Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

484. fundur 28. mars 2019 kl. 08:15 - 11:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Stjórnsýsluskoðun 2018 - Skýrsla

1903117

Lögð fram niðurstaða stjórnsýsluskoðunar KPMG sem unnin er árlega í tengslum við frágang og uppsetningu ársreiknings sveitarfélagsins. Í stjórnsýsluendurskoðuninni komu fram ábendingar um þrjú atriði sem tiltekin verða í endurskoðunarskýrslu með ársreikningi og verið er að vinna úr ábendingum.

Davíð Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þessum ábendingum sem koma fram í stjórnsýsluskoðun kpmg ber að taka alvarlega. Óskar undirritaður eftir því að fá skriflegt svar við eftirfarandi fyrirspurn á næsta byggðaráðsfundi. Hversu oft hefur innkauparáð fundað á þessum 3 árum síðan reglurnar voru settar(uppfærðar) og hvar liggja þær fundargerðir fyrir. Auk þess vill ég fá svör við því hvort farið hafi verið eftir innkaupareglum sveitarfélagsins við innkaup á vörum og þjónustu á þessu tímabili með tilliti til upphæða sem krefjast útboðs og eða formlegra verðkannana.
í Borgarbyggð eru fyrirtæki sem eru að reyna að veita þjónustu og selja vörur ásamt því að styðja samfélagsleg verkefni og borga sína skatta og skyldur til sveitafélagsins, það er því nauðsynlegt að leita til þessara fyrirtækja og veita þeim tækifæri til að taka þátt í öllum innkaupum Borgarbyggðar á vörum og þjónustu, ekki þarf að leita langt aftur og ber að minna á klúðrið sem átti sér stað í innkaupum á búnaði vegna Hjálmakletts og MB á sínum tíma. Heimafyrirtækjum er treystandi fyrir ráðgjöf og sölu á búnaði sem til þarf ásamt því að stuðla að því að þekking og viðhald búnaðar verði til staðar hér í héraðinu."

2.Samanburður við fjárhagsáætlun 2019

1903152

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram yfirlit um annars vegar laun og hins vegar heildarrekstur fyrstu tveggja mánaða ársins og með samanburði við samsvarandi tímabil í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að heildarniðurstaðan sé betri en áætlun gerði ráð fyrir. Þó er ástæða til að skoða launaliði í nokkrum deildum sem farið hafa fram úr áætlun.

3.Borgarbraut 57 - 59 - Bréf dags.19.3.2019

1903121

Lagt fram til kynningar bréf Húss og Lóða dags. 19. mars 2019. Sveitarstjóra falið að láta taka saman minnisblað um feril málsins og undirbúa svar.

4.Umhverfis - og skipulagssvið - starfsemi

1903167

Starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs, Ragnar Frank Kristjánsson, Hrafnhildur Tryggvadóttir, Þórólfur Óskarsson, Sigurður Friðgeir Friðriksson og Kristján Finnur Kristjánsson mættu til fundarins. Rætt var um starfsemi sviðsins, verkefni framundan og hvernig styrkur og aðbúnaður sviðsins hefur þróast.

5.Úrsögn úr nefndum og ráðum

1903165

Framlagt bréf Maríu Júlíu Jónsdóttur, dags. 26. mars 2019, þar sem hún tilkynnir úrsögn sína úr öllum ráðum og nefndum Borgarbyggðar út yfirstandandi kjörtímabil. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að Maríu Júlíu Jónsdóttur verði veitt lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi í ráðum og nefndum Borgarbyggðar til loka kjörtímabilsins.
Byggðarráð þakkar henni fyrir vel unnin störf á liðnum árum í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar.

6.Tengigjald fráveitu - gjaldskrá

1903153

Framlögð drög að gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu í Borgarbyggð. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti drögin og útskýrði þau.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjóra og sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um forsendur breytinganna.

7.Grunnskólinn í Borgarnesi - búnaðarkaup

1903107

Framlagt minnisblað sviðsstjóra fræðslusviðs um kaup á lausum búnaði vegna endurbóta og viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi. Einnig var lögð fram samantekt byggingarstjóra framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi um kaup á lausum búnaði utan útboðs. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Magnea Hreinsdóttir, mætti til fundarins. Byggðarráð óskaði eftir að kannað verði hvað hægt er að nota af þeim búnaði sem er til staðar áður en tekin er ákvörðun um búnaðarkaup.

8.Ársreikningur 2018 - Þjónustusvæði Vesturlands

1903124

Framlagður til kynningar ársreikningur fyrir þjónustusvæði Vesturlands fyrir fatlað fólk. Heildartekjur voru 973,7 m.kr. og rekstrargjöld voru 973,4 m.kr. Heildarskuldir í lok ársins 2018 voru 226,4 m.kr.

9.Erindisbréf fastanefnda 2019

1903166

Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfum þeirra fastanefnda sem hafa verið unnin. Það eru erindisbréf fyrir velferðarnefnd, fræðslunefnd, umhverfis- og landbúnaðarnefnd og atvinnu- markaðs- og menningarmálanefndar. Erindisbréf fyrir skipulags - og bygginganefnd er væntanlegt.

10.Byggðastyrkur v. ljósleiðara 2019 - 2020

1903140

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur milli Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Borgarbyggðar um byggðastyrk að fjárhæð 20,0 m.kr. vegna lagningar ljósleiðara um dreifðar byggðir Borgarbyggðar. Styrkurinn greiðist út í tvennu lagi, 5,0 m.kr. árið 2019 og 15,0 M.kr. árið 2020. Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur þá afgreiðslu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

11.Ísland ljóstengt - samningur 2019

1903143

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur milli Fjarskiptasjóðs og Borgarbyggðar um styrk úr Fjarskiptasjóði til lagningar ljósleiðara í Borgarbyggð að fjárhæð 165.819.188 kr vegna framkvæmda á árinu 2019.

12.Samkomuhús við Þverárrétt

1903151

Lagt fram erindi Kvenfélags Þverárhlíðar, dags. 25. Mars 2019, þar sem óskað er eftir endurnýja húsaleigusamnings og rekstrarsamnings milli kvenfélagsins og Borgarbyggðar vegna Samkomuhússins við Þverárrétt : núverandi samningar eru runnir út. Byggðarráð lýsti vilja sínum til endurnýjunar samningsins og fól sveitarstjóra að vinna að gerð nýs samnings.

13.Fræðsluferð til Danmerkur 2019 - kynning

1901157

Lagt fram yfirlit um þá fulltrúa Borgarbyggðar sem taka þátt í fræðsluferð til Danmerkur dagana 23. - 26. Apríl n.k. Það eru Lilja Björg Ágústsdóttir, Silja E. Steingrímsdóttir, Magnús Smári Snorrason og Guðveig Eyglóardóttir sem verða fulltrúar Borgarbyggðar í ferðinni. SSV skipuleggur ferðina.

14.Áfrýjunarstefna f. Landsrétti v. Borgarbraut 57 - 59.

1903131

Lögð fram til áfrýjunarstefna Húss og lóða, Laufási 311 Borgarnesi, dags. 7. Mars 2019. Í áfrýjunarstefnunni tilkynna Hús og lóðir tilkynna um áfrýjun á frávísun umrædds máls frá héraðsdómi Vesturlands til Landsréttar. Byggðarráð samþykkti að fela Kristni Bjarnasyni hrl. að fara með málið fyrir hönd Borgarbyggðar fyrir Landsrétti og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

15.Innkaup skólamötuneyta - bókun frá 181. fundi sveitarstjórnar

1903130

Framlögð tillaga Framsóknarflokksins frá sveitarstjórnarfundi þann 14. mars sl. þar sem óskað er eftir samstöðu um mótun stefnu um innkaup hráefnis í mötuneyti skólanna. Byggðarráð leggur til að vísa tillögunni til starfshóps um innkaup í mötuneytum og fræðslunefndar.

16.Símar í skólum - bókun á 181. fundi sveitarstjórnar

1903128

Framlögð tillaga Framsóknarflokksins frá sveitarstjórnarfundi þann 14. Mars sl. þar sem lagt er til að unnið verði að því í samstarfi við nemendafélög skólanna, foreldra og skólastofnir að móta sameiginlegar reglur um snjalltækjanotkun á skólatíma og í félagsstarfi skólanna. Byggðarráð leggur til að tillögunni verði vísað til umsagnar skólastjórnenda og fræðslunefndar.

17.Bólusetning barna - bókun á 181. fundi sveitarstjórnar

1903129

Framlögð tillaga Framsóknarflokksins frá sveitarstjórnarfundi þann 14. Mars sl. þar sem lagt er til að frá haustinu 2019 verði samþykki fyrir dagvistun í leikskólum Borgarbyggðar háð því að foreldrar eða forráðamenn framvísi skírteini sem staðfestir að börn hafi verið bólusett samkvæmt því skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Byggðarráð leggur til að kallað verði eftir áliti landlæknis, persónuverndarfulltrúa og umboðsmanns barna. Einnig verði málinu vísað til fræðslu - og velferðarnefndar.

18.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

1903108

Framlögð beiðni Jafnréttisstofu um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í þeim efnum. Byggðarráð vísar málinu til velferðarnefndar til vinnslu. Miða skal vinnuna við við að hægt verði að afgreiða yfirfarna jafnréttisáætlun á fundi sveitarstjórnar í júní n.k.

19.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 3.4.2019

1903163

FRamlagt aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands ásamt ársreikningi 2018
Framlagt fundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf. á aðalfund fyrirtækisins sem haldinn verður miðvikudaginn 3. apríl 2019 kl. 13:00 á Hótel Hamri, Borgarbyggð. Eftirfarandi aðilar voru tilnefndir f.h. Borgarbyggðar í stjórn Sorpurðunar Vesturlands: Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Finnbogi Leifsson.

20.Frá nefndasviði Alþingis - 711. mál til umsagnar

1903158

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál.

21.Frá nefndasviði Alþingis -710. mál til umsagnar

1903159

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.

22.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 26.3.2019 ásamt kostnaðaryfirliti.

23.219. fundur í Safnahúsi

1903115

Fundargerð 219. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar framlögð

24.Fagráð Slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2019

1901163

Framlagðar fundargerðir Fagráðs Slökkviliðs Borgarbyggðar nr. 2 og 3.

25.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur_271 og 272

1903157

Framlagðar fundargerðir OR nr. 271 (dags.25.2.19)og 272 (dags. 14.3.19).

26.Fundargerðir ráðningarnefndar 2019

1902083

Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 25. mars.

Fundi slitið - kl. 11:40.