Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

482. fundur 07. mars 2019 kl. 08:15 - 12:35 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Landbúnaður og náttúruvernd - Mýrar Borgarbyggð

1902178

Lagt fram bréf Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dags. 25. febrúar 2019, þar sem kynnt er hugmynd verkefni að verkefni þar sem kannaðir verða möguleikar á náttúruvernd á landbúnaðarsvæðum. Sveitarstjóra falið að fá nánari upplýsingar um möguleg tengsl sveitarfélagsins við slíkt verkefni.

2.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

1902047

Lagt fram ódagsett bréf Íbúðarlánasjóðs þar sem kynnt er að farið er fram á að þau sveitarfélög sem ekki hafi lokið gerð húsnæðisáætlunar sendi fyrstu drög til Íbúðarlánasjóðs eigi síðar en 1. mars ár hvert.

3.Erindisbréf atvinnu, markaðs- og menningarmálanefndar

1903007

Framlögð fyrstu drög að erindisbréfi fyrir Atvinnu- markaðs- og menningarmálanefnd. Einnig voru lögð fram erindisbréf annarra fastanefnda Borgarbyggðar. Ákveðið að yfrfara erindisbréf allra fastanefnda sveitarfélagsins og leggja fyrir fund byggðarráðs 21. mars. n.k.

4.Markaðs - og kynningarmál 2019

1903008

Markaðs og kynningarmál fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð ræddi um fyrirhuguð verkefni sem tengjast markaðs - og kynningarmálum fyrir Borgarbyggð og forgangsröðun í þeim efnum. Byggðarráð leggur til við sveitarstjorn að ráðinn verði inn verkefnastjóri, tímabundið, til að vinna að markaðs - og kynningarmálum í samstarfi við atvinnu - markaðs og menningarmálanefnd.

5.Mál nr. 9936_2019 - Kvörtun ÞMÁ

1901083

Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis þar sem tilkynnt er um lok máls.
Lagt fram til kynningar bréf umboðsmanns Alþingis, dags. 27. febrúar 2019, þar sem umboðsmaður tilkynnir að hann hafi lokið afskiptum af máli sem tengist kvörtun Ikan ehf til embættisins, dags. 29. desember 2018, um að erindi Ikan ehf frá 12. Júlí 2018 hafi ekki verið svarað.

6.Úrsögn úr sveitarstjórn

1902199

Framlagt bréf Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, dags. 28. febrúar 2019, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem kjörinn aðalfulltrúi í sveitarstjórn Borgarbyggðar sökum brottflutnings úr sveitarfélaginu. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að Sigríði Júlíu verði veitt lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Borgarbyggðar til loka kjörtímabilsins.
Sigríður Júlía vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

7.Kynning á forvarnar - fræðsluverkefni

1902194

Til fundarins mætti Guðný Jóna Guðmarsdóttir. Hún kynnti hugmynd að forvarnar- og fræðsluverkefni sem tengist heilsueflandi samfélagi og beinist sérstaklega að andlegri líðan fólks. Byggðarráð þakkar góða kynningu á verðugu málefni og leggur til að verkefnið verði kynnt fyrir stýrihópi um heilsueflandi samfélag m.t.t. mögulegs samstarfs.

8.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar

1807091

Til fundarins mætti Guðmundur Pálsson, starfsmaður KPMG. Hann kynnti þá niðurstöður þeirrar vinnu hefur verið við húsnæðisáætlun fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð hvetur kjörna fulltrúa að kynna sér vel efni draganna og verður áætlunun tekin til umræðu á fundi sveitarstjórnar.

9.Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar

1903002

Framlagt til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. Febrúar 2019, þar sem kynnt er samstarfsverkefni milli Akureyrarkaupstaðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráðsverkefni. Þremur sveitarfélögum til viðbótar er gefinn kostur á að taka þátt í þessu verkefni. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k. Byggðarráð hvatti til að sækja um þátttöku í verkefninu og felur nýrri atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd að fylgja málinu eftir.

10.Almannavarnanefnd - starfsmaður

1810039

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli sveitarfélaga á Vesturlandi um ráðningu starfsmanns í tímabundið starf fyrir Almannvarnarnefnd Vesturlands. Starf verkefnisstjóra hefst í 1. júní 2019 og mun ljúka 31 maí 2020. Fjármögnun verkefnisins verður sem hér segir:
a.
Í gegnum Sóknaráætlun Vesturlands, sem SSV hefur umsjón með, eru greiddar kr. 2.500.000 eða 41,7% af launakostnaði. Sveitarfélögin á Vesturlandi greiða samtals kr. 3.500.000 eða 58,3% af launakostnaði. Sveitarfélögin skipta launakostnaði á milli sín með eftirfarandi hætti:
b.
Hvert sveitarfélag greiðir kr. 150.000 í fasta greiðslu
c.
Kostnaði að upphæð kr. 2.000.000 verður skipt á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi eftir íbúafjölda þeirra þann 1.janúar 2019.


Byggðarráð samþykkti erindið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Einnig lögð fram til kynningar fundargerð fundar oddvita, bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi frá 29. janúar 2019.

11.Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

1902039

Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni sem unnin var af umboðsmanni barna og framkvæmd var árið 2018.

12.Áfangastaðaáætlanir

1902106

Lagt fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 12, febrúar 2019, þar sem skýrt er frá verklokum við verkefnið um Áfangastaðaáætlun landshluta. Byggðarráð lýsir ánægju með verkefnið. Jafnframt telur byggðarráð rétt að fá nánari kynningu á verkefninu fyrir kjörna fulltrúa og hlutaðeigandi starfsmenn. Sveitarstjóra falið að finna tíma fyrir slíkan fund.

13.Velferðarstefna Vesturlands

1901146

Velferðarstefna Vesturlands lögð fram til kynningar og afgreiðslu. Stefnan hefur verið kynnt á almennum íbúafundi í Hjálmakletti. Byggðarráð lýsir ánægju sinni með skýrsluna, samþykkir framkomna stefnu í velferðarmálum á Vesturlandi og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Byggðarráð vill koma þeirri ábendingu á framfæri við endanlega gerð stefnunnar að full ástæða sé til að skoða hvort eigi að halda ungmennaþing oftar en ráð er fyrir gert í skýrslunni.

14.Héraðskjalasafn - úrbótaáætlun 2019

1901179

Lögð fram til kynningar greinargerð forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar um safnamál frá því í febrúar 2019. Greinargerðin byggir á skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar og greinargerð Safnaráðs um starfsemi Byggðasafns Borgarfjarðar. Einnig eru lagðar fram ábendingar héraðsskjalavarðar til úrbóta af sama tilefni. Ljóst er að huga þarf að framtíðarskipan þessara mála og vísar málinu til umfjöllunar í markaðs - atvinnu - og menningarmálanefnd.

15.Ljósleiðari Borgarbyggðar - framkvæmdir 2019

1903009

Lagning ljósleiðara um Borgarbyggð. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi kom til fundarins. Hann kynnti stöðu mála varðandi samstarf við ferðaþjónustuna í Húsafelli um lagningu ljósleiðara í Reykholtsdal, Hálsasveit og Hvítársíðu. Einnig kynnti hann drög að auglýsingu varðandi lagningu ljósleiðara á Andakílssvæðinu. Byggðarráð samþykkti að Guðmundur undirbúi auglýsingu um útboð á Andakílssvæðinu og vinni áfram að samstarfi við Ferðaþjónustu Húsafells.

16.Umferð og öryggi

1901070

Lagt fram erindi sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 27. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir tilnefningu Borgarbyggðar í samstarfshóp sem skal vinna að umferðaröryggismálum innan Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti að tilnefnda Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóra í starfshópinn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð ræddi hraðatakmarkanir á þjóðvegi í þéttbýli frá þjóðvegi 1 niður að gatnamótum við Egilsgötu. Með bréfi til byggðarráðs Borgarbyggðar í júní 2018 lagði Lögreglustjórinn á Vesturlandi áherslu á nauðsyn þess að að lækka hámarkshraða frá Böðvarsgötu að gatnamótum við Egilsgötu niður í 30 km. Á fundi Lögreglustjórans á Vesturlandi með byggðarráði þann 24. Janúar sl. kom hann á framfæri þeirri skoðun sinni að þörf væri á að lækka hámarkshraða frá þjóðvegi 1 niður að gatnamótum við Egilsgötu í 30 km. Rökin fyrir þeirri afstöðu voru aukin umferð gangandi fólks á miðbæjarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og þjónustu á svæðinu. Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar Borgarbyggðar að leggja til við Lögreglustjórann á Vesturlandi að hámarkshraði frá þjóðvegi 1 að gatnamótum við Egilsgötu verði lækkaður í 30 km. Byggðarráð leggur áherslu á að fyrirhuguð breyting verði kynnt vel fyrir íbúum sveitarfélagsins.


17.Húsnæðismál Klettaborgar

1902095

Lagt fram minnisblað um stöðu húsnæðismála í leikskólanum Klettaborg, dags. 22. Janúar sl. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að skoða hvort framkvæmdir, í samræmi við minnisblað, rúmist innan framkvæmdaáætlunar áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Davíð Sigurðsson víkur af fundi meðan mál nr. 1808065 er tekið til afgreiðslu. Guðveig Lind Eyglóardóttir situr fundinn undir afgreiðslu þessa liðar.

18.Borgarbraut 55

1808065

Lagt fram minnisblað Ómars K. Jóhannessonar lögmanns hjá Pacta vegna viðræðna um Borgarbraut 55. Byggðarráð ræddi efni minnisblaðsins.
Lögð fram drög að samkomulagi milli aðila um Borgarbraut 55. Byggðarráð gerir nokkrar athugasemdir við efni draganna og felur lögmanni sveitarfélagsins í málinu að koma á fundi með lögmanni lóðarhafa með það að markmiði að ganga frá samkomulagi sem í kjölfarið verður lagt fyrir byggðarráð.

19.Arfleifð Þorsteins frá Hamri

1810062

Lögð fram drög að samstarfssamningi um um árlegan viðburð í minningu skáldsins Þorsteins frá Hamri. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skilgreina betur þann kostnað sem á sveitarfélagið fellur skv. þessum samningi.

20.Verndun bæjarlandslags í Borgarnesi

1705006

Lagt fram erindi Guðrúnar Jónsdóttur og Sonju Estrajher Eyglóardóttur þar sem óskað er upplýsinga um áætlanir um verndun bæjarlandslags í Borgarnesi. Vísað er til erindis sömu einstaklinga sama efnis frá 4. maí 2017. Erindinu vísað til umhverfis - og landbúnaðarnefndar.

21.Úrskurður ÚUA - mál nr.140_2017

1902121

Lagt fram til kynningar bréf Brynjólfs Guðmundssonar í Hlöðutúni, dags. 5. Mars 2019, þar sem hann reifar stöðu mála er varðar Hlöðutún og Arnarholts í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála frá 19. febrúar sl. sem varðar Hlöðutún og Arnarholt.

22.Aðalfundur Veiðifélags Álftár 16. mars 2019

1903014

Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Álftár sem haldinn verður í veiðihúsi félagsins við Álftá í Mýrarsýslu þann 16. Mars n.k. Í samræmi við samþykktir Borgarbyggðar skal formaður viðkomandi afréttarnefndar fara með atkvæðisrétt í veiðifélögum fyrir hönd sveitarfélagsins.

23.Múlakot 2, lnr. 197754. Ný landareign Stekkur

1903013

Framlögð umsókn Jónínu G Heiðarsdóttur um stofnun lóðar úr landi Múlakots sem fái nafnið Stekkur.
Lögð fram umsókn Jónínu Guðrúnar Heiðarsdóttur þar sem sótt er um stofnun lóðar úr landi Múlakots 2, lnr. 197754. Nafn hinna nýju lóðar verður Stekkur. Með fylgdi hnitsettur uppdráttur. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar. Byggðarráð samþykkti stofnun hinnar nýju lóðar úr landi Múlakots 2 og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.

24.Til umsagnar 184. mál frá nefndasviði Alþingis

1902190

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál.

25.Til umsagnar 542. mál frá nefndasviði Alþingis

1902185

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál.

26.Fundargerð stjórnar OR frá 25.02.2019

1902172

Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25.02.2019

27.Fundargerð 868. fundar stjórnar sambandsins

1902189

Framlögð fundargerð 868. fundar stjórnar Samands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.2.2019

Fundi slitið - kl. 12:35.