Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2018
1904018
2.Stjórnsýsluskoðun 2018 - Skýrsla
1903117
Stjórnsýsluskoðun 2018. Lagt fram álit Haraldar L. Haraldssonar hagfræðings um fjárhagsleg áhrif fjárfestingar Borgarbyggðar við Grunnskólann í Borgarnesi á fjárhag sveitarfélagsins. Umræðu og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
3.Innkauparáð - svar við fyrirspurn
1904016
Innkauparáð - svar við fyrirspurn. Lagt fram minnisblað um innkaupamál Borgarbyggðar skv. ósk Davíðs Sigurðssonar á síðasta fundi byggðarráðs.
4.Gatnagerðargjald - atvinnulóðir
1904011
Rætt um fyrirkomulag gatnagerðargjalda á atvinnulóðir. Byggðarráð samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun á gjaldskrá gatnagerðargjalda og möguleika á tímabundnu átaki, með það að markmiði að örva uppbyggingu í sveitarfélaginu . Jafnframt óskar byggðarráð eftir minnisblaði frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um fyrirkomulag þessara gjalda í nálægum sveitarfélögum.
5.Ystutungugirðing
1904010
Framlagt bréf frá skógræktarstjóra, dags. 29. mars 2019, þar sem tilkynnt er um að skógræktin muni á næstunni rifta samkomulagi frá 1983 um Ystutungugirðingu í Borgarbyggð. Skógræktin mun því frá uppsögn samkomulagsins ekki taka þátt í að viðhalda Ystutungugirðingu skv. samkomulaginu frá 1983. Sveitarstjóra falið að kynna sér málið og leggja fram minnisblað um niðurstöður þess.
6.Grunnskólinn í Borgarnesi - búnaðarkaup
1903107
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um kostnað vegna kaupa á lausum búnaði vegna viðbyggingar og mötuneytis í Grunnskólann í Borgarnesi. Samtals er viðbótarfjárþörf 15 m.kr. Byggðarráð samþykkti minnisblaðið og fjárhæðina og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
7.Grunnskólinn í Borgarnesi - Nafnasamkeppni
1904027
Byggðarráð tók til umræðu endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi og þær hugmyndir sem komið hafa upp að í sambandi við hinar miklu endurbætur á skólanum sem standa yfir hvort eigi að efna til hugmyndasamkeppni um a) nýtt nafn á skólanum og b) nafn á nýja salnum. Byggðarráð fól skólastjórnendum Grunnskólans í Borgarnesi og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að taka málið til úrvinnslu.
8.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 8.4.2019
1903204
Framlagt aðalfundarboð Veiðifélags Gljúfurár.
Framlagt fundarboð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður þann 8. Apríl n.k. Byggðarráð fól Þorsteini Viggóssyni form. afréttarnefndar BSN að sækja fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
9.Útboð ljósleiðara í Andakíl
1904019
Framlagðar niðurstöður útboðs um lagningu ljósleiðara í Andakíl. Um er að ræða 22 tengipunkta. Niðurstöður útboðsins voru að í áfanga eitt bauð Gagnaveita Reykjavíkur 4.267.016 kr og Ljóspunktur 13.500.000 kr. Í áfanga 2 bauð Gagnaveita Reykjavíkur 16.841.210 og Ljóspunktur 11.000.000 kr. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um niðurstöðu á opnun tilboða í verkið Borgarbyggð-uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis sem nær til dreifbýlis í næsta nágrenni við Hvanneyri. Gagnaveita Reykjavíkur er því lægstbjóðandi í verkið, hvort sem litið er til tilboðs í áfanga 1 eða samtals í áfanga 1 og 2. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna í samræmi við útboðsgögn og umræður á fundinum.
10.Leikskólinn Hnoðraból - útboð
1904026
Lögð fram útboðsgögn vegna fyrirhugaðs útboð við leikskólann á Hnoðrabóli. Benedikt Magnússon byggingarstjóri mætti til fundarins og kynnti fyrirliggjandi gögn. Byggðarráð samþykkti að semja við Ríkiskaup um að annast útboðið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lilja Björg Ágústdóttir lagði fram svohljóðandi bókun "Fulltrúar meirihluta í byggðarráði fagna því að komið sé að útboði á framkvæmdum við leikskólann Hnoðraból. Þetta er verk sem hefur verið lengi í vinnslu hjá sveitarfélaginu og eru fulltrúar meirihluta í byggðarráði ánægðir með niðurstöðu vinnunnar. Teikningar líta vel út, þar eru öll sameiginleg rými leik- og grunnskóla vel nýtt og verður mikil breyting á aðstöðu bæði í leik- og grunnskóla þegar ný bygging verður tekin í notkun. Ánægjulegt er að sjá, að samkvæmt þeirri áætlun sem kynnt var í byggðarráði í dag, að hægt verður að taka nýja byggingu á Kleppjárnsreykjum í notkun á næsta ári eða í ágúst 2020."
Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lilja Björg Ágústdóttir lagði fram svohljóðandi bókun "Fulltrúar meirihluta í byggðarráði fagna því að komið sé að útboði á framkvæmdum við leikskólann Hnoðraból. Þetta er verk sem hefur verið lengi í vinnslu hjá sveitarfélaginu og eru fulltrúar meirihluta í byggðarráði ánægðir með niðurstöðu vinnunnar. Teikningar líta vel út, þar eru öll sameiginleg rými leik- og grunnskóla vel nýtt og verður mikil breyting á aðstöðu bæði í leik- og grunnskóla þegar ný bygging verður tekin í notkun. Ánægjulegt er að sjá, að samkvæmt þeirri áætlun sem kynnt var í byggðarráði í dag, að hægt verður að taka nýja byggingu á Kleppjárnsreykjum í notkun á næsta ári eða í ágúst 2020."
11.Borg á Mýrum - erindi
1904013
Framlögð tvö erindi formanns sóknarnefndar Borgarsóknar, dags. 8. Mars 2019. Í fyrsta lagi er óskað eftir að hirðing staðarins verði færð til umsjónar sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkti að hafna erindinu þar sem það fellur ekki undir hlutverk sveitarfélagsins. Í öðru lagi er framlagt erindi dags. 27. Mars 2019, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir drenlögn í skurð sem liggur norðan núverandi kirkjugarðs sem taka á við vatni frá borginni norðan garðs og prestseturs. Byggðarráð vísaði erindinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
12.Erindisbréf fastanefnda 2019
1903166
Framlögð erindisbréf fyrir velferðarnefnd, atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd, umhverfis- og landbúnaðarnefnd, fræðslunefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Settar hafa verið upp tillögur að erindisbréfum fastanefnda, bæði fyrir nýjar nefndir og eldri nefndir. Þau hafa verið samræmd þannig að öll erindsbréf fastanefnda verði sett upp í samræmdu formi. Byggðarráð samþykkir að erindisbréfin verði lögð fyrir viðkomandi nefndir til umfjöllunar.
13.Framkvæmdastyrkir
1904008
Lögð fram tillaga að reglum vegna framkvæmdastyrkja til íþrótta og tómstundafélaga í Borgarbyggð. Tilgangur framkvæmdastyrkja skal vera að styrkja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á þeim fasteignum eða athafnasvæðum félaganna sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og eru í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti að vísa tillögunni til kynningar í fræðslunefnd. Jafnframt er óskað eftir að sviðsstjóri fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóri UMSB geri tillögu að umsóknareyðublaði í samræmi við tillögu að reglugerð.
Byggðarráð samþykkir framlagða reglugerð og vísar þeirri afgreiðslu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagða reglugerð og vísar þeirri afgreiðslu til sveitarstjórnar.
14.Ferlagreining
1811144
Umræða um ferlagreiningu í stjórnsýslu Borgarbyggðar. Sigurður Hjalti Kristjánsson, starfsmaður Capacent mætti til fundarins. Byggðarráð samþykkti að óska eftir tilboði frá Capacent á grundvelli umræðna á fundinum.
Guðveig Lind Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun "Fulltrúi Framsóknarflokksins fagnar því að vinna við ferlagreiningu og gæðamál stjórnsýslunnar sé loks að komast á dagskrá. Undirrituð leggur til að í tengslum við þá vinnu verði starfsmönnum sveitarfélagsins sem starfa í framlínu boðið af sækja þjónustunámskeið til að vera betur í stakk búnir til að veita góða þjónustu, skilja hvað í henni felst, og geta betur tekist á við þær áskoranir sem fylgja þjónustustörfum í þágu íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu."
Guðveig Lind Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun "Fulltrúi Framsóknarflokksins fagnar því að vinna við ferlagreiningu og gæðamál stjórnsýslunnar sé loks að komast á dagskrá. Undirrituð leggur til að í tengslum við þá vinnu verði starfsmönnum sveitarfélagsins sem starfa í framlínu boðið af sækja þjónustunámskeið til að vera betur í stakk búnir til að veita góða þjónustu, skilja hvað í henni felst, og geta betur tekist á við þær áskoranir sem fylgja þjónustustörfum í þágu íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu."
15.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 14
1903162
Framlögð umsókn Evu Aspar Matthíasdóttur, kt. 210386-2469, til heimilis að Urðarkoti 5 311 Borgarnesi, dags. 22. Mars 2019, um lóð að Fjólukletti 14. Umsögn sviðstjóra skipulags - og byggingarsviðs var jákvæð. Byggðarráð úthlutar því lóð að Fjólukletti 14 til fyrrgreinds umsækjenda.
16.Umsókn um lóð - Kveldúlfsgata 29
1903103
Framlögð umsókn Jóhannesar Stefánssonar, f.h. Snyrtistofunnar Mizu ehf 580308-0310, dags. 18. Mars 2019, um lóð að Kveldúlfsgötu 29. Byggðarráð telur ekki fært að úthluta lóðinni þar sem deiliskipulag fyrir það svæði sem lóðin er á er í vinnslu og hafnar því umsókninni.
17.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2019 4.4.2019
1903193
Framlagt fundarboð til aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 13:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð. Byggðarráð samþykkti að sveitarstjóri færi með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
18.Bygging íþróttahúss - undirbúningshópur
1904033
Byggðarráð ræddi nauðsyn þess að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúss í Borgarnesi. Í því sambandi samþykkti byggðarráð að tímabært væri að stofna formlegan undirbúningshóp til að stýra þeirri vinnu sem framundan er. Sveitarstjóra falið að gera tillögu að erindisbréfi fyrir hópinn.
19.Yfirlýsing kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna FG
1904015
Framlög til kynningar yfirlýsing kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. mars. 2019, í kjölfar funda Félags grunnskólakennara með trúnaðarmönnum er varða ómálefnalegar kröfur um afturvirkar leiðréttingar sem eru byggðar á rangri túlkun félagsins og hafna ber skilyrðislaust.
20.Styrkur frá Sprotasjóði_Að tilheyra, taka þátt og læra
1903194
Framlögð tilkynning frá Sprotasjóði um syrkveitingu til Borgarbyggðar.
Framlagt til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 27. Mars 2019, þar sem kemur fram að fengist hefur styrkur frá Sprotasjóði til að vinna að verkefninu: Að tilheyra, taka þátt og læra. Markmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag í Borgarbyggð með samvinnu grunnskóla, leikskóla, skólaþjónustu, félagsþjónustu, frístundar, félagsmiðstöðvar, UMSB og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni og þakkar þeim sem stóðu að umsókninni fyrir frumkvæði og vel unnin störf.
21.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir
1806018
Framlögð 36. verkfundargerð v. framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi.
Fundi slitið - kl. 12:10.
Form. byggðarráðs lagði fram svohljóðandi bókun f.h. meirihluta byggðarráðs.
"Meirihluti Byggðaráðs fagnar sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem verður nýtt til að bæta þjónustu við íbúa þess. Nú þegar er viðamikil framkvæmd við Grunnskólann í Borgarnesi komin á gott skrið og á næstunni verður farið af stað í byggingu á nýju leikskólahúsnæði Hnoðrabóls. Þriðja stóra verkefnið verður ljósleiðaravæðing sveitafélagsins. Áfram verður þó að gæta aðhalds í rekstri en á sama tíma er þetta tækifæri til að sækja fram.
Meirihluti byggðaráðs vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og þeirra framlag í þessari jákvæðu niðurstöðu."
Guðveig Lind Eyglóardóttir lagði fram eftirfarandi bókun "Fulltrúar framsóknarflokksins fagna jákvæðri niðurstöðu ársreiknings og hvetur undirrituð fulltrúi Framsóknarflokksins meirihlutann til þess að fara tafarlaust í þá vinnu að lækka álögur á íbúa sveitarfélagsins sem er eins og kunnugt er með þeim hæstu á landsvísu."