Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2019
1806099
Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022. Framlögð skjöl vegna frágangs fjárhagsáætlunar fyrir tímabilið 2019 - 2022. Um var að ræða tillögur að gjaldskrárbreytingum, málaflokkayfirlit, framkvæmdaáætlun, áætlun fyrir A-hluta og A og B hluta svo og heildaryfirlit um markmiðssetningu, rekstur og efnahag sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára sem unnið er undir vinnuheitinu "Brúin til framtíðar". Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti framlögð gögn. Byggðarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun fyrir Borgarbyggð fyrir árin 2019-2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn á næsta fundi hennar sem haldinn verður þann 13. desember n.k.
2.Erindi til Borgarbyggðar vegna færslu á Golfskála
1803112
Erindi GB.
Framlögð áður fram komin umsókn Golfklúbbs Borgarness um fjárhagslegan stuðning við vegna framkvæmda á Hamarsvellinum sem tengjast samstarfi golfklúbbsins og Hótels Hamars. Erindinu er hafnað að svo stöddu. Fyrirhugað er að forma reglur um framkvæmdastyrki til félagasamtaka þar sem verður auglýst eftir umsóknum á árinu 2019.
GLE situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar í fyrri bókun vegna þessa máls.
GLE situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar í fyrri bókun vegna þessa máls.
3.Gæðamál - verkferlar
1810189
Framhald umræðu um gæðahandbók- og verkferla
Gæðamál - verkferlar. Framlagt minnisblað sveitarstjóra um undirbúning vinnu við skráningu verkferla og uppsetningu gæðahandbókar. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að halda áfram undirbúningi á grundvelli þeirra upplýsinga um verklag sem koma fram í minnisblaðinu.
4.Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar - endurskoðun
1808212
Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar
Endurskoðun á samþykktum um stjórn Borgarbyggðar rædd. Sveitarstjóri kynnti minnisblöð frá sviðsstjórum sem tekin voru saman í því sambandi. Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjórum og sveitarstjóra að fullvinna textann fyrir hvert svið og uppfæra í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir. Boðað verður til vinnufundar með sveitarstjorn að því loknu.
5.Húsafell 3 lnr. 134495 - stofnun lóðar, Katrínarhóll
1810104
Framlög umsókn um stofnun lóðar að Húsafelli 3, lnr. 134495, undir nafninu Katrínarhóll. Umsækjandi er ferðaþjónustan í Húsafelli ehf, kt. 660390-1039. Tengiliður er Pálmi Þór Másson, kt. 090278-4609. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi er meðmæltur umsókninni. Byggðarráð samþykkti umsóknina og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
6.Húsafell 3 lnr. 134495 - stofnun lóðar, Sjónarhóll
1810105
Framlög umsókn um stofnun lóðar að Húsafelli 3, lnr. 134495, undir nafninu Sjónarhóll. Umsækjandi er ferðaþjónustan í Húsafelli ehf, kt. 660390-1039. Tengiliður er Pálmi Þór Másson, kt. 090278-4609. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi er meðmæltur umsókninni. Byggðarráð samþykkti umsóknina og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
7.Signýjarstaðir lnr.134512 - stofnun lóðar, Signýjarstaðir I
1812002
Framlög umsókn um stofnun lóðar að Signýjarstöðum, lnr. 134512. Heiti nýrrar lóðar er Signýjarstaðir I. Umsækjandi er Páll H. Jónasson, kt. 061052-3139. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi er meðmæltur umsókninni. Byggðarráð samþykkti umsóknina og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
LBÁ víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
LBÁ víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
8.Signýjarstaðir lnr.134512 - stofnun lóðar, Signýjarstaðir III
1812003
Framlög umsókn um stofnun lóðar að Signýjarstöðum, lnr. 134512. Heiti nýrrar lóðar er Signýjarstaðir III. Umsækjandi er Páll H. Jónasson, kt. 061052-3139. Tengiliður er Arnþór Pálsson, kt. 120686-4369. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi er meðmæltur umsókninni. Byggðarráð samþykkti umsóknina og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
LBÁ víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
LBÁ víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
9.Stóri-Ás lnr. 134513 - stofnun lóðar, Áskot
1803097
Framlög umsókn um stofnun lóðar að Stóra Ási lnr. 134513. Heiti nýrrar lóðar er Áskot. Umsækjandi er Kolbeinn Magnússon, kt. 020258-7649. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi er meðmæltur umsókninni. Byggðarráð samþykkti umsóknina og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
10.Skipulag snjómoksturs
1802096
Framlögð fundargerð frá 23. Nóvember 2018 þar sem fundað var með snjómokstursfulltrúum Borgarbyggðar. Snjómokstursfulltrúar leggja til með bókun breytingu á reglum um snjómokstur sem samþykktar voru á sveitarstjórnarfundi þann 8. nóvember sl. Byggðarráð samþykkti að óska eftir fundi með snjómokstursfulltrúum á næsta fundi byggðarráðs.
11.Net - og símasamband í Hítardal
1810007
Framlagt til kynningar tilboð Vodafone til að halda netsambandi við Hítardal vegna fyrirhugaðrar niðurlagningar á emax/Lofthraða kerfinu um áramót. Byggðarráð samþykkti að vinna málið áfram.
12.Mál nr. 9305_2017 - Dalsmynni, fjallskil
1812009
Framlagt til kynningar álit Umboðsmanns Alþingis á úrskurði sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 30. Nóvember 2018 vegna kvörtunar Málfríðar Kristjánsdóttur Dalsmynni um álagningu fjallskilagjalds. Niðurstaða álits Umboðsmanns Alþingis er að hafna niðurstöðu úrskurðar Sýslumannsins á Vesturlandi í málinu. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ræða niðurstöðuna við lögmann sveitarfélagsins og sýslumannsembættið á Vesturlandi til að undirbyggja viðbrögð í málinu. Álitinu var einnig vísað til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
13.Syðri-Hraundalur II lnr.223296 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar
1812013
Framlögð ósk eigenda Syðri Hraundals II, Sjálfstæðs fólks ehf, um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á 50 ha. lands í landi Syðri Hraundals II. Byggðarráð vísaði erindinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar til umfjöllunar.
14.Breyting á gr. 7.3 í sameignarsamningi - tillaga
1812012
Framlög tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. nóvember 2018, þar sem lagt er til að stjórnarmenn og forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skuli ekki sitja í stjórnum dótturfélags eða hlutdeildarfélags. Byggðarráð samþykkti tillöguna og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
15.Umboð til kjarasamningsgerðar
1812035
Framlagt erindi, dags. 4. desember 2018, frá sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin yfirfari og endurnýi kjarasamningsumboð sín til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði sambandsins í tengslum við kjarasamningsviðræður sem framundan eru. Mikilvægt er að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi óskorað umboð til kjarasamninga. Byggðarráð samþykkti að endurnýja kjarasamningsumboð til handa Sambandi íslenskra sveitarfélaga og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
16.Tilnefning í stjórn Landbúnaðarsafns íslands
1812010
Framlagt erindi verkefnastjóra Landbúnaðarsafns Íslands ses., dags. 22. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir tilnefningum Borgarbyggðar um aðalmann og varamann hans í stjórn safnsins. Byggðarráð samþykkti að skipa Loga Sigurðsson sem aðalmann og Helga Hauk Hauksson sem varamann og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
17.Íþróttamaður Borgarbyggðar - tilnefning í valnefnd
1811146
Framlagt erindi UMSB um tilnefningu Borgarbyggðar á einum einstaklingi í valnefnd til útnefningu á íþróttamanni Borgarbyggðar. Byggðarráð tilnefndiGunnlaug A Júlíusson í valnefndina og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
18.Ályktun um öryggi í höfnum
1811158
Framlögð til kynningar ályktun 41. þings Hafnasambands Íslands, dags. 26. Nóvember 2018, þar sem vakin er athygli á nauðsyn þess að vinna áhættumat fyrir hafnir.
19.Eigendafundur OR 30.11.2018 - fundargerð
1812005
Lögð fram til kynningar fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var þann 30. Nóvember sl.
20.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 266 og 267
1811142
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 266 og 267.
21.Fundargerð_408_hafnasamband
1811157
Lögð fram til kynningar fundargerð 408 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var þann 23. Nóvember sl.
Fundi slitið - kl. 10:20.