamötuneyti á Hvanneyri - minnisblað
1806107
Á fundinn mætti Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Lagt fram minnisblað um mötuneytismál í skólum á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að matseld fari fram bæði í grunnskólanum og leikskólanum á Hvanneyri. Samkvæmt framkomnum upplýsingum hefur þetta ekki aukinn kostnað í för með sér. Lögð er áhersla á samræmingu matseðla, samanburð á rekstrarkostnaði mötuneyta og sameiginleg innkaup fyrir stofnanirnar.
Lagt fram minnisblað um mötuneytismál í skólum á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að matseld fari fram bæði í grunnskólanum og leikskólanum á Hvanneyri. Samkvæmt framkomnum upplýsingum hefur þetta ekki aukinn kostnað í för með sér. Lögð er áhersla á samræmingu matseðla, samanburð á rekstrarkostnaði mötuneyta og sameiginleg innkaup fyrir stofnanirnar.
25.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - fundur dags 28.5.2018
1806178
Framlögð fundargerð stórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28.5.2018.
26.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 28.6.2018
1806173
Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2018 lögð fram.
27.Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna sf. 2018
1807018
Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna sf. 2018 lögð fram.
28.Fundargerð 861. fundar stjórnar sambandsins
1807020
Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags 29.6.2018 lögð fram.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Sveitarstjóri skýrði frá að í undirbúningi væri fundur sveitarstjóra, formanns byggingarnefndar, byggingarstjóra og arkitekts til að fara yfir ýmis mál sem vörðuðu verkið.