Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Samningar milli sveitarfélaga - eftirlit ráðuneytis
1801172
2.Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
1806057
Lagt fram fundarboð á 32. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri 26. - 28. september n.k.
3.100 ára afmæli fullveldis Íslands
1807094
Rætt um hvort Borgarbyggð eigi að minnast 100 ára fullveldis Íslands þann 1. desember n.k.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4.Ósk um samþykki eigenda OR fyrir láni frá EIB
1606035
Lögð fram svohljóðandi tillaga um ábyrgð á láni OR. Tillagan var áður samþykkt í júní 2016 en þarf að afgreiða aftur vegna formgalla:
"Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að Borgarbyggð veiti Orkuveitu Reykjavíkur einfalda og hlutfallslega ábyrgð í samræmi við eignarhluta sinn á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur af fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins vegna láns Orkuveitunnar hjá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) að fjárhæð EUR 70 milljónir. Um er að ræða lán til 15 ára og eru fyrstu 4 árin án afborgana."
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
Í samræmi við 35. gr. V. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 31. gr samþykktar um stjórn Borgarbyggðar hefur byggðarráð heimild til fullnaðarákvörðunar mála á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 5. júlí s.l. að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu mála á fundum ráðsins 19.07.2018 og 02.08.2018.
"Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að Borgarbyggð veiti Orkuveitu Reykjavíkur einfalda og hlutfallslega ábyrgð í samræmi við eignarhluta sinn á grundvelli ákvæðis 2. mgr. 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur af fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins vegna láns Orkuveitunnar hjá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) að fjárhæð EUR 70 milljónir. Um er að ræða lán til 15 ára og eru fyrstu 4 árin án afborgana."
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
Í samræmi við 35. gr. V. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 31. gr samþykktar um stjórn Borgarbyggðar hefur byggðarráð heimild til fullnaðarákvörðunar mála á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 5. júlí s.l. að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu mála á fundum ráðsins 19.07.2018 og 02.08.2018.
5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2018
1807081
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2018. Í viðaukanum er gert ráð fyrir að launakostnaður í málaflokknum félagsþjónusta hækki um 10,6 millj og annar rekstrarkostnaður um 7,0 millj. Launakostnaður við fræðslumál hækkar um 40,6 millj vegna veikinda og nýrra kjarasamninga og annar rekstrarkostnaður hækkar um 2,2 millj. Launakostnaður íþrótta- og æskulýðsmála hækkar um 5,5 millj og slökkviliðs um 3,3 millj. Launakostnaður á umhverfis- og skipulagssviði hækkar um 4,0 millj og aðkeypt þjónusta um 20,3 millj. Þá hækkar kostnaður við snjómokstur og hálkueyðingu um 4,25 millj. Áætlaður launakostnaður á óreglulegum liðum lækkar um 40,0 millj. Í heildina hækkar rekstarkostnaður um 57,75 millj og verður áætlaður rekstrarafgangur samstæðureiknings 214,2 millj. Áætlun um framkvæmdir og fjárfestingar breytist ekki.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
6.Fjárhagsáætlun 2019
1806099
Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar 2019.
Ákveðið var að fela sveitarstjóra að undirbúa vinnu við lengri framtíðarsýn t.d. með svipaðri vinnu og Brúin til framtíðar var.
Ákveðið var að fela sveitarstjóra að undirbúa vinnu við lengri framtíðarsýn t.d. með svipaðri vinnu og Brúin til framtíðar var.
7.Bréf ellilífeyrisþega varðandi afslátt af fasteignaskatti
1807102
Lagt fram bréf ellilífeyrisþega varðandi reglur um afslátt af fasteignaskatti til handa ellilífeyrisþegum og öryrkjum og samanburð við reglur Reykjavikurborgar. Einnig var lagt fram minnisblað sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur tekið saman um málið þar sem gerður er samanburður á fyrrgreindum reglum milli fleiri sveitarfélaga.
8.Leigusamningar vegna Grunnskóla Borgarness
1807115
Lagðir fram samningar við Pétur Geirsson um leigu á Mjólkursamlaginu og Svannasveitina Fjólur um leigu skátahússins fyrir grunnskólanemendur fyrir næsta skólaár.
Byggðarráð samþykkti samningana.
Byggðarráð samþykkti samningana.
9.Innkaupamál
1807116
Rætt almennt um innkaupamál Borgarbyggðar, innkaupareglur og innkauparáð. Fyrir liggur að endurskoða þurfi innkaupareglur Borgarbyggðar og virkja innkauparáð.
Byggðarráð hvetur til að leitað sé leiða í þessu efni til að lækka innkaupsverð þar sem færi eru á.
Byggðarráð óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu innkaupamála á fundi sínum upp úr miðjum september.
Byggðarráð hvetur til að leitað sé leiða í þessu efni til að lækka innkaupsverð þar sem færi eru á.
Byggðarráð óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu innkaupamála á fundi sínum upp úr miðjum september.
10.Bréf íbúa Skeljabrekkubyggðar
1807119
Lagt fram bréf formanns félags frístundahúsaeigenda í Ytri-Skeljabrekkubyggð, dags. 26. júlí 2018, er varðar kröfur félagsins um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa á svæðinu. ´
Byggðarráð fól sveitarstjóra að svara erindinu.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að svara erindinu.
11.Atvinnu - og kynningarmál
1804071
Lögð fram drög að leigusamningi við Martins Millers Gin um Grímshúsið sem hafði verið þýddur á íslensku.
Byggðarráð lýsti yfir ánægju sinni með áhuga fyrirtækisins á að taka húsið til leigu til lengri tíma og ljúka endurgerð þess. Byggðarráð fól sveitarstjóra að annast framhald málsins hvað varðar samningagerð við MMG. Byggðarráð lagði áherslu á að vanda þyrfti ákvæði um leigutíma, leigukjör og hverjar yrðu skyldur sveitarfélagsins varðandi viðhald og umhverfi hússins á leigutímanum. Byggðarráð lagði einnig áherslu á að það væri Borgarbyggð sem færi með samningsumboð við MMG í þeim samningum sem framundan eru.
Byggðarráð lýsti yfir ánægju sinni með áhuga fyrirtækisins á að taka húsið til leigu til lengri tíma og ljúka endurgerð þess. Byggðarráð fól sveitarstjóra að annast framhald málsins hvað varðar samningagerð við MMG. Byggðarráð lagði áherslu á að vanda þyrfti ákvæði um leigutíma, leigukjör og hverjar yrðu skyldur sveitarfélagsins varðandi viðhald og umhverfi hússins á leigutímanum. Byggðarráð lagði einnig áherslu á að það væri Borgarbyggð sem færi með samningsumboð við MMG í þeim samningum sem framundan eru.
12.Örnefni á nýtt vatn
1807095
Í framhaldi af náttúruhamförunum í Hítardal hefur komið ábending frá Örnefnanefnd um að hefja þurfi undirbúning að því að gefa hinum nýju náttúrufyrirbærum nafn. Það er hlutverk sveitarstjórnar að gefa nýjum náttúrufyrirbærum nýtt nafn sbr. 7. gr. laga um örnefni nr. 22/2015.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að annast framvindu málsins í samvinnu við heimaaðila.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að annast framvindu málsins í samvinnu við heimaaðila.
13.Rallýkeppni um Kaldadal
1807134
Lagt fram erindi Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, dags. 20. júlí 2018, um leyfi til að nota Kaldadal og Skíðsholtaveg fyrir akstursleið í Rallý Reykjavík sem haldið verður dagana 23. - 25. ágúst n.k. Erindið hefur fengið leyfi frá Vegagerðinni.
Byggðarráð samþykkti að heimila akstur um Kaldadal en sveitarstjóra falið að kanna betur hvort hægt sé að veita leyfi fyrir akstri um Skíðsholtaveg.
Byggðarráð samþykkti að heimila akstur um Kaldadal en sveitarstjóra falið að kanna betur hvort hægt sé að veita leyfi fyrir akstri um Skíðsholtaveg.
14.Lundur lnr. 134345 - stofnun lóðar, Litlagerði
1807014
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júlí 2018, um umsókn Jóns Gíslasonar um stofnun lóðar.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
15.Beiðni um framkvæmdaleyfi til grjótnáms
1807137
Lagt fram erindi Landgræðslu ríkisins, dags. 31. júlí 2018, þar sem sótt er um um framkvæmdaleyfi til grjótnáms úr skriðunni í Hítardal.
Byggðarráð samþykkti erindið.
Byggðarráð samþykkti erindið.
16.Skipan stjórnar Faxaflóahafna
1807138
Rætt um skipan stjórnar Faxaflóahafna.
17.Bréf til byggðarráðs
1807139
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 5. júní, 2018 þar sem kemur fram ábending til Borgarbyggðar. Jafnframt var lagt fram svar Skipulagsstofnunar dags. 5. júní 2018 við bréfi sem lýtur að stjórnsýslu Borgarbyggðar. Í bréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin telur að það hafi dregist úr hófi að framkvæmda grenndarkynningu vegna Egilsgötu 6. Skipulagsstofnun kemur þeirri ábendingu á framfæri við Borgarbyggð að sveitarfélagið gæti framvegis að málshraða í málum sem lúta að grenndarkynningu. Fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar að Borgarbyggð lagði fram skýringar á töfum málsins í bréfi til Skipulagsstofnunar dags. 26. mars. sl. Þar kemur m.a. fram að tafir á grenndarkynningu eigi meðal annars rætur sínar að rekja í mikið annríki hjá starfsmönnum á umhverfis- og skipulagssviði, skipt hafi verið í tvígang á skömmum tíma um byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu sem og forstöðumann umhverfis- og skipulagssviðs.
Byggðarráð tekur undir að miklu varði að erindi sem varðar byggingar- og skipulagsmál séu afgreidd á eðlilegum málshraða eftir því sem unnt er. Til að styrkja stöðu umhverfis- og skipulagssviðs hefur starfsmönnum þess verið fjölgað og skipulagi sviðsins verður breytt. Vinnuumhverfi starfsfólks hefur einnig verið styrkt til að bæta nýtingu á vinnutíma þess s.s. með breyttu fyrirkomulagi á móttöku erinda og skipulögðum viðtalstímum.
Formaður byggðarráðs kynnti bréf dags. 12. júlí 2018 frá IKAN ehf.
Byggðarráð tekur undir að miklu varði að erindi sem varðar byggingar- og skipulagsmál séu afgreidd á eðlilegum málshraða eftir því sem unnt er. Til að styrkja stöðu umhverfis- og skipulagssviðs hefur starfsmönnum þess verið fjölgað og skipulagi sviðsins verður breytt. Vinnuumhverfi starfsfólks hefur einnig verið styrkt til að bæta nýtingu á vinnutíma þess s.s. með breyttu fyrirkomulagi á móttöku erinda og skipulögðum viðtalstímum.
Formaður byggðarráðs kynnti bréf dags. 12. júlí 2018 frá IKAN ehf.
18.Ljósleiðari í Borgarbyggð - verklýsing
1805208
Lögð fram tilboðsskrá og verklýsing vegna útboðs á ljósleiðaralögn.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að fela Ríkiskaupum að auglýsa útboð á verkinu.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að fela Ríkiskaupum að auglýsa útboð á verkinu.
Fundi slitið - kl. 10:55.
Byggðarráð ræddi erindið ítarlega og samþykkti að lokum eftirfarandi bókun:
„Í 1. mgr. 92. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir eftirfarandi um samvinnu sveitarfélaga:
„Tveimur eða fleiri sveitarfélögum er heimilt að hafa samvinnu sín á milli um framkvæmd afmarkaðra verkefna, enda mæli lög eða eðli máls því ekki í mót.“
Í 1. mgr. 94. gr. sömu laga segir:
„Sveitarfélögum er heimilt að stofna byggðasamlög sem taka að sér framkvæmd afmarkaðra verkefna þeirra, svo sem rekstur skóla eða brunavarnir.“
Í 96. gr. sömu laga segir sem hér segir:
„Sveitarfélög geta samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög.
Þegar sveitarfélag tekur að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög er heimilt að ákveða að þau sveitarfélög sem teljast kaupendur þjónustu tilnefni áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á fundi viðkomandi nefndar í því sveitarfélagi sem telst þjónustuveitandi þegar málefni samstarfsverkefnisins eru þar til umræðu.
Fulltrúar í sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem hafa falið öðru sveitarfélagi að annast fyrir sig afmörkuð verkefni samkvæmt þessari grein eiga sama rétt á aðgangi að gögnum og upplýsingum um það verkefni hjá því sveitarfélagi sem veitir þjónustuna og þeir hefðu ella haft skv. 28. gr.“
Ekki er farið hér nákvæmar út í texta sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um útfærslu á samvinnu milli sveitarfélaga, stofnun byggðasamlaga eða gerð samninga milli sveitarfélaga um framkvæmd einstakra verkefna. Það er þó fyrrgreindum lagagreinum sameiginlegt að ekki er í þeim að finna neinar takmarkanir á hvers eðlis þau verkefni eru sem sveitarfélag getur falið öðru sveitarfélagi að annast né eru settar neinar takmarkanir á þeim fjölda verkefna eða málaflokka sem eitt sveitarfélag nær samningum við annað sveitarfélag eða samstarfsvettvang sveitarfélaga að framkvæma.
Það er hins vegar kveðið skýrt á um hvaða aðgang það sveitarfélag, sem nær samningum við annað sveitarfélag að um að kaupa af því tiltekna þjónustu, hafi sama rétt að aðgangi að gögnum og upplýsingum þess sveitarfélags sem það kaupir þjónustuna af og þeir hefðu ella haft. (96. gr). Í lögunum er einnig kveðið á um að það sveitarfélag sem nær samningum við annað sveitarfélag um að kaupa af því tiltekna þjónustu hafi fullan aðgang að stjórnkerfi þjónustusala með setu áheyrnarfulltrúa í viðkomandi nefndum með málfrelsi og tillögurétt (96. gr).
Í þessu efni fara að mati byggðarráðs ekki saman réttindi og skyldur. Það er varla sjálfgefið að sveitarfélag, sem ekki hefur tök á að framkvæma lögbundin verkefni á eigin forsendum, hafi stjórnkerfislega aðkomu að stjórnkerfi þess sveitarfélags sem selur viðkomandi sveitarfélagi tiltekna þjónustu eða möguleika á aðgengi að öllum gögnum viðkomandi sveitarfélags vegna viðkomandi málaflokks eins og þeir hefðu ella haft. Til umhugsunar er hvort þetta fyrirkomulag samræmist nýjum persónuverndarlögum um aðkomu utanaðkomandi aðila að innri upplýsingum þjónustusalans.
Á undanförnum árum hefur farið fram nokkur umræða á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hvað sé sveitarfélag og hvaða kröfur eigi að gera til einstakra eininga í þessum hluta stjórnsýslunnar. Í því sambandi hefur meðal annars verið varpað fram spurningum í þá veru hvort sveitarfélag þurfi að geta annast framkvæmd tiltekinna málaflokka á eigin forsendum til að geta kallast sveitarfélag. Má þar til nefna fræðslumál sem dæmi. Að mati byggðarráðs er eðlilegt að umræða um þessa hlið málsins haldi áfram og sé leidd til lykta.
Að lokum bendir byggðarráð á að það er ekki sjálfgefið að samningar takist milli sveitarfélaga um að eitt sveitarfélag annist tiltekna þjónustu fyrir annað sveitarfélag. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er ekkert sem kveður á um skyldur eins sveitarfélags gagnvart öðru í þessum efnum.“