Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Umferð og öryggi
1901070
Umferðaröryggismál. Til fundarins mættu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri og Jón Sigurður Ólason yfirlögregluþjónn frá embætti Lögreglustjóra Vesturlands og Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri vegagerðarinnar. Rætt um umferðaröryggi í Borgarbyggð, eftirlitsmyndavélar, gerð hjólreiða- og göngustíga og fleira. Sviðstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið. Stefnt er að stofnun samstarfshóps Borgarbyggðar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar um umferðaröryggi sem fari yfir fyrirliggjandi gögn og útbúi aðgerðaráætlun sem komi til framkvæmda á vormánuðum. Rætt var um eftirlitsmyndavélar og fram kom jákvæð umsögn lögreglunnar um sambærileg verkefni. Áfram verður unnið að verkefninu í samstarfi við Lögreglustjóraembættið. Rætt um gerð göngustígs upp að Hamri sem verður gerður í samstarfi við Vegagerðina.
2.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
1901093
Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar, dags. 15. Janúar 2019, um samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa ásamt drögum að samningi þar um. Vísað til velferðarnefndar.
3.Borgarbraut 55 - bréf 20.8.2018
1808065
Framhald umræðu um Borgarbraut 55.
Skýrt frá óformlegum fundi fulltrúa í byggðarráði með lögmanni sveitarfélagsins um viðbrögð við bréfi Advocatus lögmanna frá 3. janúar 2019 vegna Borgarbrautar 55. Lögð fram drög að svarbréfi og lögmanni sveitarfélagsins í þessu máli falið að ganga frá bréfinu með hliðsjón af umræðu á fundinum.
4.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa
1812074
Lagt fram bréf Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, dags.8. janúar 2018, þar sem gerð er krafa um greiðslu hluta af kostnaði við girðingu sem girt var sl. sumar í landi Króks í Norðurárdal. Guðjóni Ármannssyni, lögmanni hjá LEX hefur verið falið að svara bréfinu. Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta á landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu s.s. vegna staðsetningar og gerðar girðingar.
5.Veðurmælingar á Borgarfjarðarbraut
1901116
Lagt fram erindi Jóns Ólafssonar, Báreksstöðum, dags. 18. Janúar 2019, þar sem hann vekur athygli á nauðsyn þess að koma upp vindhraðamælingum á þekktum roksvæðum við Borgarfjarðarbraut til að bæta umferðaröryggi. Byggðarráð þakkar góða ábendingu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
6.Tilkynning um breytingu á verðskrá
1901110
Lögð fram tilkynning Veita, dags. 10. Janúar 2019, um breytingu á gjaldskrá vegna kaupa á köldu vatni sem tekur gildi þann 1. Janúar 2020. Breytingin mun ekki hafa útgjaldaaukningu í för með sér. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs skýrði málið út. Byggðarráð fól fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn OR að kanna hvaða áhrif breytingar á gjaldskrá 2020 mun hafa á notendur í sveitarfélaginu.
7.Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna
1812146
Framlögð eftirlitsskýrsla Þjóðskjasafns um starfsemi hérðasskjalasafna, m.a. Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar.
Lagðar fram tvær skýrslur um starfsemi héraðsskjalasafna ásamt bréfi þjóðskjalavarðar dags. 18. Desember 2018. Um er að ræða skýrslu um stöðu héraðsskjalasafna á landinu annarsvegar og um stöðu Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar hinsvegar. Umfjöllun frestað og ákveðið að fá héraðsskjalavörð til fundar byggðarráðs á næsta fundi ráðsins til að ræða skýrsluna og stöðu safnsins.
8.Bréf til byggðarráðs
1807139
Lagt fram svar við kröfu IKAN ehf um endurupptöku erinda dags. 22. Mars 2018 og þann 22. Apríl 2018 sem hafnað hafði verið af byggðarráði. Byggðarráð hafnaði endurupptöku á fyrrgreindum erindum þar sem engar nýjar upplýsingar hafa verið lagðar fram og fól sveitarstjóra að svara erindinu.
9.Öldungaráð Borgarbyggðar_fundur 17.1.2019
1901128
Framlögð fundargerð Öldungaráðs Borgarbyggðar frá 17.1.2019.
10.215. fundur í Safnahúsi
1901095
Framlögð fundargerð 215. fundar starfsfólks í Safnahúsi Borgarfjarðar.
11.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir
1806018
Framlögð fundargerð 27. verkfundar Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 15.1.2019
12.Fundargerðir vinnuhóps um 3ja fasa rafmagn á Mýrum
1901111
Framlögð fundargerð 1. fundar stýrihóps um lagningu 3 fasa rafmagns á Mýrum frá 18.1.2019
Fundi slitið - kl. 10:50.