Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

475. fundur 03. janúar 2019 kl. 08:15 - 09:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fulltrúi Borgarbyggðar í vatnasvæðanefnd - tilnefning

1812131

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og 6. gr. reglugerðar nr 935/2011 um stjórn vatnamála.
Byggðarráð samþykkti að tilnefna Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur í nefndina.

2.Trúnaðarlæknir Borgarbyggðar

1812137

Lagt fram minnisblað Ingibjargar Guðmundsdóttur mannauðsstjóra varðandi samning við trúnaðarlækni fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð frestaði afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir að mannauðsstjóri kynni efni minnisblaðsins.

3.Endurheimt Hítarár í eldri farveg

1812125

Lagt fram bréf stjórnar Veiðifélags Hítarár dags 18.12.2018 þar sem óskað er leyfa til að grafa í gegnum skriðu sem féll í Hítardal í sumar og endurheimta með því Hítará í sínum fyrri farvegi.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir verkfræðiskýrslu sem veiðifélagið hefur látið gera og óskar eftir áliti umhverfis- skipulags - og landbúnaðarnefndar um erindið.

4.Leigufélagið Bríet ehf - stofnun

1812126

Lagt fram til kynningar bréf Íbúðalánasjóðs dags. 17.12.2018 þar sem tilkynnt er um stofnun Leigufélagsins Bríet ehf sem mun yfirtaka eignarhald og rekstur á fasteignum Íbúðalánasjóðs um land allt.

5.Fossamelar - vegskering, framkvæmdaleyfi

1812100

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags 13.12.2018 þar sem tilkynnt er um áform um útvíkkun á skeringu við veg 508 Skorradalsvegur, í landi Syðstu-Fossa í Borgarbyggð. Ástæða framkvæmdarinnar er að í vissum veðurskilyrðum safnast snjór á veginn og munu þessar aðgerðir draga úr líkum að að það gerist.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gefa út leyfi vegna framkvæmdarinnar með fyrirvara um jákvæða umsögn skipulagssviðs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

6.Tilkynning um stjórnsýslukæru nr.158/2017 - Ikan ehf.

1801001

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem kveðinn var upp 20.12.2018 varðandi afhendingu gagna frá Borgarbyggð til Ikan ehf.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við úrskurð nefndarinnar.

7.Egilsgata 6 - 2018 byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn

1809143

Lög fram drög að svari Borgarbyggðar við bréfi IKAN ehf. frá 20.11.2018 vegna grenndarkynningar byggingarleyfis fyrir Egilsgötu 6. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda bréfið með áorðnum breytingum.

8.Fagráð Slökkviliðs Borgarbyggðar

1812133

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir Fagráð slökkviliðs Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkir erindisbréfið. Sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs falið að fylgja málinu eftir.

9.Öryggismyndavélar

1803134

Rætt um uppsetningu öryggismyndavéla. Byggðarráð mun óska eftir því að fá fulltrúa frá lögreglustjóraembættinu til viðræðna um málið.

10.Yfirlit útkalla 2018

1901005

Framlagt yfirlit slökkviliðsstjóra Slökkvliðs Borgarbyggðar yfir útköll á árinu 2018. Byggðarráð þakkar gott yfirlit.

11.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlögð fundargerð 25. verkfundar Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 18.12.2018

12.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 14.12. 2018 Fundur nr. 175

1812129

Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14.12.21018

Fundi slitið - kl. 09:55.