Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Málefni slökkviliðsins
1902092
2.Örnefnanefnd_Umsögn um nafn á náttúrufyrirbæri Hítardal
1902138
Lagt fram bréf Örnefnanefndar dags. 18. febrúar 2019, sem varðar örnefni sem tengjast framhlaupinu í Hítardal frá því í júlí 2018. Örnefnanefnd samþykkir örnefnið „Skriðan“ á framhlaupið. Áður hafði Örnefndanefnd samþykkt örnefnið „Bakkavatn“ á vatn það sem myndaðist við ofanvert framhlaupið þar sem það stíflaði Hítará.
Byggðarráð samþykkir fyrrgreind örnefni og leggur á ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Að aflokinni afgreiðslu sveitarstjórnar skal senda fyrrgreindar tillögur að örnefnum til mennta- og menningarmálaráðuneytisins til endanlegrar staðfestingar.
Byggðarráð samþykkir fyrrgreind örnefni og leggur á ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Að aflokinni afgreiðslu sveitarstjórnar skal senda fyrrgreindar tillögur að örnefnum til mennta- og menningarmálaráðuneytisins til endanlegrar staðfestingar.
3.Fjallskilagjald 2018 - Hamar
1812043
Lagt fram erindi eigenda Hamars í Þverárhlíð frá 17. nóvember sl. varðandi greiðslu fjallskilagjalds vegna jarðarinnar. Einnig var framlögð bókun Fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá 8. febrúar 2019. Fjallskilanefnd Borgarbyggðar vísar í bókun sinni í álit Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9305/2017 dags. 30. nóv. 2018, en þar segir: „Í úrskurði Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 16. mars 2017 var á því byggt að ákvæði síðari málsliðar 42.gr. laga nr. 6/1986 yrði ekki skilið á annan veg en þann að það, hvort á jörð væri einhver búrekstur eða ekki, skipti ekki máli varðandi álagningu samkvæmt því. Engu skipti hvort jörð væri nýtt til búreksturs eða ekki eða hvort jörðin nýtti afréttinn að einhverju leyti eða engu. Ég tel ekki tilefni til athugasemda við þessa niðurstöðu enda er hún í samræmi við það álit mitt frá 12. september 2000 í máli nr. 2638/1999 að heimildin til álagningar fjallskilagjalds tæki til þeirra sem ættu upprekstrarrétt á afrétt eða annað sameiginlegt sumarbeitiland sem fjallskilin tækju til. Þá skipti ekki máli hvort þessi réttur er nýttur eða ekki. Í tilvikum þeirra jarðareiganda sem ekki væru með bústofn og gætu því ekki nýtt þennan rétt sinn væri um að ræða geymdan rétt, ef svo mætti að orði komast. Rétturinn yrði virkur þegar stofnað væri til búfjárhalds á jörðinni." Fjallskilanefnd Borgarbyggðar telur því rétt að hafna fyrrgreindu erindi um niðurfellingu fjallskilagjalds á jörðina Hamar í Þverárhlíð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Málinu var vísað til byggðarráðs á fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar til frekari umfjöllunar.
Byggðarráð tekur undir þau rök sem koma fram í bókun fjallskilanefndar Borgarbyggðar fyrir að hafna skuli erindi um niðurfellingu fjallskilagjalds á jörðina Hamar í Þverárhlíð. Byggðarráð hafnar því fyrrgreindu erindi um niðurfellingu fjallskilagjalds á jörðina Hamar í Þverárhlíð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Málinu var vísað til byggðarráðs á fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar til frekari umfjöllunar.
Byggðarráð tekur undir þau rök sem koma fram í bókun fjallskilanefndar Borgarbyggðar fyrir að hafna skuli erindi um niðurfellingu fjallskilagjalds á jörðina Hamar í Þverárhlíð. Byggðarráð hafnar því fyrrgreindu erindi um niðurfellingu fjallskilagjalds á jörðina Hamar í Þverárhlíð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
4.Kárastaðir - uppsögn á leigusamningum
1902170
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi leigu á Kárastöðum.
Byggðarráð samþykkti að fela Inga Tryggvasyni hrl að meta mögulegt söluverð á fasteignum á Kárstöðum og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að ræða við leigutaka og skýra stöðu málsins.
Byggðarráð samþykkti að fela Inga Tryggvasyni hrl að meta mögulegt söluverð á fasteignum á Kárstöðum og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að ræða við leigutaka og skýra stöðu málsins.
5.Hús & Lóðir ehf - bréf frá lögmanni 20.02.2019
1902123
Lagt fram erindi frá Drangi lögmönnum, dags. 20. febrúar 2019, vegna kostnaðar við lagningar snjóbræðslukerfis undir gangstétt fyrir framan Borgarbraut 57 og 59. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samvinnu við sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið.
6.Borgarbraut 57-59 - Bréf v. frárennslis
1902181
Lagt fram erindi frá Drangi lögmönnum, dags. 20. febrúar 2019, vegna kostnaðar við jarðvinnu við tengingar frárennslislagna utan lóðarmarka við Borgarbraut 57-59. Erindið er sent á Borgarbyggð og Veitur ohf. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig hafi verið samið um gjaldtöku og kostnað milli Borgarbyggðar og Veitna ohf vegna tenginga frá götulögn inn fyrir lóðarmörk. Sveitarstjóri upplýsti að óskað hefur verið eftir fundi með forsvarsmönnum Veitna ohf vegna málsins. Tímasetning liggur ekki fyrir. Fengist hefur framlenging á fresti til að skila umbeðnum upplýsingum.
7.Húsvörður í Hjálmakletti
1902159
Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra um auglýsingu á stöðu umsjónarmanns með Hjálmakletti. Í minnisblaðinu er opnað á möguleika á að auka svigrúm til markaðssetningar á Hjálmakletti.
Byggðarráð samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
Byggðarráð samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
8.Málefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
1902169
Nýráðinn rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, kom til fundar byggðarráðs. Rætt var um ýmis málefni sem
tengjast LBHÍ og samstarfi Borgarbyggðar og LBHÍ.
tengjast LBHÍ og samstarfi Borgarbyggðar og LBHÍ.
9.Erindi Ikan ehf dags 24.02.'19
1902146
Lögð fram erindi Ikan ehf, dags. 20. nóvember sl. og 24. febrúar sl. vegna Egilsgötu 6.
Erindið verður tekið fyrir á næsta fundi umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar og samþykkti byggðarráð að fela Ómari K. Jóhannessyni hjá Pacta lögmönnum að svara erindinu að loknum þeim fundi.
Erindið verður tekið fyrir á næsta fundi umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar og samþykkti byggðarráð að fela Ómari K. Jóhannessyni hjá Pacta lögmönnum að svara erindinu að loknum þeim fundi.
10.Ábyrgðargjald Orkuveitu Reykjavíkur 2019
1902117
Lögð fram skýrsla, dags, 20. febrúar sl. sem Summa hefur unnið um innheimtu ábyrgðargjalds vegna Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2019. Ábyrgðargjaldið fyrir árið eru 73 pkt. sem leggst á lán að fjárhæð 98,9 ma.kr. Það er áþekk fjárhæð og á fyrra ári. Ábyrgðargjald sem Borgarbyggð fær greitt vegna bakábyrgðar á lánum OR verður því tæpar 7.0 m.kr. Lán með bakábyrgð eigenda OR hafa lækkað úr 147,1 ma.kr. á árinu 2015 niður í 98.9 ma.kr. við árslok ársins 2018.
Byggðarráð samþykkti framlagða fjárhæð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkti framlagða fjárhæð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
11.Stefnumótun í málefnum barna, endurskoðun á f félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi
1902135
Framlagt til kynningar bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 22. febrúar 2019, um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð þeirra og þjónustu. Bréfið á brýnt erindi til allra í landinu sem sinna þjónustu við börn með einum eða öðrum hætti.
Byggðarráð þakkaði upplýsingar frumkvæði um þetta mikilvæga mál.
Byggðarráð þakkaði upplýsingar frumkvæði um þetta mikilvæga mál.
12.Boð á sambandsþing UMSB
1902131
Lagt fram boð UMSB á ársþing sambandsins sem haldið verður í Brautartungu í Lundarreykjadal þann 6. mars 2019.
Byggðarráð hvatti fulltrúa sveitarfélagsins að mæta til þingsins og fól sveitarstjóra að flytja ávarp á þinginu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð hvatti fulltrúa sveitarfélagsins að mæta til þingsins og fól sveitarstjóra að flytja ávarp á þinginu fyrir hönd sveitarfélagsins.
13.Úrskurður ÚUA - mál nr.140_2017
1902121
Framlagður til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála dags. 19. febrúar 2019, þar sem eigendur Hlöðutúns gerðu kröfu um að fellt verði úr gildi útgefið byggingarleyfi byggingarfulltrúans í Borgarbyggð vegna sumarhúss á lóð 15B í landi Arnarholts. Niðurstaða nefndarinnar var að hafna kröfu eigenda Hlöðutúns.
14.Frumvarp um skipta búsetu barna
1902132
Lagt fram til kynningar frumvarp dómsmálráðuneytisins til breytinga á barnalögum nr. 76/2003 og fleiri lögum (skipt búseta og meðlag) á samráðsgátt stjórnarráðsins. Þær breytingar sem lagðar eru til á barnalögum snúa að því að lögfesta ákvæði um heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Einnig eru lagðar til umfangsmiklar breytingar á ákvæðum laganna um framfærslu barns og meðlag. Þá eru lagðar til breytingar á öðrum lögum, sem heyra undir mismunandi ráðuneyti, og snúa að því að ná fram tilteknum réttaráhrifum vegna skiptrar búsetu barns auk breytinga á ákvæðum um meðlag.
Byggðarráð fagnaði frumvarpinu og fól sveitarstjóra að senda umsögn þess efnis.
Byggðarráð fagnaði frumvarpinu og fól sveitarstjóra að senda umsögn þess efnis.
15.Viðræður við Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis
1902183
Á fundinn mættu Anna Kristín Gunnarsdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir og Rósa Jónsdóttir fulltrúar Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis til viðræðna um málefni svæðisins.
Byggðarráð þakkar fyrir góðar viðræður og vonast eftir frekari samstarfi í framhaldinu.
Byggðarráð þakkar fyrir góðar viðræður og vonast eftir frekari samstarfi í framhaldinu.
16.Frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
1902173
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. febrúar sl. um drög mennta- og menningarmálaráðuneytisins að frumvarpi til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á samráðsgátt stjórnarráðsins. Í kynningu á frumvarpinu segir m.a. að ráðgert sé að eitt leyfisbréf til kennslu verði gefið út hér á landi í stað þriggja. Einnig að lögfest verði í fyrsta sinn hér á landi ákvæði um hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við ábyrgð þeirra í starfi. Frumvarpið er talið mikilvægt skref í þá átt að tryggja betur en nú er réttindi og starfsöryggi kennara óháð skólastigum.
17.217. fundur í Safnahúsi
1902110
Lögð fram til kynningar 217. fundargerð Safnahúss frá 19. febrúar sl.
18.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag
1902133
Lögð fram til kynningar 12. fundargerð stýrihóps um Heilsueflandi samfélags dags. 20. febrúar 2019.
19.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir
1810004
Lögð fram fundargerð 6. fundar byggingarnefndar leikskólans að Hnoðrabóli, dags. 2. febrúar 2019.
20.Fundargerð_410_hafnasamband
1902130
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 410 frá Hafnasambandi Íslands, dags. 15. febrúar sl.
Fundi slitið - kl. 10:25.
Byggðarráð samþykkti að kaupa umræddan bíl fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar og leggur þá afgreiðslu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupanna.