Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

464. fundur 04. október 2018 kl. 08:15 - 11:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir liðum 1, 2 og 4.

1.Fjárhagsáætlun 2019

1806099

Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti stöðuna við vinnu að gerð fjárhagsáætlunar.

2.Fjárhagur 2018 - milliuppgjör 31.7.2018

1810009

Lagt fram milliuppgjör fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2018. Fulltrúi KPMG, Haraldur Ö. Reynisson, mætti til fundarins og skýrði helstu niðurstöður. Þær eru helstar að að tekjur A-hluta eru hærri fyrstu sjö mánuði ársins en áætlað var og gjöld eru lægri um sömu fjárhæð. Rekstrarniðurstaða er því um 200 m.kr. hagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir sömu mánuði.

3.Grímshús

1810012

Byggðarráð fór til fundar við stjórn Grímshússfélagsins í Grímshúsi. Þar afhenti stjórnin byggðarráði lykla að húsinu á formlegan hátt í framhaldi af því að hún hafði mælt með því að Borgarbyggð gengi til samninga við framleiðenda Martin Millers Gin (The Reformed Spirits Company ltd) um leigu á Grímshúsi undir starfsemi sína. Byggðarráð færði stjórn Grímshússfélagsins þakkir fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag við björgun og varðveislu hússins.

4.Tryggingar Borgarbyggðar

1810013

Byggðarráð ræddi stöðuna tryggingarmála í framhaldi af lokun á skrifstofu VÍS í Borgarnesi. Þar sem eitt af skilyrðum þess fyrir að gengið var til samninga við VÍS og tryggingar sveitarfélagsins var að tryggingarfélagið starfrækti skrifstofu í Borgarnesi telur byggðarráð að lokun skrifstofunnar jafngildi uppsögn samnings VÍS um tryggingar hjá Borgarbyggð. Byggðarráð fól sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasvið að annast framhald málsins.

5.Tilkynning um fund 31.8.2018

1808009

Lilja Björg Ágústdóttir fór yfir helstu atriði sem fram komu á fundi þann 31. ágúst sem forsætisráðuneytið hélt um þjóðlendumál.

6.Tilkynning um stjórnsýslukæru nr.93/2017. - Egilsgata 6.

1708122

Framlagður til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í stjórnsýslukæru nr.93/2017 þar sem byggingarleyfi fyrir Egilsgötu 6 er fellt úr gildi. Ástæða þess að byggingarleyfið var fellt úr gildi var að liðið hafði meir en ár frá því grenndarkynningu lauk þar til byggingarleyfi var gefið út. Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að lúkningu málsins.

7.Tilkynning um stjórnsýslukæru nr.158/2017 - Ikan ehf.

1801001

Framlagður til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála v. stjórnsýslukæru nr.158/2017 þar sem nefndin úrskurðar að Borgarbyggð skuli svara erindi frá Ikan ehf frá 10. október 2017 þar sem óskað var eftir tilteknum gögnum sem sneru að samskiptum Borgarbyggðar v. eigenda að Egilsgötu 6. Sveitarstjóri skýrði frá að umbeðin gögn hefðu verið póstlögð til Ikan ehf þann 31. október 2017 og teldist því erindi Ikan ehf frá 10. október 2017 hafa verið svarað innan eðlilegs tíma. Málsatvik hafa verið kynnt fyrir Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála, ásamt því að umbeðin gögn ásamt meðfylgjandi bréfi sem póstlagt var þann 31. október 2017 hafa verið send til nefndarinnar ásamt því að þau hafa verið send á nýjan leik til Ikan ehf í ábyrgðarpósti.

8.Umsókn um lóð - Berugata 3

1809129

Lagt fram til kynningar erindi Pálma Ingólfssonar f.h. Trésmiðju Pálma kt 590515-1130, dags. 24. september 2018, þar sem sótt er um lóð að Berugötu 3 til að byggja þar 3-5 íbúða raðhús á einni hæð, 80-100 m2 íbúðir. Byggðarráð vísaði erindinu til Umhverfis- og skipulagssviðs til áframhaldandi tæknilegrar úrvinnslu. Ekki er unnt að úthluta lóðinni að svo stöddu.

9.Þjóðlendukröfur - niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B

1611229

Lagt fram erindi frá Páli A. Pálssyni lögmanni sem farið hefur með forsvar f.h. Borgarbyggðar og Helgavatns í máli til ógildingar á úrskurði Óbyggðanefndar frá 11. október 2016. Páll hyggst láta af störfum vegna persónulegra aðstæðna. Hann leggur til að Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður hjá Pacta, sem hefur unnið með Páli að máli þessu, taki við málinu. PÁP mun verða honum til ráðgjafar ef þörf reynist. Fyrir liggur afstaða eigenda Helgavatns með tölvupósti frá 26. September 2018 þar sem þeir eru samþykkir fyrrgreindri tillögu. Byggðarráð samþykkti að Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður hjá Pacta, taki við málinu úr höndum Páls A. Pálssonar lögmanns.
GE situr hjá við afgreiðslu málsins.

10.Net - og símasamband í Hítardal

1810007

Lagt fram til kynningar erindi frá Finnboga Leifssyni, bónda í Hítardal, dags. 30. September 2018, ásamt meðfylgjandi ódagsettu bréfi frá Vodafone þar sem tilkynnt er að Vodafone muni leggja af þráðlaust fjarskiptakerfi Lofthraða/eMax um næstkomandi áramót. Afleiðing þess verður að Hítardalur verður án fjarskiptasambands í kjölfar þess. Ekki er kunnugt, enn sem komið er, um fleiri bæi í Borgarbyggð sem lenda í sömu stöðu vegna þessara breytinga. Með tilvísan til samnings sem gerður var um þessi mál á árinu 2004 við Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhrepp og Skorradalshrepp og ekki hefur verið sagt upp þá hefur sveitarstjóri ritað Vodafone bréf þar sem farið er fram á viðræður um þá stöðu sem upp kemur í kjölfar lokunarinnar.

11.Bifreiðaþjónusta Harðar Borgarbraut 55 - starfsleyfi

1809152

Lagt fram til kynningar erindi Heildbrigðisfulltrúa Vesturlands frá 28. September vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Bifreiðaþjónustu Harðar að Borgarbraut 55. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ítreka ósk byggðarráðs frá 30. ágúst sl. um fund vegna málsins með formanni Heilbrigðisnefndar Vesturlands og framkvæmdastjóra nefndarinnar.

12.Eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet ehf.

1809151

Lagt fram til kynningar erindi forstjóra Límtrés Vírnets frá 27. September sl. þar sem tilkynnt er að Hér með tilkynnist að Kristján Jóhannesson, kt. 210245-4489, hefur samþykkt að selja alla hluti sína í Límtré Vírnet ehf. (hér eftir nefnt "félagið"), til félagsins. Um er að ræða alls 200.000 hluti að nafnverði kr. 1 hver hlutur, sem jafngilda 0,15% af heildarhlutafé félagsins. Er kaupverðið kr. 3,00 á hlut og skal greiðast með reiðufé samhliða afhendingu hlutanna, sem fyrirhuguð er hinn 28. nóvember n.k. Samkvæmt 7. gr. samþykkta félagsins hafa aðrir hluthafar félagsins forkaupsrétt að fyrrnefndum hlutum, í réttu hlutfalli við hlutafjáreign. Tekið skal fram að lögum samkvæmt er einungis heimilt að nýta forkaupsrétt að því er varðar alla hina seldu hluti, en ekki einungis hluta þeirra. Af hálfu félagsins er þess vinsamlegast óskað að þeir hluthafar sem falla frá forkaupsrétti sínum vegna kaupanna tilkynni um það með tölvupósti til undirritaðs. Kjósi hluthafi hins vegar að neyta forkaupsréttar að hinum seldu hlutum skal viðkomandi tilkynna það stjórn félagsins innan tveggja mánaða frá dagsetningu tölvupósts þessa, þ.e. eigi síðar en 27. nóvember 2018, sbr. 7. gr. samþykkta félagsins. Byggðarráð samþykkti að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn.

13.Átak í söfnun og endurnýtingu raftækja

1810010

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ásta Kristínu Guðmundsdóttir, fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Sorpurðunar Vesturlands dags. 1. Október 2018, þar sem vakin er athygli á alþjóðlegu átaki um söfnun raftækja sem blásið verður til þann 13.október n.k. Byggðarráð þakkaði erindið og hvetur til þátttöku stofnana sveitarfélagins í fyrrgreindu átaki. Póstur þess efnis verður sendur forstöðumönnum stofnana.

14.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar

1807091

Lögð fram tilboð KPMG, VSÓ og Eflu í gerð húsnæðisáætlunar fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkti að taka tilboði KPMG þar sem það reyndist hagstæðast.
Til afgreiðslu sveitarstjórnar.

15.Ungmennaþing Vesturlands

1810015

Framlagður til kynningar tölvupóstur dags. 1. október frá framkvæmdastjóra SSV þar sem vakin er athygli á fyrsta ungmennaþingi sem haldið hefur verið á Vesturlandi. Þingið verður haldið á Laugum í Sælingsdal dagana 2. og 3. nóvember n.k. Sveitarstjórnarfulltrúum á Vesturlandi er boðið að taka þátt í dagskrá þingsins laugardaginn 3 nóvember. Byggðarráð hvatti til þátttöku kjörinna fulltrúa og/eða sveitarstjóra í þinginu. Erindið skal einnig kynnt í fræðslunefnd.

16.176. fundur sveitarstjórnar - breyttur fundartími

1810019

Vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður dagana 11. Og 12. Október n.k. samþykkir byggðarráð að breyta fundartíma næsta fundar sveitarstjórnar. Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 10. október n.k. kl. 16.

17.Frá nefndasviði Alþingis - 19. mál til umsagnar

1809146

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.

18.Frá nefndasviði Alþingis - 25. mál til umsagnar

1809156

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að kynna sér framlagt frumvarp og þær forsendur sem mikilvægar teljast í því sambandi.

19.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 262 og 263

1809135

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 262 og 263 lagðar fram.

20.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 1. fundar nýrrar byggingarnefndar Hnoðrabóls frá 25. sept. 2018

21.Fundur almannavarnanefndar 31. ágúst 2018

1810008

Framlögð fundargerð frá Almannavarnarnefnd Vesturlands dags. 31.8.2018 ásamt lista yfir nefndarmenn.

22.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018

1801097

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 1. okt. 2018

Fundi slitið - kl. 11:15.