Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

460. fundur 30. ágúst 2018 kl. 08:15 - 11:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Tilkynning um fund 31.8.2018

1808009

Lögð fram tilkynning um fund um þjóðlendur á vegum forsætisráðuneytisins sem haldinn verður í Borgarnesi 31. ágúst n.k. kl. 15:00. Sveitarstjórnarmenn og formenn fjallskilanefnda eru boðaðir til fundarins.

2.Samanburður á fasteignagjöldum heimila

1808158

Framlögð skýrsla frá Byggðastofnun um samanburð á fasteignagjöldum heimila. Með fasteignagjöldum er átt við fasteignaskatt, lóðarleigu, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjöld. Borgarnes er annað árið í röð með næst hæstu fasteignagjöld á landinu þegar gerður sem samanburður á sambærilegum grunni. Fráveitugjöld og vatnsgjöld sem greidd eru til Veitna ehf ráða þar mestu. Ljóst er að þessi gjöld eru þau hæstu á landinu hér í Borgarbyggð og því sanngirnismál að samræma gjaldskrár á starfssvæði Veitna. Aftur á móti hækkuðu fasteignagjöld í Borgarnesi einungis um 4% sem er með því minnsta sem gerðist á landinu á síðasta ári. Þegar fasteignaskatturinn, sem rennur til sveitarfélagsins, er metinn einn og sér, þá er Borgarnes um miðjan hóp sveitarfélaga. Álagningarhlutfall fasteignaskatts verður sérstakrar skoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Nánari upplýsingar er að finna á síðu byggðastofnunar https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/samanburdur-fasteignagjalda-heimila-arid-2018

3.Fjárhagsáætlun 2019

1806099

Undirbúningi fjárhagsáætlunar 2019 fram haldið. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri mætti til fundarins. Hann fór yfir það sem unnið hefur verið að til undirbúnings fyrir fjárhagsáætlun og hver næstu skref verða. Einnig mætti Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi hjá KPMG til fundarins til samtals um áframhald verkefnisins „Brúin til framtíðar“

4.Kynning á verkefni

1808186

Kynning á verkefni Sigursteins Sigurðssonar og Önnu Rúnar Kristbjörnsdóttur um kennileyti og áfangastað. Sigursteinn Sigurðsson og Anna Rún Kristbjörnsdóttir mættu til fundarins. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og fagnar frumkvæði þeirra og undirbúningi. Erindinu er vísað til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar til úrvinnslu.

5.Borgarbraut 55 - bréf 20.8.2018

1808065

Framlagt bréf lögfræðiþjónustunnar Advocatus slf. dags. 20. ágúst 2018 ásamt fylgigögnum varðandi málefni lóðarhafa að Borgarbraut 55. Byggðarráð ræddi efni bréfsins og bókaði eftirfarandi:
Sveitarstjóra falið að leita aðstoðar hjá lögmanni sveitarfélagsins við að vinna svar við erindinu sem lagt verði fyrir byggðarráð til áður en það er sent út.


6.Bréf He.V. v. starfsleyfi Borgarbraut 55.

1807136

Framlögð bréf heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna starfsleyfis Bifreiðaþjónustu Harðar að Borgarbraut 55. Eftirfarandi var bókað:

"Vegna afrits bréfs sem barst sveitastjóra dags 30. júlí 2018 og bréfs sem barst 28. ágúst, frá Heilbrigðiseftiliti Vesturlands vill byggðaráð árétta að mál er varðar starfsleyfi Bifreiðaþjónustu Harðar ehf. hefur aldrei fengið formlega umfjöllum af hálfu byggðaráðs eða sveitarstjórnar. Útgáfa starfsleyfa fyrirtækja af þessum toga er alfarið á ábyrgð heilbrigðiseftirlitsins.
Byggðaráð vill koma því á framfæri að það mun ekki gera athugasemd við að fyrirtækið fái að starfa meðan lóðaleigusamningur er í gildi svo fremi að starfsemin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hennar skv. öðrum lögum og reglugerðum. Byggðaráð telur rétt að óska eftir fundi sem fyrst með formanni heilbrigðisnefndar Vesturlands og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands".

7.Borgarbraut 57 - 59, bréf 20.8.2018

1808168

Framlagt bréf Nordik lögfræðiþjónustu dags. 20.ágúst.2018 varðandi Borgarbraut 57 - 59. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri og Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi mættu til fundarins. Samþykkt að fela umhverfis - og skipulagssviði að taka saman minnisblað um efni bréfsins. Í framhaldi af því verði bréfinu svarað og óskað eftir fundi með hlutaðeigandi.

8.Innleiðing í leikskólum vegna nýrra persónuverndarlaga

1808169

Framlagt bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 24. Ágúst, vegna innleiðingar ákvæða nýrra persónuverndarlaga í leikskólum. Vísað til fræðslunefndar.

9.Rafveita í hesthúsahverfinu í Borgarnesi

1808149

Framlagt erindi frá rafmagnsnefnd Hmf. Borgfirðings, dags. 22. Ágúst 2018, varðandi rafmagnsmál í hesthúsahverfinu í Borgarnesi. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.

10.Góð afkoma OR - fréttatilkynning

1808181

Framlögð tilkynning OR, dags. 28, ágúst 2018, um góða afkomu OR fyrstu sex mánuði ársins. Byggðarráð fagnar góðri afkomu fyrirtækisins og hvetur til að sterk rekstrarstaða fyrirtækisins verði nýtt til að lækka fráveitu- og vatnsgjald í Borgarbyggð eins og gert hefur verið hjá Reykjavíkurborg og Akranesi í kjölfar batnandi rekstrar.

11.Leikskólinn Hnoðraból - kynningarfundur

1808182

Umræða um kynningarfund v. Hnoðrabóls og Gbf - Kleppjárnsreykjadeild. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að finnan hentugan fundartíma í samráði við skólastjórnendur og fleiri hlutaðeigandi. Einnig leggur byggðarráð til að skipuð verði ný byggingarnefnd til að fylgja framkvæmdum eftir, á næsta fundi byggðarráðs þann 6. sept. Einnig leggur byggðarráð til að ráðinn verði sérstakur byggingarstjóri til að fylgja verkinu eftir.

12.Bréf íbúa við Stöðulsholt - hljóðveggur

1808183

Framlagt bréf íbúa við Stöðulsholt dags. 28.ágúst 2018 varðandi úrbætur á hljóðvist og öryggismálum við götuna Vísað til umhverfis, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

13.Skipulagsdagurinn 2018

1808174

Framlögð til kynningar auglýsing Skipulagsstofnunar um skipulagsdag 2018 sem haldinn verður þann 20. sept. n.k. Byggðarráð hvetur hlutaðeigandi aðila að sækja fundinn ef tök eru á.

14.Aðalfundur OR-Eigna ohf.

1808185

Framlögð tilkynning um aðalfund OR-eigna ohf. sem haldinn verður 11. sept. 2018

15.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlagðar fundargerðir byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi nr. 8 og 9.

16.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018

1801097

Fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 27.8.2018 lögð fram.

17.Fundargerð OR dags. 25.6.2018

1808184

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25.6.2018

18.Fundargerð frá 39 fundi stjórnar Grímshúsfélagsins

1808188

Franmlögð fundargerð 39. fundar stjórnar Grímshússfélagsins.

Fundi slitið - kl. 11:40.