Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

478. fundur 31. janúar 2019 kl. 08:15 - 11:25 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa

1812074

Lögð fram drög að svarbréfi lögmanns Borgarbyggðar við kröfu lögmanns Gunnars Jónssonar í Króki um greiðslu hlutdeildar í girðingarkostnaði á við Hellisá. Byggðarráð samþykkti að fela lögmanni sveitarfélagsins í máli þessu að ganga frá bréfinu og senda það.

2.Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar - endurskoðun

1808212

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum Borgarbyggðar með áorðnum breytingum. Byggðarráð samþykkti að yfirfara og vinna fyrirliggjandi drög áfram með það að markmiði að hægt verði að leggja þau fram til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar n.k. Sveitarstjóra falið að boða til óformlegs vinnufundar þar sem drögin verða unnin áfram til endanlegrar niðurstöðu sem lögð verði fyrir næsta fund byggðarráðs. Einnig skal senda þau til sveitarstjórnarfulltrúa til yfirferðar.

3.Gæðamál - verkferlar

1810189

Framhald umræðu um gæðamál og verkferla
Byggðarráð ræddi aðgerðir í gæðastjórnun og yfirferð verkferla. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með Capasent og BSI.

4.Velferðarstefna Vesturlands

1901146

Lögð fram drög að velferðarstefnu Vesturlands sem unnin var af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi á síðastliðnu ári.Kveikjan að þessari vinnu var að fara yfir stöðuna á Vesturlandi og kanna hvað hægt væri að gera til að efla velferðarþjónustu á Vesturlandi og styrkja stöðu landshlutans gagnvart fjárveitingavaldinu.
Byggðarráð samþykkti að efna til opins íbúafundar um efni skýrslunnar og fá framkvæmdastjóra SSV til að kynna innihald hennar og þá vinnu sem að baki liggur. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að annast framkvæmd fundarins.

5.Undanþágulisti frá verkfalli

1901139

Lagður fram til kynningar listi, dags. 24. Janúar 2019, yfir þá starfsmenn Borgarbyggðar sem undanþegnir eru verkfallsrétti skv. 5. - 8. tl. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

6.Bændur græða landið 2018 - styrkbeiðni

1810187

Lögð fram beiðni frá héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Vesturlandi um styrk til verkefnisins „Bændur græða landið“. Byggðarráð hafnaði erindinu.

7.Fræðsluferð til Danmerkur 2019 - kynning

1901157

Lögð fram til kynningar dagskrá kynnisferðar til Danmerkur fyrir sveitarstjórnarfulltrúa sem fyrirhuguð er dagana 23. - 26. apríl n.k. Ferðin er skipulögð af SSV.

8.Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna

1812146

Umræður um stöðu héraðsskjalasafna á landsvísu og héraðsskjalasafns Borgarfjarðar í framhaldi af framlagningu úttektar Þjóðskjalasafns á stöðu héraðsskjalasafna sem kynnt var á fundi byggðarráðs þann 24. janúar sl. Héraðsskjalavörður Borgarbyggðar,Jóhanna Skúladóttir ásamt forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar, Guðrúnu Jónsdóttur sátu fundinn undir þessum lið. Kynntu þær helstu niðurstöður skýrslunnar ásamt starfsemi safnsins. Byggðarráð óskaði eftir minnisblaði um viðbrögð við úttekt Þjóðskjalasafns.

9.Úthlutun lóðar - Berugata 1-3

1901161

Framlagður listi með nöfnum umsækjenda um lóðina Berugötu 1-3
Lagðar fram umsóknir um áður auglýsta lóð að Berugötu 1-3 Borgarnesi. Alls bárust sex umsóknir um lóðina. Jón Eiríksson sýslufulltrúi mætti til fundarins og stjórnaði útdrætti um hver fyrrgreindra umsækjenda fengi lóðina. Þorvaldur Ásberg Kristbergsson var dreginn úr hópi umsækjenda. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni til Þorvaldar Ásbergs Kristbergssonar.

10.Skýrsla stjórnar Spalar hf 2018

1901156

Lögð fram til kynningar skýrsla stjórnar Spalar ehf dags. 20. Janúar 2019.

11.Boðun XXXIII. landsþing sambandsins

1901159

Lagt fram til kynningar boð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður föstudaginn 29. mars n.k. á Grand Hotel í Reykjavík.

12.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

1901147

Lagt fram kynningarefni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

13.Erindi til sveitarfélaga á starfssvæði Brákarhlíðar

1901145

Lagt fram erindi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar um viðbrögð við svari heilbrigðisráðuneytisins við erindi stjórnar Brákarhlíðar, dags. 13. Febrúar 2017, þar sem óskað er eftir fjölgun hjúkrunarrýma annarsvegar og hinsvegar breyttri samsetningu rýma í Brákarhlíð. Neikvætt svar ráðuneytisins barst þann 11. Janúar 2019. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir miklum vonbrigðum með þá afstöðu heilbrigðisráðuneytisins að hafna erindi stjórnar Brákarhlíðar um að fá leyfi til að fjölda hjúkrunarrýmum í dvalarheimilinu Brákarhlíð á þann hátt að nýta fyrirliggjandi húsnæði betur en nú er gert. Kostnaður við fyrirhugaðar breytingar skv. tillögu stjórnar Brákarhlíðar nemur einungis einum fjórða á hvert hjúkrunarrými samanborið við nýbyggingu. Niðurstaða ráðuneytisins að hafna erindinu með þeim rökum að Vesturlandið sé eitt best setta heilbrigðisumdæmi landsins hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma fær ekki staðist skoðun þar sem það segir ekkert til um stöðu mála hjá Brákarhlíð og í Borgarbyggð. Heilbrigðisumdæmi Vesturlands er mjög víðfeðmt. Aðgengi íbúanna að hjúkrunarrýmum er mjög mismunandi milli sveitarfélaga innan þess. Biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum í Brákarhlíð. Hann er bæði samsettur af þeim sem eru íbúar heimilisins á dvalarrýmum svo og af fólki utan þess. Rétt er að vekja athygli á að dvalartími íbúa hjúkrunarheimila verður sífellt styttri. Það gerist á sama tíma og biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Því er fyrir hendi mikil undirliggjandi þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta þörfum sífellt stækkandi hóps aldraðs fólks í sveitarfélaginu. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst verulega í stærstu byggðarkjörnum Vesturlands. Þessari þróun verður ekki mætt nema með markvissum aðgerðum svo sem að auka fjölda rýma á þann hagkvæmasta máta sem mögulegur er. Skorað er á heilbrigðisráðherra að endurskoða fyrrgreinda afstöðu sína og ganga til samstarf við hjúkrunarheimilið Brákarhlíð um að fjölga hjúkrunarrýmum á þann hagkvæmasta hátt sem mögulegt er.

14.Fundargerð stjórnar OR frá 17.12.2018

1901160

Framlögð fundargerð stjórnar OR frá 17.12.2018
Guðveig Lind Eyglóardóttir fór af fundi kl. 10:50

15.Fagráð Slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2019

1901163

Framlögð til kynningar 1. fundargerð fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar dags. 22. janúar 2019. Sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:25.