Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

486. fundur 17. apríl 2019 kl. 10:15 - 11:54 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Borgarbraut 55 - samningur

1904098

Framlagður til kynningar samningur milli Borgarbyggðar annars vegar og Bifreiðaþjónustu Harðar ehf. og Granir ehf. um Borgarbraut 55.

2.Borgarbraut 57 - 59 - Bréf dags.19.3.2019

1903121

Framlögð tillaga að svarbréfi til Hús & Lóðir ehf í framhaldi af bréfi dags. 19.3.2019. Byggðarráð samþykkir bréfið og felur ritara byggðarráðs að undirrita það og senda.
Davíð Sigurðsson mætti til fundar kl. 10:25.

3.Sorpurðun í Fíflholti - ályktun

1904054

Framlögð ályktun aðalfundar Búnaðarfélags Mýramanna um sorpurðun í Fíflholtum. Byggðarráð þakkar bókunina og hvetur til þess að tekið verði alvarlega á þessum málum á héraðs - og landsvísu og vísar bókuninni til umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

4.Stjórnsýsluskoðun 2018 - Skýrsla

1903117

Stjórnsýsluskoðun 2018. Lagt fram álit Haraldar L. Haraldssonar hagfræðings um fjárhagsleg áhrif fjárfestingar Borgarbyggðar við Grunnskólann í Borgarnesi á fjárhag sveitarfélagsins. Það er mat álitsgjafa að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2019 - 2022 sýni að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að ráðast í viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi og þeim viðbótar rekstri sem því fylgir. Jafnframt að skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum verður vel innan þess sem 2. töluliður 64 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir til um þrátt fyrir að ráðist verði í viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi, að því gefnu að unnið verði samkvæmt fjárhagsáætlun 2019 til 2022.

5.Jarðstrengir og tréstaur fyrir fjarskiptasamband á Holtavörðuheiði

1903022

Framlögð umsókn Neyðarlínu ohf um framkvæmdaleyfi v. jarðstrengs á Holtavörðuheiði. Byggðarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli umsóknarinnar og vísar þeirri ákvörðun til sveitarstjórnar.

6.Gagnstefna v. afréttarland Króks

1710085

Framlagður dómur í máli Borgarbyggðar gegn Gunnari Jónssyni í Króki. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Borgarbyggð eigi beitarafnotarétt af því landi Króks sem deilan snýst um og er Borgarbyggð dæmdur málskostnaður að upphæð kr. 800.000.-. Byggðarráð samþykkir að fela Guðjóni Ármannssyni lögmanni að fylgja eftir málarekstri vegna áfrýjunar.

7.Samstarf N4 og Borgarbyggðar

1904066

Framlögð beiðni N4 um samstarf við Borgarbyggð um sjónvarpsþætti. Erindinu er vísað til umfjöllunar í atvinnu - markaðs - og menningarnefnd sem leggi mat á það hvort og þá með hvaða hætti þáttagerð af þessu tagi fellur að áherslum varðandi markaðsstarf sveitarfélagsins.

8.Veiðifélag Norðurár - Aðalfundur 2019

1904084

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður þann 23. apríl n.k. Byggðarráð tilnefnir Kristján Axelsson í Bakkakoti fulltrúa Borgarbyggðar á aðalfund Veiðifélags Norðurár.

9.Úthlutanir lóða

1904073

Framlögð samantekt yfir úthlutanir lóða í Borgarbyggð 2016 - 2019 ásamt minnisblaði sviðsstjóra. Byggðarráð felur umhverfis og skipulagssviði að vinna áfram að málinu.

10.Ályktun stjórnar Brákarhlíðar dags.8.4.2019

1904089

Framlögð ályktun stjórnar Brákarhlíðar frá 8.4.2019. Byggðarráð tekur undir ályktunina og hvetur ráðherra og alþingismenn til að vinna áfram að framgangi málsins enda mikið hagsmunamál að íbúar sem komnir eru á efri ár geti fengið þjónustu við hæfi í heimabyggð.

11.Þjónustusvæði vegna fatlaðs fólks _Samningur

1904094

Framlagður samningur milli Borgarbyggðar og Dalabyggðar um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnum fatlaðra. Félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti efni samningsins. Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar þeirri afgreiðslu til sveitarstjórnar.

12.Framtíðaruppbygging Íþeróttamiðstöðvar í Borgarnesi - erindisbréf

1904095

Framlögð drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkir erindisbréfið. Tilnefnt verður í starfshópinn á næsta fundi byggðarráðs.

13.Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - skýrsla

1904087

Framlögð skýrsla afmælisnefndar sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

14.Dómur Héraðsdóms v Þóreyjartungna

1904093

Framlagður dómur Héraðsdóms Vesturlands vegna eignarhalds Þóreyjartungna í kjölfar úrskurðar Óbyggðanefndar en Héraðsdómur staðfestir úrskurð Óbyggðanefndar um að Þóreyjartungur skuli teljast þjóðlenda. Byggðarráð samþykkir að fela formanni byggðarráðs að ræða við stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar um Ok um næstu skref.

15.Til umsagnar 777. mál frá Alþingi_þriðji orkupakkinn

1904085

Utanríkismálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.

16.Til umsagnar 801. mál frá Alþingi_kennarar og stjórnendur

1904092

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.

17.Til umsagnar 766. mál frá nefndasviði Alþingis

1904044

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein á landsbyggðinni og styður jafnframt við fjölda annarra atvinnugreina eins og t.d. ferðaþjónustu. Borgarbyggð er öflugt landbúnaðarhérað en í sveitarfélaginu er framleitt mikið af lambakjöti og er það sjötta framleiðslumesta sveitarfélag landins. Einnig er töluvert framleitt af svína- kjúklinga og nautakjöti í sveitarfélaginu.

Ef að fyrirliggjandi frumvarp verður að lögum markar það ákveðin tímamót í umhverfi landbúnaðarins. Við þessar breytingar er afar mikilvægt að tryggja sérstöðu Íslands hvað varðar lága tíðni sýkinga af völdum camphylobacter, salmonellu og fjölónæmra baktería auk heilbrigði búfjárstofnanna almennt. Leggja verður áherslu á að gerðar verði sömu kröfur til innlendrar og erlendrar framleiðslu með tilliti til aðbúnaðar dýra og notkunar á sýklalyfjum. Að upprunamerkingar verði traustar, eftirlit með þeim verði virkt og girt sé fyrir það að hægt sé að breyta upprunamerkingum við meðhöndlun vörunnar áður en hún fer í sölu.

Nauðsynlegt er að yfirfara tollvernd fyrir íslenskan landbúnað og endurskoða regluverk þar um til að tryggja að hún styðji við íslenska framleiðslu. Einnig að farið verði í aðgerðir til að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.

18.Innkauparáð Borgarbyggðar - fundargerð 8.4.2019

1904088

Framlögð fundargerð Innkauparáðs Borgarbyggðar dags. 8.4.2019

19.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2019 4.4.2019

1903193

Framlögð fundargerð alaðfundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 4.4.2019

20.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 273

1904070

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 273 frá 25.3.2019

21.Fundur nr. 220 dags. 3.4.2019

1904038

Framlögð fundargerð 220. fundar starfsmanna Safnahúss dags. 3.4.2019

22.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlögð fundargerð 38. verkfundar í Grunnskólanum í Borgarnesi

23.Öldungaráð Borgarbyggðar_fundur 11.4.2019

1904097

Framlögð fundargerð Öldungaráðs Borgarbyggðar frá 11.4.2019

Fundi slitið - kl. 11:54.