Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - eftirlit
1810014
2.Leikskólinn Hnoðraból - viðbygging Kleppjárnsr. - hönnun og ráðgjöf
1811128
Staða undirbúnings að framkvæmdum við leikskólann Hnoðraból. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið. Hann skýrði frá stöðu hvers verkþáttar og hvenær líklegt er að útboð framkvæmda geti farið fram.
Byggðarráð lýsir vonbrigðum með hvað undirbúningur fyrir útboð verksins gengur hægt og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að fylgja málinu fast eftir.
Byggðarráð óskar eftir að sviðsstjóri fjölskyldusviðs kanni þörf á endurnýjun búnaðar í skólanum í tengslum við þessar framkvæmdir.
Byggðarráð lýsir vonbrigðum með hvað undirbúningur fyrir útboð verksins gengur hægt og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að fylgja málinu fast eftir.
Byggðarráð óskar eftir að sviðsstjóri fjölskyldusviðs kanni þörf á endurnýjun búnaðar í skólanum í tengslum við þessar framkvæmdir.
3.Fundur um miðhálendisþjóðgarð
1902080
Lögð fram fundargerð frá kynningarfundi á Hvammstanga sem haldinn var með fulltrúum undirbúningsnefndar um stofnum miðhálendisþjóðgarðs á Hvammstanga þann 10. janúar sl. Einnig voru lögð fram önnur gögn frá fundinum sem varða málefnið. Farið var yfir umræður á kynningarfundi um verkefnið sem haldinn var í ráðhúsi Borgarbyggðar þann 15. febrúar s.l.
Byggðarráð samþykkti að halda kynningarfund um málið með landeigendum sem gætu átt aðkomu að málinu. Sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið falið að undirbúa fundinn.
Byggðarráð samþykkti að halda kynningarfund um málið með landeigendum sem gætu átt aðkomu að málinu. Sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið falið að undirbúa fundinn.
4.Bókun Húnavatnshrepps v. stofnunar miðhálendisþjóðgarðs
1902022
Lögð fram til kynningar bókun og greinargerð Húnavatnshrepps vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs dags. 31. janúar 2019.
Byggðarráð þakkar upplýsingar sem fram koma í erindinu.
Byggðarráð þakkar upplýsingar sem fram koma í erindinu.
5.Samráðsfundir fjögurra sveitarfélaga
1902079
Lagt fram til kynningar minnisblað sveitarstjóra frá samráðsfundi sveitarstjóra og fjármálastjóra Borgarbyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Norður Þing og Fljótsdalshéraðs sem haldinn var á Húsavík þann 11. janúar sl. Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði minnisblaðsins.
6.Hagvísir Vesturlands - fjármál sveitarfélaga
1902094
Lögð fram til kynningar skýrslan Hagvísar Vesturlands - fjármál sveitarfélaga -, sem unnin var af Vífli Karlssyni hagfræðingi hjá SSV. Í skýrslunni eru nokkrir fjárhagsmælikvarðar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi bornir saman við sömu mælikvarða hjá sambærilegum sveitarfélögum í öðrum landshlutum. Í lokin er hverju sveitarfélagi gefin heildareinkunn sem er samanburðarhæf milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að Borgarbyggð stendur að flestu leyti vel miðað við samanburðarsveitarfélög í öðrum landshlutum skv. þeim mælikvörðum sem notaðir eru í skýrslunni. Samanburðarsveitarfélög Borgarbyggðar eru Sveitarfélagið Skagafjörður, Norður Þing, Fljótsdalshérað, Grindavíkurbær og Ísafjarðarbær. Borgarbyggð kom 18% betur út en samanburðarsveitarfélögin í heildareinkunn og var með næst hæstu heildareinkunn af sveitarfélögum á Vesturlandi.
7.Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga
1902093
Lagt fram til kynningar 1. tbl. fréttabréfs Sambands íslenskra sveitarfélag á árinu 2019. Í fréttabréfinu eru dregnar saman niðurstöður úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2019.
Byggðarráð þakkar framkomnar og fróðlegar upplýsingar.
Byggðarráð þakkar framkomnar og fróðlegar upplýsingar.
8.Ljósleiðaramál
1902100
Lagt fram eftirfarandi tilboð frá Fjarskiptasjóði / Ísland ljóstengt 2020:
„Fjarskiptasjóður gerir Borgarbyggð (hér eftir: sveitarfélagi) eftirfarandi tilboð byggt á gögnum sem skilað var inn sem hluti af forvals gögnum í umsóknarferli Ísland ljóstengt 2019.
Heildar kostnaðaráætlun sveitarfélags hljóðar uppá 980.000.000 til að tengja yfir 500 styrkhæfa staði. Borgarbyggð hefur áður hlotið styrki uppá 69.111.000 þar af 41.911.000 frá Fjarskiptasjóði og 27.200.000 í formi byggðastyrks, til að tengja 95 staði. Því er dregið frá heildarkostnaðaráætlun 95*350.000 69.111.000 = 102.361.000. Því er upphæð sem liggur til grundvallar þessa tilboðs 877.639.000 vegna 440 styrkhæfra staða.
Ár 2019 165.819.188 kr
Ár 2020 160.000.000 kr
Ár 2020 180.780.812 kr."
Byggðarráð ræddi tilboðið. Sveitarstjóri skýrði frá samtali við framkvæmdastjóra sjóðsins um greiðslufyrirkomulag á fyrrgreindum styrkjum.
Byggðarráð samþykkti að ganga að tilboðinu og vísar því til sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.
„Fjarskiptasjóður gerir Borgarbyggð (hér eftir: sveitarfélagi) eftirfarandi tilboð byggt á gögnum sem skilað var inn sem hluti af forvals gögnum í umsóknarferli Ísland ljóstengt 2019.
Heildar kostnaðaráætlun sveitarfélags hljóðar uppá 980.000.000 til að tengja yfir 500 styrkhæfa staði. Borgarbyggð hefur áður hlotið styrki uppá 69.111.000 þar af 41.911.000 frá Fjarskiptasjóði og 27.200.000 í formi byggðastyrks, til að tengja 95 staði. Því er dregið frá heildarkostnaðaráætlun 95*350.000 69.111.000 = 102.361.000. Því er upphæð sem liggur til grundvallar þessa tilboðs 877.639.000 vegna 440 styrkhæfra staða.
Ár 2019 165.819.188 kr
Ár 2020 160.000.000 kr
Ár 2020 180.780.812 kr."
Byggðarráð ræddi tilboðið. Sveitarstjóri skýrði frá samtali við framkvæmdastjóra sjóðsins um greiðslufyrirkomulag á fyrrgreindum styrkjum.
Byggðarráð samþykkti að ganga að tilboðinu og vísar því til sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.
9.Gatnagerð í Bjargslandi
1902099
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. febr. 2019, vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar í Bjargslandi. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð tekur jákvætt í að hefja framkvæmdir við Birkiklett og vísar erindinu til frekari umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Byggðarráð tekur jákvætt í að hefja framkvæmdir við Birkiklett og vísar erindinu til frekari umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
10.Snjómokstur - minnisblað
1902090
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febr. 2019, um fyrirkomulag og framkvæmd snjómoksturs í Borgarbyggð á yfirstandandi vetri. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð óskar eftir að haldinn verður fundur með þeim aðilum sem koma að málinu og verkeferlar yfirfarnir.
Byggðarráð óskar eftir að haldinn verður fundur með þeim aðilum sem koma að málinu og verkeferlar yfirfarnir.
11.Málefni slökkviliðsins
1902092
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. febrúar 2019, vegna fyrirhugaðra kaupa á körfubíl frá Svíþjóð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Einnig var lögð fram ástandsskoðunarskýrsla (serviceprotokoll) um bílinn sem unnin var af fyrirtækinu Bronto Skylift. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð samþykkti að ganga til samninga um kaup á körfubílnum. Fjármögnun er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð samþykkti að ganga til samninga um kaup á körfubílnum. Fjármögnun er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
12.Vatnsveita á Varmalandi - minnisblað
1902091
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. febrúar 2019, um vatnsból í landi Stóru Grafar og vatnsveitu á Varmalandi. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að halda áfram undirbúningi að stofnun vatnsveitunnar.
Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að halda áfram undirbúningi að stofnun vatnsveitunnar.
13.Hótel Hamar og fráveita á svæðinu
1902062
Lagt fram bréf Juralis lögmannsstofu f.h. Hótel Hamars þess efnis að sveitarfélagið standi að gerð nýrrar rotþróar við Hótel Hamar eða sjái um að það verði tengt við fráveitukerfi.
Byggðarráð bendir á að Veitur ohf sjá um fráveitumál í Borgarbyggð og skal erindinu vísað þangað. Sveitarstjóra var falið að svara erindinu í samræmi við drög að bréfi sem kynnt var á fundinum.
Byggðarráð bendir á að Veitur ohf sjá um fráveitumál í Borgarbyggð og skal erindinu vísað þangað. Sveitarstjóra var falið að svara erindinu í samræmi við drög að bréfi sem kynnt var á fundinum.
14.Beigaldi, ný landareign
1902086
Lögð fram umsókn frá Árna Guðmundssyni, kt.300582-5759, um stofnun lóðar að Beigalda, lnr. 134998, að stærð 4560 m2. Nafn hinnar nýju lóðar verður Beigaldi 2. Eigandi Beigalda, Guðmundur Árnason, kt. 280158-4129, ritar undir sem eigandi. Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athagasemd við að neðangreind landareign verði stofnuð. Stofnun lóðar stangast ekki á við gildandi aðalskipulag. Umhverfi- og skipulagssvið leggur til að byggðarráð samþykki málið. Byggðarráð samþykkir stofnun lóðarinnar Beigaldi 2 á jörðinni Beigalda.
15.Lundar II, nýjar landareignir
1902085
Lögð fram umsókn Sigbjörns Björnssonar, kennitala; 141055-2169 að Lundum II, landnúmer. 134910, um stofnun eftirtalinna lóða; 1. Landareign undir starfsmannahús. 2. Landareign undir vinnustofu. 3. Landareign undir útleiguhús. Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athagasemd við að neðangreindar landareignir verði stofnaðar. Stofnun landaeigna stangast ekki á við gildandi aðalskipulag. Umhverfis- og skipulagssvið leggur til að byggðarráð samþykki málið.
Byggðarráð samþykkir stofnun fyrrgreindra lóða að Lundum II.
Byggðarráð samþykkir stofnun fyrrgreindra lóða að Lundum II.
16.Hjallastefnan - uppgjör v. breytinga á A deild
1902046
Lagt fram bréf frá lífeyrissjóðnum Brú, dags. 29. janúar 2019, þar sem kynnt er uppgjör vegna lífeyrisskuldbindinga vegna starfsmanna Hjallastefnunnar. Í bréfinu kemur fram að krafa á Borgarbyggð vegna fyrrgreindra lífeyrisskuldbindingar er 1.683.983 kr. vegna greiðslu í Varúðarsjóð og 5.657.641 kr. vegna greiðslu í Jafnvægissjóð. Samtals er hér um að ræða 7.341.624 kr. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs skýrði málið út.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir frekari upplýsingum varðandi málið áður en afstaða verður tekin.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir frekari upplýsingum varðandi málið áður en afstaða verður tekin.
17.Nordjobb sumarstörf 2019
1902021
Framlagt til kynningar bréf frá Nordjobb, dags. 1. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð taki tvo einstaklinga á aldrinum 18 - 30 ára sem eru á vegum Nordjobb í sumarvinnu.
Byggðarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra.
Byggðarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra.
18.Bændur græða landið 2018 - styrkbeiðni
1810187
Erindið „Bændur græða landið“ tekið aftur fyrir að beiðni sveitarstjórnar þar sem óskað var eftir rökstuðningi við afgreiðslu byggðarráðs frá fundi þess þann 31. janúar s.l.
Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir ánægju með þátttöku borgfirskra bænda í verkefninu „Bændur græða landið“. Góðan árangur verkefnisins má sjá víða. Það er hinsvegar vandséð að það sé hlutverk sveitarsjóðs að styrkja úrbætur á einkalandi, nema af því sé beinn samfélagslegur ávinningur fyrir íbúa sveitarfélagsins. Borgarbyggð lýsir sig hinsvegar yfir áhuga til þátttöku í landbótaverkefnum á afréttum og öðrum svæðum sem opin eru til samnýtingar.
Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir ánægju með þátttöku borgfirskra bænda í verkefninu „Bændur græða landið“. Góðan árangur verkefnisins má sjá víða. Það er hinsvegar vandséð að það sé hlutverk sveitarsjóðs að styrkja úrbætur á einkalandi, nema af því sé beinn samfélagslegur ávinningur fyrir íbúa sveitarfélagsins. Borgarbyggð lýsir sig hinsvegar yfir áhuga til þátttöku í landbótaverkefnum á afréttum og öðrum svæðum sem opin eru til samnýtingar.
19.Stefna v. Borgarbraut 57 - 59
1710066
Lagður fram dómur Héraðsdóms Vesturlands frá 11. febrúar 2019 í máli Húss og Lóða ehf gegn Borgarbyggð. Niðurstaða dómsins var að kröfu stefnanda var vísað frá dómi og Borgarbyggð að öðru leyti dæmd sýkn saka af kröfum stefnanda.
20.Mál nr. 9305_2017 - Dalsmynni, fjallskil
1812009
Lagt fram álit Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar eigenda Dalsmynnis í Norðurárdal í kjölfar úrskurðar sýslumannsins á Vesturlandi frá 16. mars 2017. Fjallskilanefnd Borgarbyggðar fjallaði um álit umboðsmanns Alþingis í máli þessu á fundi sínum þann 8. febrúar 2019. Fjallskilanefndin bókaði eftirfarandi: Umrætt mál beindist að úrskurði sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 16. mars 2017, þar sem staðfest var álagning stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps á fjallskilum fyrir umrædda jörð. Niðurstaða álits Umboðsmanns Alþingis var andstæð úrskurði Sýslumannsins á Vesturlandi. Niðurstaða umboðsmanns var á þá leið að kostnaður sem til fellur vegna fjallskila á afréttum og öðrum sumarbeitihögum verður því einungis lagður á þá aðila sem eiga rétt á slíkri þjónustu. Því skuli ekki greiða fjallskilagjald af umræddri jörð. Því leggur Fjallskilanefnd Borgarbyggðar fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar að farið skuli eftir áliti Umboðsmanns Alþingis vegna máls 9305/2017 um að ekki skuli lagt fjallskilagjald á viðkomandi jörð þar sem hún hafi ekki upprekstrarrétt á viðkomandi afrétti. Fjallskilanefnd Borgarbyggðar vekur í þessu sambandi athygli á að það er lögboðin skylda jarðeigenda að smala heimalönd sín og koma óskilafé til skilaréttar. Því lítur fjallskilanefnd Borgarbyggðar svo á að jarðir sem ekki eiga upprekstrarrétt á afrétt, skuli taka þátt í kostnaði við viðhald skilaréttar, hvort sem á þeim jörðum er búrekstur eða ekki. Ekki var fjallað um þessa hlið málsins í áliti Umboðsmanns Alþingis né í dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-15/2016.
Byggðarráð tekur undir niðurstöðu fjallskilanefndar Borgarbyggðar í máli þessu og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð tekur undir niðurstöðu fjallskilanefndar Borgarbyggðar í máli þessu og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
21.Fundargerðir ráðningarnefndar 2019
1902083
Lögð fram til kynningar fundargerð ráðningarnefndar frá 18. febrúar sl.
22.Þróun staðgreiðslu
1902105
Lögð fram tvö minnisblöð sveitarstjóra. Annað fjallar um þróun staðgreiðslu sveitarfélaga á árunum 2014 - 2018. Þar kemur fram að staðgreiðsla í Borgarbyggð hefur hækkað um 55% á fyrrgreindu tímabili. Borgarbyggð er í 12. sæti sveitarfélaga á landinu um hækkun staðgreiðslu á fyrrgreindum árum. Á síðara minnisblaðinu koma fram upplýsingar um þróun fasteignaverðs í Borgarnesi á árunum 2016 - 2018. Þar kemur fram að meðalverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað úr 24.2 m.kr. á árinu 2016 í 37,4 m.kr. á árinu 2018. Meðalverð íbúða hefur hækkað um 54,4% á tímabilinu en meðalverð á hvern m2 hefur hækkað um 37,1%.
23.Starfsmannahandbók
1902108
Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra um gerð starfsmannahandbókar dags. 19. febrúar 2019 ásamt þremur köflum úr starfsmannahandbókinni sem fjalla um „Virðingu og góð samskipti á vinnustað“, „starfsmannasamtöl“ og „starfsþróunaráætlanir“.
Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð samþykkti að vísa þessum þremur köflum starfsmannahandbókarinnar til staðfestingar sveitarstjórnar.
Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð samþykkti að vísa þessum þremur köflum starfsmannahandbókarinnar til staðfestingar sveitarstjórnar.
24.Frá nefndasviði Alþingis - 495. mál til umsagnar
1902030
Lagt fram til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
25.Frá nefndasviði Alþingis - 509. mál til umsagnar
1902031
Lagt fram til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
26.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir
1806018
Lögð fram fundargerð 30. verkfundar vegna Grunnskólans í Borgarnesi frá 29. janúar 2019.
27.Kleinufundur slökkviliðs
1902032
Lögð fram fundargerð „Kleinufundar“ slökkviliðs Borgarbyggðar frá 7. febrúar sl.
28.Faxaflóahafnir - stjórnarfundur nr. 177
1902081
Lögð fram fundargerð 177 fundar stjórnar Faxaflóahafa frá 15. febrúar 2019.
Fundi slitið - kl. 12:15.
Byggðarráð óskar eftir að allur kostnaður við verkið verði tekinn saman og kynntur á fundi byggðarráðs þegar hann liggur fyrir.