Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

483. fundur 21. mars 2019 kl. 08:15 - 12:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.70 ára afmæli Bjsv. Brákar - bréf.

1902184

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi verður 70 ára föstudaginn 22. mars n.k. Í tilefni þess býður björgunarsveitin til afmælishátíðar í Hótel Borgarnesi. Þar á undan verður tekin skóflustunga að nýbyggingu sveitarinnar á lóð hennar að Fitjum. Fulltrúar sveitarinnar mættu í þessu tilefni til fundarins. Góðar umræður urðu um starfsemi sveitarinnar, stöðu hennar og framtíðaráform. Byggðarráð þakkar sveitinni þá mikilvægu samfélagsþjónustu sem félagsmenn hennar hafa innt af höndum í þágu íbúanna og annarra sem hafa þurft á aðstoð að halda gegnum áratugina, oft við afar krefjandi aðstæður. Slíkt framlag verður aldrei ofmetið.

2.Krafa um greiðslu bakvakta BKÞ 2015-2019

1903098

Framlögð krafa lögfræðistofunnar Lögmenn Laugavegi 3 um greiðslu bakvaktarálags til handa Bjarna K. Þorsteinssyni slökkviliðsstjóra vegna áranna 2015 - 2019. Samtals er krafan að fjárhæð 13.167.834.- kr. umfram þær umsömdu greiðslur sem hafa verið greiddar fyrir bakvaktaálag á umræddu tímabili. Gerð er krafa um að fjárhæðin verði greidd eða um hana samið innan 10 daga frá dagsetningu bréfsins. Byggðarráð hafnar því að greiða kröfuna innan þeirra tímamarka sem sett eru fram í bréfi lögmannsstofunnar og áskilur sér allan rétt til að kanna allar forsendur fyrir kröfu þessari til hlítar. Sveitarstjóra falið að vinna að framgangi málsins og leita meðal annars upplýsinga hjá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

3.Grunnskólinn í Borgarnesi - búnaðarkaup

1903107

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi búnaðarkaup v. viðbyggingar Grunnskólans í Borgarbyggð ásamt beiðni um viðbótarfjármagn. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs mætti til fundarins. Byggðarráð samþykkti að afla frekari upplýsinga og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

4.Beiðni um aukið fé til íþrótta

1811071

Framlagt erindi UMSB um aukið fjármagn frá Borgarbyggð til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu. Erindinu vísað til næstu fjárhagsáætlunar.

5.Færeyjaferð slökkviliðsmanna

1903072

Framlagt erindi slökkviliðsmanna, dags. 13. mars 2019, um styrk til kynnisferðar til Kaupmannahafnar og Færeyja. Byggðarráð samþykkti að styrkja ferðina samkvæmt þeim reglum sem gilda um styrki til fræðsluferða starfsmanna Borgarbyggðar.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

1903105

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og forsendur hans. Byggðarráð samþykkti viðaukann.

7.Synjun um aðgang að gögnum -

1801023

Lögð fram niðurstaða Úrskurðar upplýsingamála vegna kæru Þorsteins Mána Árnason, f.h. IKAN ehf., til nefndarinnar, dags. 27. desember 2017, vegna synjunar sveitarfélagsins Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að gögnum. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var að vísa málinu frá.

8.Þjónustusamningur við Útlendingastofnun - forkönnun

1903073

Framlagt bréf Útlendingastofnunar dags. 13.3.2019 varðandi könnun á vilja sveitarfélagsins til að gera þjónustusamning við stofnunina varðandi þjónustu við flóttamenn. Byggðarráð vísaði erindinu til velferðarnefndar.

9.Skerðing á framlögum ríkis til Jöfnunarsjóðs

1903096

Framlögð bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga vegna boðaðra skerðingar framlaga í Jöfnunarsjóð ásamt áætlun um áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Einnig var framlögð áætlun hagsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um líklegt tekjutap sveitarfélaga vegna áforma fjármálaráðuneytisins um frystingu framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Samtals henni mun tekjutap Borgarbyggðar vegna framkominna áætlana verða samtals rúmar 105 m.kr. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur efnislega undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl. og lýsir undrun sinni á því að ríkisvaldið fyrirhugi einhliða inngrip í fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þar til viðbótar er það skýrt að afleiðingar þeirrar aðferðafræði sem ríkisvaldið leggur upp með í þessum efnum mun koma harðast niður á sveitarfélögum á landsbyggðinni, eins og áætlaðar niðurstöður fyrir Borgarbyggð eru glöggt dæmi um. Ekki verður unað við þá framgöngu sem ríkisvaldið hefur sýnt í þessum efnum og hvetur byggðarráð Borgarbyggðar Samband íslenskra sveitarfélaga að standa vörð um hagsmuni sveitarfélaganna í þessu efni.

10.Samráðsvettvangur um loftslag, landslag og lýðheilsu

1903082

Framlagt erindi Skipulagsstofnunar, dag. 13. mars sl. þar sem óskað er eftir skráningu tengiliða á samráðsvettvang um loftslag, landslag og lýðheilsu. Byggðarráð hvetur áhugasama til að skrá sig til þátttöku á samráðsvettvanginn.

11.Slýdalstjörn til leigu

1902120

Framlögð fundargerð frá opnun tilboða í leigu á Slýdalstjörn. Tvö tilboð bárust frá Borgari Þorsteinssyni Hverfisgötu 41, 220 Hafnarfirði að fjárhæð 300.000 kr og Jóhannesi V. Oddsyni, Grenjum, 311 Borgarnesi að fjárhæð 125.000 kr. Byggðarráð samþykkti að taka tilboði Borgars Þorsteinssonar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

12.Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 29. mars 2019

1903058

Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf sem halda á 29. mars n.k. Sveitarstjóri fer með atkvæði Borgarbyggðar á fundinum.

13.Sköpunarmiðstöð - húsnæði

1903051

Framlagt erindi högglistamannsins Gerhard König og hljóðfærasmiðsins Lárusar Sigurðssonar um stuðning Borgarbyggðar um að koma á laggirnar lista- og sköpunarmiðstöð þar sem reynsla og menntun Lárusar og Gerhards á sviði skapandi lista nýtist samfélaginu beint. Byggðarráð er sammála um að visa erindinu til umfjöllunar í atvinnu - markaðs- og menningarmálanefnd þegar hún tekur til starfa.

14.Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar 2018.

1903019

Framlögð til kynningar ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2018. Byggðaráð þakkar ítarlega ársskýrslu.

15.Hótel Borgarnes - útlitsbreyting

1903052

Framlagt erindi forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar, dags. 11. mars 2019, þar sem vakin er athygli á því að nýlega hefur verið lokið við að klæða Hótel Borgarnes utan með stálklæðningu. Byggðarráð þakkar ábendinguna en sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.

16.Aðalfundur Háskólans á Bifröst 9.5.2019

1903010

Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Háskólans á Bifröst þann 9.maí 2019, ásamt lista yfir fulltrúaráðsmenn. Kjósa þarf einn aðalmann í fulltrúaráð skólans og einn varamann. Eftirfarandi aðilar voru kosnir: Aðalmaður Magnús Smári Snorrason og Sigurður Guðmundsson til vara og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

17.Sigmundarstaðavegur - niðurfelling af vegaskrá

1903093

Framlagt bréf Vegagerðarinnar, dags. 8. Mars 2019, um niðurfellingu Sigmundarstaðavegar (í Hálsasveit) af vegaskrá.

18.Ársreikningur OR 2018

1903094

Framlagður ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2018. Fram kemur að afkoma fyrirtækisins var góð á árinu og rekstrarhagnaður var tæpir 6.0 ma.kr. Greiddur arður til eigenda verður 1,5 ma.kr. Eignarhlutur Borgarbyggðar er um 0,9% og verður arður til Borgarbyggðar greiddur í því hlutfalli.

19.Stjórn Hitaveitu Kleppjárnsreykja

1903067

Framlagt erindi formanns stjórnar Hitaveitu Kleppjárnsreykja, dags. 12. mars 2019, þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð skipi fulltrúa sinn í stjórn veitunnar. Samþykkt að skipa sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í stjórn veitunnar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

20.Skipun fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi

1903106

Framlagður tölvupóstur f. Ragnari Frank Kristjánssyni, dags. 18. Mars 2019, þar sem vakin er athygli á því að skipa þurfi fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkti að skipa Ingibjörgu Hargrave í stjórn sjóðsins og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

21.Samningur milli LBHÍ og Borgarbyggðar - mars 2019

1903066

Framlögð drög að samningi milli Borgarbyggðar og LBHÍ, hluta af landi Hvanneyrar þ.e. skipulögð svæði til íbúðabyggðar, stofnana og þjónustu, sem afmörkuð eru á hnitsettu mæliblaði sem er fylgiskjal og hluti samnings þessa. Samtals er um að ræða 36,2 hektara. Landnúmer hins afmarkaða svæðis er 133853. Árlegt leigugjald er kr. 25.000 ?tuttuguogfimmþúsund.- kr. og er bundið byggingarvísitölu sem er við undirritun samnings 141,6. Leigan skal greidd fyrir 15. febrúar ár hvert. Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

22.Aðalfundur Veiðifélags Langár 6.4.2019

1903102

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár, dags. 17. Mars 2019, sem haldinn verður 6. apríl 2019. Samþykkt að tilnefna Einar Ole Pedersen sem fulltrúa Borgarbyggðar á fundinum.

23.Íbúðarhúsnæði - stofnframlög

1903085

Framlagt kynningarefni frá Hrafnshóli ehf varðandi hagkvæmar byggingar á landsbyggðinni. Byggðarráð þakkar upplýsingarnar.

24.Kosningar í nefndir og ráð 2019

1903077

Byggðarráð samþykkir að Guðmundur Freyr Kristbergsson verði skipaður varamaður í byggðarráði Borgarbyggðar í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur og vísar þeirri samþykkt til sveitarstjórnar.

25.Frá nefndasviði Alþingis - 90. mál til umsagnar

1903053

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.

26.Frá nefndasviði Alþingis - 86. mál til umsagnar

1903025

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.

27.Frá nefndasviði Alþingis - 639. mál til umsagnar

1903083

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.

28.Til umsagnar 647. mál frá nefndasviði Alþingis

1903087

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.
Byggðarráð bókar eftirfarandi:
Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur Alþingi til að gera nauðsynlegar endurbætur á frumvarpi um breytingar á lögum um fiskeldi, sem það hefur nú til meðferðar, svo tryggt verði að lífsafkomu íbúa á þeim svæðum landsins, þar sem virði laxveiðiáa skiptir verulegu máli í viðhaldi búsetu og afkomu almennings, verði ekki ógnað. Á Vesturlandi nær starfsemi veiðifélaga og veiðifélagsdeilda til 620 lögbýla. Á Vesturlandi eru tekjur veiðifélaga og veiðiréttarhafa um þriðjungur af öllum slíkum tekjum á landinu. Þar fyrir utan er margvísleg afleidd þjónusta í tengslum við laxveiði sem skapar tekjur og lífsviðurværi fyrir íbúa sveitarfélagsins. Í Borgarbyggð einni er að finna nokkar af verðmætustu laxveiðiám landsins. Því er það gríðarlegt hagsmunamál fyrir Borgarbyggð og nærsveitir á Vesturlandi að tekið sé mið af þýðingu villtra laxastofna fyrir afkomu íbúanna og búsetuskilyrðum í héraðinu þegar Alþingi fjallar um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.). Sjálfbær nýting íslenskra laxa- og silungastofna er ein meginstoð landbúnaðar í Borgarbyggð.
Samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans eru 69% af launakostnaði og hagnaði í landbúnaði á Vesturlandi vegna tekna stangveiði. Þegar lagt er mat á þessa stöðu fyrir landið í heild sinni er þetta hlutfall 28%. Sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi er ógn við verðmæti sem hafa verið varðveitt í margar kynslóðir á lögbýlum landsins. Ef þessi tekjustofn laskast eða hverfur mun það hafa ófyrirsjánlegar afleiðingar í búsetu í dreifðum byggðum sveitarfélagsins. Útsvars- og fasteignaskattar margra sveitarfélaga í laxveiðihéruðum Íslands geta skerst verulega ef svo skyldi fara, með alvarlegum afleiðingum fyrir þessi samfélög.
Efni þess frumvarps til laga um fiskeldi, sem nú liggur fyrir Alþingi, samræmist ekki þeirri markmiðsyfirlýsingu sem kemur fram í 2. mgr. 1. gr. núgildandi fiskeldislaga og felur í sér að vöxtur og viðgangur fiskeldis megi ekki gerast á kostnað viðgangs og nýtingar villtra fiskstofna. Í athugasemdum frumvarpsins sem varð að lögum nr. 71/2008 er sérstaklega tekið fram að þegar ekki fara saman hagsmunir þeirra sem eiga veiðirétt samkvæmt lax- og silungsveiðilögum og hins vegar hagsmunir þeirra sem stunda fiskeldi eigi þeir síðarnefndu að víkja.
Ekkert samráð hefur verið haft við sveitarfélög þar sem stór hluti íbúa á lífsafkomu sína að stóru eða öllu leyti undir tekjum af veiðihlunnindum. Alþingi verður að grípa í taumana og forða afleiðingum þess að tugmilljónir laxa af framandi stofni verði hafðir í netpokum við strendur landsins með tilheyrandi hættu á sleppingarslysum. Í því samhengi er rétt að minna á að Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa.
"Í þessu sambandi er eðlilegt að líta til reynslu Norðmanna en þar er lagt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi.
Byggðarráð Borgarbyggðar ítrekar mikilvægi þess að gætt sé fyllstu varfærni í því að auka fiskeldi í sjó þannig að ekki verði unninn óafturkræfur skaði á þeirri sérstöðu sem Ísland hefur í okkar heimshluta vegna hinna einstöku villtu laxastofna sem styrkja búsetu og veita atvinnu í gegnum verðmætar laxveiðiár.
Það er rétt að árétta að samkvæmt lögum um náttúruvernd á náttúran að njóta vafans."

29.Fundargerð Sorpurðunar Vesturlands 1.3.2019

1903043

Framlögð fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 1.3.2019
Byggðarráð samþykkir að visa fundargerðinni til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

30.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 08.03. 2019 Fundur nr. 178

1903050

Fundargerð Faxaflóahafna sf. 08.03. 2019 Fundur nr. 178 framlögð

31.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlagðar verkfundargerðir byggingarnefndar GB nr. 33 og 34.

32.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 5. mars 2019

33.Fundur bæjar - og sveitarstjóra 28.1.2019

1902182

Framlögð fundargerð fundar bæjar - og sveitarstjóra frá 28.1.2019

34.218. fundur í Safnahúsi

1903018

Framlögð fundargerð 218. fundar starfsfólks Safnahúss.
Davíð Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun.

"Undirritaður lýsir yfir vonbrigðum með að ekkert af þeim þremur málum sem fulltrúar framsóknarflokksins lögðu fram á sveitarstjórnarfundi síðastliðnum og var samþykkt samhljóða að vísa til byggðarráðs og nefnda skuli ekki vera á dagskrá byggðarráðs eða fræðslunefndar."


Meirihluti byggðarráðs leggur fram eftirfarandi bókun "Bókanir framsóknarflokksins komu fyrirvaralaust inn á sveitastjórnarfund 14. Mars 2019. Málin munu fá eðlilega afgreiðslu inni í fastanefndum og byggðaráði á næstu fundum.
Eðlilegur ferill í þessu tilfelli er að fastanefndir fái fyrst til umfjöllunar mál sem lúta undir þeirra málaflokka og fari síðan fyrir byggðarráð. Afla þarf gagna og upplýsinga til að leggja fyrir nefndir svo nefndarmenn geti tekið upplýstar ákvarðanir. Hvað varðar bókun um bólusetningar þarf t.d. að afla álit landlæknis, skoða ákvæði upplýsinga- og persónuverndarlaga og fleira."

Fundi slitið - kl. 12:15.