Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Malarvegir í Borgarbyggð - yfirlit
1808025
Framlagt yfirlit yfir malarvegi í Borgarbyggð sem unnið er upp úr upplýsingum Vegagerðarinnar. Sveitarstjóri fylgdi yfirlitinu eftir. Samtals eru 32 númeraðir malarvegir skráðir í Borgarbyggð sem eru um 320 km. að lengd. Byggðarráð telur mikilvægt að ræða þessa stöðu við hlutaðeigandi yfirvöld samgöngumála. Unnið verður áfram að málinu m.t.t. búsetu, skólaaksturs og atvinnuuppbyggingar.
2.Gunnlaugsgata 21 - niðurrif
1807077
Búið er að rífa húsið að Gunnlaugsgötu 21a og frágangur á lokastigi. Ekkert tilboð barst í húsið að Gunnlaugsgötu 21b. Samþykkt að auglýsa húsið til leigu, tímabundið, fram til næsta vors.
3.Straumfjörður lnr. 135948 - stofnun lóðar, Deildarás
1808021
Framlögð umsókn Óla Þórs Hilmarssonar um stofnun lóðar út úr jörðinni Straumfirði lnr. 135948.
Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.
4.Arnarflöt 4 - Umsókn um lóð
1807123
Framlögð umsókn Iðunnar Hauksdóttur, kt. 0410883629, Túngötu 22 Hvanneyri, um lóðina Arnarflöt 4, Hvanneyri. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti umsóknina.
5.Ljósleiðari Reykholt - Húsafell, framkvæmdaleyfi, umsókn
1808043
Framlögð umsókn Ferðaþjónustunnar Húsafelli ehf, kt. 660390-1039, um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara frá Reykholti í Húsafell. Erindinu vísað til umhverfis og skipulagsviðs til afgreiðslu. Ragnar Frank Kristjánsson sat fundinn undir þessum lið.
6.Rallýkeppni um Kaldadal
1807134
Framlögð umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um akstur um Skíðholtsveg nr. 537 í tengslum við rallýkeppni dagana 23. - 25. ágúst n.k. Byggðarráð veitir leyfi sitt til aksturs um Skíðholtsveg þar sem fyrirliggur samþykki ábúenda þeirra jarða sem búa við veginn. Skilyrði fyrir leyfisveitingunni er að veginum verði skilað í áþekku ásigkomulagi og hann var fyrir keppnina og verði í því sambandi heflaður ef þörf þykir.
7.Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum
1808027
Framlagður tölvupóstur frá SSV um námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum sem fyrirhugað er að halda 7. sept. n.k. Námskeiðið verður haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 10:00. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna námskeiðið fyrir sveitarstjórn og formönnum þeirra nefnda sem fara með stærstu málaflokka í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
8.Vegna Grunnskólans í Borgarnesi
1808041
Framlagt bréf Erindis - samtaka um samskipti og skólamál í tilefni aðkomu að starfi Grunnskólans í Borgarnesi s.l. vetur. Í bréfinu sem er dagsett þann 13. Ágúst 2018, kemur fram mikil ánægja með kynni samtakanna af hinu faglega starfi sem unnið er í Grunnskólanum í Borgarnesi. Viðmót kennara gagnvart nemendum og áhugi skólastjórnenda fyrir umbótum í skólastarfi vakti sérstakan áhuga þeirra. Byggðarráð þakkaði bréfið og lýsti ánægju sinni með það viðhorf sem kemur fram í því gagnvart því faglega starfi sem unnið er í Grunnskólanum í Borgarnesi og góðum anda á vinnustaðnum. Bréfinu er visað til fræðslunefndar.
9.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands - kynning
1706053
Framlagt kynningarefni vegna fundar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu þann 20. ágúst n.k. á Hvammstanga. Fulltrúar sveitarfélagsins munu sækja fundinn.
10.Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi
1712047
Framlagt kynningarefni vegna fundar um Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi sem haldinn verður í Borgarnesi þann 23.ágúst n.k. Byggðarráð hvatti til að fulltrúar sveitarfélagsins myndu sækja fundinn.
11.Húsafell - Framkvæmdaleyfi vegna snyrtingar á gömlu úrgangssvæði
1808046
Framlögð umsókn Þórðar Kristleifssonar vegna frágangs á gömlu úrgangssvæði í landi Húsafells. Vísað til umhverfis - og skipulagssviðs til afgreiðslu
12.Borgarbraut 55 lnr.135499 - lóðaleigusamningur og fleira
1804051
Staða mála við Borgarbraut 55 rædd. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi var bókað:
"Byggðarráð Borgarbyggðar vill koma því á framfæri að það er vilji af hálfu sveitarfélagsins til að ná samkomulagi við lóðarhafa á Borgarbraut 55 í þeirri stöðu sem nú er uppi, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Það kom m.a. skýrt fram í bréfi Borgarbyggðar sem sent var til lóðarhafa þann 30. júlí s.l. Í umræddu bréfi var leitast við að skýra réttarstöðu sveitarfélagsins og því lýst yfir að áhugi sé fyrir því að halda áfram samningsviðræðum. Einnig kemur fram að sveitarfélagið er reiðubúið til að útvega þeim nýja lóð eða lóðir undir rekstur þeirra og semja um forsendur þess að starfsemi þeirra verði flutt af Borgarbraut 55."
Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun: "Undirrituð fulltrúi framsóknarflokksins hvetur meirihlutann til að hundsa ekki samfélagslega ábyrgð sína. Framgangur Borgarbyggðar byggir á því að hér sé tryggt að fyrirtæki sjái tækifæri til vaxtar. Samskipti stjórnsýslunnar eiga að einkennast af trausti, sanngirni, samtali og virðingu. Ljóst er meirihluti sveitarstjórnar þarf að axla ábyrgð á því að samskipti lögfræðings Borgarbyggðar við lóðarhafa að Borgarbraut 55 hafi ekki verið fylgt eftir í samræmi við það sem var ákveðið eftir umræður á byggðarráðsfundi 19. júlí s.l. Mikilvægt er að sveitarstjórn starfi innan þeirra heimilda sem hún hefur, en gæti þess ávallt að stjórnsýslan fari ekki fram gagnvart fyrirtækjum og íbúum með drambsemi. Undirrituð tekur ekki þátt í aðför að atvinnulífinu í Borgarbyggð."
Tekið var fundarhlé.
Að afloknu fundarhléi var framlögð eftirfarandi bókun "Undirrituð vilja benda á það að allir fulltrúar í byggðarráði samþykktu að senda út umrætt bréf sem lagt var fyrir fund byggðarráðs þann 19. júlí síðastliðinn. Það var gert til að skýra lagalega stöðu sveitarfélagsins fyrir öllum aðilum í þeim viðræðum sem átt höfðu sér stað. Einnig var lögmanni sveitarfélagsins falið að hafa samband við lögmann lóðarhafa að Borgarbraut 55 til að undirstrika enn fremur samningsvilja sveitarfélagsins í málinu. Undirrituð ítreka þá afstöðu sína að til staðar sé fullur samningsvilji. Það er vilji allra að ásættanleg niðurstaða náist á milli aðila í málinu." (LBÁ, HLÞ, MSS).
Eftirfarandi var bókað:
"Byggðarráð Borgarbyggðar vill koma því á framfæri að það er vilji af hálfu sveitarfélagsins til að ná samkomulagi við lóðarhafa á Borgarbraut 55 í þeirri stöðu sem nú er uppi, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Það kom m.a. skýrt fram í bréfi Borgarbyggðar sem sent var til lóðarhafa þann 30. júlí s.l. Í umræddu bréfi var leitast við að skýra réttarstöðu sveitarfélagsins og því lýst yfir að áhugi sé fyrir því að halda áfram samningsviðræðum. Einnig kemur fram að sveitarfélagið er reiðubúið til að útvega þeim nýja lóð eða lóðir undir rekstur þeirra og semja um forsendur þess að starfsemi þeirra verði flutt af Borgarbraut 55."
Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun: "Undirrituð fulltrúi framsóknarflokksins hvetur meirihlutann til að hundsa ekki samfélagslega ábyrgð sína. Framgangur Borgarbyggðar byggir á því að hér sé tryggt að fyrirtæki sjái tækifæri til vaxtar. Samskipti stjórnsýslunnar eiga að einkennast af trausti, sanngirni, samtali og virðingu. Ljóst er meirihluti sveitarstjórnar þarf að axla ábyrgð á því að samskipti lögfræðings Borgarbyggðar við lóðarhafa að Borgarbraut 55 hafi ekki verið fylgt eftir í samræmi við það sem var ákveðið eftir umræður á byggðarráðsfundi 19. júlí s.l. Mikilvægt er að sveitarstjórn starfi innan þeirra heimilda sem hún hefur, en gæti þess ávallt að stjórnsýslan fari ekki fram gagnvart fyrirtækjum og íbúum með drambsemi. Undirrituð tekur ekki þátt í aðför að atvinnulífinu í Borgarbyggð."
Tekið var fundarhlé.
Að afloknu fundarhléi var framlögð eftirfarandi bókun "Undirrituð vilja benda á það að allir fulltrúar í byggðarráði samþykktu að senda út umrætt bréf sem lagt var fyrir fund byggðarráðs þann 19. júlí síðastliðinn. Það var gert til að skýra lagalega stöðu sveitarfélagsins fyrir öllum aðilum í þeim viðræðum sem átt höfðu sér stað. Einnig var lögmanni sveitarfélagsins falið að hafa samband við lögmann lóðarhafa að Borgarbraut 55 til að undirstrika enn fremur samningsvilja sveitarfélagsins í málinu. Undirrituð ítreka þá afstöðu sína að til staðar sé fullur samningsvilji. Það er vilji allra að ásættanleg niðurstaða náist á milli aðila í málinu." (LBÁ, HLÞ, MSS).
13.Fundargerðir 205. og 206. funda starfsmanna safnahúss
1808017
Framlagðar fundargerðir funda nr. 205 og 206 í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Fundi slitið - kl. 11:25.