Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

471. fundur 22. nóvember 2018 kl. 08:15 - 13:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019

1806099

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram yfirlit um þær tillögur að breytingum sem hafa verið lagðar fram á rekstraráætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Einnig var lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir árin 2019-2022 með tillögum að nokkrum breytingum frá fyrri umræð í sveitarstjórn. Byggðarráð ræddi framkomnar tillögur og vísaði þeim til áframhaldandi umræðu.

2.Verkefni og starfsmannamál í félagsþjónustu og barnavernd

1811007

Rætt um verkefni og starfsmannamál í félagsþjónustu og barnavernd. Erindinu var vísað til byggðarráðs á fundi sveitarstjórnar þann 8. nóvember sl. Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagssviði um kostnað við uppsetningu á jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang á Bjarnhólum. Fjárfestingarkostnaður við slíka stöð er áætlaður um 66 m.kr. Þá er rekstrarkostnaður ótalinn.

4.Arfleifð Þorsteins frá Hamri

1810062

Arfleifð Þorsteins skálds frá Hamri. Til fundarins mættu Ástráður Eysteinsson prófessor við HÍ, Laufey Sigurðardóttir, tónlistarmaður (ekkja Þorsteins), Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Hólmfríður Úa Matthíasdóttir, útgáfustjóri Forlagsins og Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður safnahúss. Á fundinum voru ræddar hugmyndir um hvernig minningu Þorsteins frá Hamri verði haldið haldið á lofti með verðugum hætti hér í sveitarfélaginu og leiðir að því marki. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samstarfi við forstöðumann Safnahúss Borgarfjarðar.

5.Ósmalaðar jarðir 2018

1810127

Framlagt svar við fyrirspurn Davíðs Sigurðssonar frá fundi sveitarstjórnar þann 8. Nóvember sl.
Svar: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefur verið er smölun heimalanda lokið á öllum þeim jörðum sem ábending barst um frá formanni Þverárréttarupprekstrar í október að smölun hefði ekki verið sinnt.“ Sveitarstjóri.

6.Snjómokstur í Borgarnesi 2018-2019, verðkönnun

1810196

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs um niðurstöður úr verðkönnun á snjómokstri í Borgarnesi. Óskað var eftir tilboðum frá JBH vélum ehf Borgarnesi, Davíð Ólafssyni Hvítárvöllum og Borgarverki ehf. Borgarnesi. JHB vélar ehf og Borgarverk ehf skiluðu inn tilboðum. Tilboð Borgarverks var lægra og er lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda. Byggðarráð samþykkti tillöguna og leggur hana fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Borgarverk ehf. um snjómokstur veturinn 2018 - 2019.
Umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefnd hefur samþykkt að snjómokstur verði boðinn út. Byggðarráð leggur áherslu á að farið verði í opið útboð á snjómokstri tímanlega fyrir næsta vetur.

7.Brákarbraut 25 - kauptilboð

1803052

Lagður fram kaupsamningur milli Borgarbyggðar, kt. 510689-2286, og Sigvaldasona ehf, kt. 680205-1670, um kaup Borgarverks á einu sperrubili í Brákarbraut 25. Kaupverðið hefur verið greitt. Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur hann fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

8.Samningur um útboðsvinnu v. ljósleiðara í Borgarbyggð

1811083

Lagður fram samningur milli Borgarbyggðar, kt. 510689-2286, og Ríkiskaupa, kt. 660169-4749, um vinnu Ríkiskaupa við framkvæmd útboðs á lagningu ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur hann fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

9.Samningur nr. 5234 - Ljósleiðari í Borgarbyggð

1811086

Lagður fram samningur milli SH leiðarans ehf, kt. 550904-2920, Austurmörk 7, Hveragerði, dags. 16. Nóvember 2918, og Borgarbyggðar, kt. 510689-2286, um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð. Samningurinn er að fjárhæð 774.861.244 kr. Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur hann fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Byggðarráð samþykkir einnig að sækja um styrki til Fjarskiptasjóðs í tengslum við að sjóðurinn hefur opnað fyrir umsóknir um styrki í átaksverkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2019. Byggðarráð felur sveitarstjóra að annast frágang umsóknar í samráði við Guðmund Daníelsson ráðgjafa. Ákvörðunin verður lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til staðfestingar.

10.Samningur um endurskoðun 19.11.2018

1811082

Lagður fram samningur milli KPMG ehf og Borgarbyggðar, kt. 510689-2289, dags. 19. Nóvember 2018, um endurskoðun fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur hann fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

11.Samningur við Vesturlandsstofu 16.11.2018

1811081

Lagður fram samningur milli Borgarbyggðar, kt. 510689-2289, og Vesturlandsstofu, kt. 420908-0240 um rekstur og þjónustu Upplýsingamiðstöðvar Vesturlands fyrir árið 2018. Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur hann fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

12.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - eftirlit

1810014

Lögð fram skjöl frá Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi, þar sem koma fram yfirlit um verkstöðu, tillaga að breytingu að áfangaskiptingu verksins og kostnaðarmat í því sambandi og greiðsluflæði í því sambandi. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

13.Samkomulag við Háskólann á Bifröst

1802079

Rætt um áherslur á íbúafundi á Bifröst þann 19. Nóvember sl. Lagt fram minnisblað frá fundi á Bifröst þann 25. Maí 2018 og samkomulag milli íbúasamtalkanna á Bifröst, Bifrastar og Borgarbyggðar frá því í febrúar 2015. Byggðarráð samþykkir að óska eftir endurskoðun á samkomulaginu frá 2015 í samræmi við ákvæði þar um.

14.Mannauðsmál

1810095

Rætt um stöðu mannauðsmála hjá Borgarbyggð. Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins.

15.Viðhald fasteigna 2019

1811084

Rætt um viðhald fasteigna á árinu 2019. Lagt fram yfirlit um áherslur í fyrirhuguðu viðhaldi á mannvirkjum Borgarbyggðar, kostnaðaráætlun einstakra verkþátta og hvar það verður unnið.
Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður eignasjóðs mætti til fundarins.

16.Aðalfundur Grundartanga ehf þróunarfélags 16.nóv. 2018

1810135

Kosning varamanns Borgarbyggðar í stjórn Þróunarfélagsins á Grundartanga. Byggðarráð samþykkti að Magnús Smári Snorrason yrði varamaður í stjórn Þróunarfélagsins og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

17.Varasjóður - Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017

1811072

Lagður fram tölvupóstur Varasjóðs húsnæðismála varðandi könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.

18.Götur og gangstéttir

1811046

Rætt um þörf á viðhaldi gatna og gangstétta í þéttbýli Borgarbyggðar. Byggðarráð óskaði eftir tillögum um forgangsröð á verkefnum.
Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið.

19.Unglingalandsmót 2021 eða 2022 - beiðni um stuðning

1811074

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra UMSB þar sem kemur beiðni um stuðning Borgarbyggðar til að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2021 eða árið 2022. Byggðarráð styður erindið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

20.Frá nefndasviði Alþingis - 45. mál til umsagnar

1811069

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt). Byggðarráð telur ekki tilefni til umsagnar.

21.Til umsagnar 40. mál frá nefndasviði Alþingis

1811070

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir). Byggðarráð telur ekki tilefni til umsagnar.

22.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Lögð fram fundargerð 21. verkfundar Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 13. nóvember sl.

23.Fundargerðir ráðningarnefndar 2018

1801097

Lögð fram fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 19. nóvember sl.

Fundi slitið - kl. 13:00.