Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Útboð ljósleiðara í Andakíl
1904019
Framlagt minnisblað sveitarstjóra frá 14. maí 2019 um niðurstöður tilboða í lagningu ljósleiðara í nágrenni Hvanneyrar. Niðurstaða minnisblaðsins er að lagt er til að tilboði Gagnaveitu Reykjavíkur í áfanga 1 í lagningu ljósleiðara á ljósleiðarakerfi á afmörkuðu svæði við Hvanneyri og nágrenni verði tekið. Öðrum tilboðum verði hafnað. Byggðarráð samþykkir að tilboði Gagnaveitu Reykjavíkur í áfanga 1 í lagningu ljósleiðara á ljósleiðarakerfi á afmörkuðu svæði við Hvanneyri og nágrenni verði tekið. Öðrum tilboðum verði hafnað. Byggðarráð leggur þessa niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
2.Húsnæðisframlag til Brákarhlíðar árið 2020
1905083
Framlagt erindi framkvæmdastjóra Brákarhlíðar , dags. 10. Maí 2019, þar sem farið er fram á að árlegt húsnæðisframlag sveitarfélagsins til Brákarhlíðar verði 7.196.- kr á hvern íbúa sveitarfélagsins þann 1. jan. 2020 að teknu tilliti til þróunar neysluvísitölu frá 1. Jan. 2019 - 1. jan. 2020. Byggðarráð vísaði erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
3.Hjallastefnan - uppgjör v. breytinga á A deild
1902046
Lagt minnisblað frá lögfræðisviði Sambands ísl sveitarfélaga, dags. 16. Apríl 2019 varðandi uppgjör á lífeyrisskuldbindingu starfsmanna Hjallastefnunnar ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs þar sem lögð er fram tillaga að eftirfarandi bókun:
„Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, lögum nr 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrissjóðum á grunni kjarasamninga.
Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila þ.m.t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.
Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst byggðarráð Borgarbyggðar á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í jafnvægissjóð og varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni samnings Borgarbyggðar og Hjallastefnunnar samtals að upphæð kr. 7.341.624.-“ Byggðarráð samþykkti fyrrgreinda bókun og leggur á ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
„Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, lögum nr 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrissjóðum á grunni kjarasamninga.
Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila þ.m.t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.
Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst byggðarráð Borgarbyggðar á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í jafnvægissjóð og varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni samnings Borgarbyggðar og Hjallastefnunnar samtals að upphæð kr. 7.341.624.-“ Byggðarráð samþykkti fyrrgreinda bókun og leggur á ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
4.Vindorkumál - Hecate energy
1905089
Lagt fram til kynningar bréf frá fyrirtækinu Hecate Energy, dags. 20. Maí 2019, þar sem fjallað er um möguleika á uppbyggingu vindorkuvers í Borgarbyggð. Byggðarráð fól sveitarstjóra að svara erindinu ásamt því að afla frekari upplýsinga um það málefni sem bréfið fjallar um og snertir Borgarbyggð.
5.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 17.2.2019
1905094
Framlagt fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem halda á þann 17. maí 2019. Eftirfarandi voru tilnefndir fulltrúar Borgarbyggðar í stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar:
Helgi Haukur Hauksson, Hrefna B. Jónsdóttir, Vilhjálmur Egilsson og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir.
Varamenn: Sólveig Heiða Úlfsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Bergur Þorgeirsson, Rúnar Gíslason.
Helgi Haukur Hauksson, Hrefna B. Jónsdóttir, Vilhjálmur Egilsson og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir.
Varamenn: Sólveig Heiða Úlfsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Bergur Þorgeirsson, Rúnar Gíslason.
6.Ályktun frá aðalfundi kkd. Skallagríms 6.5.2019
1905095
Framlög ályktun frá aðalfundi kkd. Skallagríms í þremur hlutum. Byggðarráð þakkar ályktanirnar. Byggðarráð tekur ekki undir ályktun um nýtingu ónotaðs frístundastyrks þar sem það samrýmist ekki tilgangi hans, vísar ályktun um viðgerðir á körfum til forstöðumanns íþróttamannvirkja og bendir á að nú sé vinnuhópur að hefja störf um undirbúning nýs íþróttamannvirkis.
7.Sjst.Ok Ársreikningur 2018 og aðalfundargerð
1905005
Framlögð fundargerð aðalfundar Sjst. Ok 2019 og ársreikningar ársins 2018
8.Ályktanir frá 97. sambandsþingi UMSB
1905100
Lagðar fram til kynningar fjórar tillögur frá 97. sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar var haldið í félagsheimilinu Brautartungu 6. mars 2019. Einnig var lögð fram ósk UMSB um að Borgarbyggð skipi fulltrúa í Landsmótsnefnd UMFÍ 50 . Byggðarráð skipaði Gunnlaug A Júlíusson fulltrúa sveitarfélagsins í landsmótsnefndina og Önnu Magneu Hreinsdóttir til vara og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
9.Reglur um bann við netaveiði á göngusilungi í sjó 2019-2020
1905011
Framlagt bréf Fiskistofu, dags. 23. Apríl 2019 vegna væntanlegra reglna um bann við veiði á göngusilungi í sjó 2019 - 2020. Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í bréfinu um setningu reglna um bann við netaveiði á göngusilungi í sjó árin 2019-2020.
10.Litla Laxholt, stækkun og ný landareign úr Eskiholti 2
1905028
Framlögð umsókn Sveins Finnssonar, kr. 121238-2099, dags. 29. Apríl 2019, um stofnun lóðar úr landi Eskiholts 2, lnr. 135024, er beri nafnið Eskilax. Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athagasemd við að landareign verði stofnuð. Byggðarráð samþykkti fyrrgreinda umsókn um stofnun lóðar úr landi Eskiholts 2 er beri nafnið Eskilax.
11.Stóri-Kálfalækur 2 - landskipti_umsögn
1905103
Framlagt erindi Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar, dags. 14. Maí 2019, þar sem beðið er um umsögn vegna fyrirhugaðra landskipta jarðarinnar Stóri-Kálfalækur 2 fnr. 2112599. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrrgreind landskipti og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
12.Uppsögn á vátryggingasamningi við VÍS
1905029
Lagt fram minnisblað sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 8. Maí 2019, þar sem lagt er til að samningi við VÍS um tryggingar sveitarfélagsins sé sagt upp. Byggðarráð samþykkti að segja upp tryggingum sveitarfélagsins og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
13.Skoðanakönnun Safnahúss 2019 - niðurstöður
1905007
Framlagðar til kynningar niðurstöður úr skoðanakönnun meðal gesta sem gerð var í Safnahúsi Borgarbyggðar í janúar sl.
14.Málefni Snorrastofu
1905121
Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu mætti til fundar og kynnti málefni Snorrastofu fyrir fundarmönnum og það mikla menningarstarf sem þar er unnið.
15.Leikskólinn Hnoðraból - útboð
1904026
Framlögð opnunarskýrsla Ríkiskaupa vegna útboðs í byggingu leikskólans Hnoðrabóls og fleira á Kleppjárnsreykjum ásamt gögnum frá eftirlitsmanni Borgarbyggðar. Benedikt Magnússon eftirlitsmaður mætir til fundarins. Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Byggingafélagið Balti ehf; 323.574.472‐ kr. m/vsk
Eiríkur Ingólfsson ehf; 296.250.797‐ kr. m/vsk
GS Import ehf; 355.735.029‐ kr. m/vsk
Spöng ehf 374.247.000‐ kr. m/vsk
Benedikt Magnússon fór yfir tilboðin og skýrði þau. Ríkiskaup hafa metið öll tilboðin gild. Byggðarráð samþykkti að fela Benedikt Magnúsyni að ganga til samninga við lægstbjóðanda í framkvæmdir við leikskólann Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggingafélagið Balti ehf; 323.574.472‐ kr. m/vsk
Eiríkur Ingólfsson ehf; 296.250.797‐ kr. m/vsk
GS Import ehf; 355.735.029‐ kr. m/vsk
Spöng ehf 374.247.000‐ kr. m/vsk
Benedikt Magnússon fór yfir tilboðin og skýrði þau. Ríkiskaup hafa metið öll tilboðin gild. Byggðarráð samþykkti að fela Benedikt Magnúsyni að ganga til samninga við lægstbjóðanda í framkvæmdir við leikskólann Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
16.Mannauðs - og kynningarmál
1905101
Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri Borgarbyggðar mætti til fundarins. Fór hún yfir málefni slökkviliðs, Hjálmakletts og nýrrar heimasíðu sveitarfélagsins.
Lilja Björg fór af fundi kl: 11:20.
17.Frá Alþingi - 771. mál til umsagnar - barnavernd
1905003
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
18.222. fundur í Safnahúsi
1905030
Fundargerð 222. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram
19.Ársfundur Brákarhlíðar 30.4.2019 - fundargerð
1905088
Fundargerð Brákarhlíðar frá 30.4.2019 framlögð
Fundi slitið - kl. 11:30.