Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 14
1905136
2.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 9
1905117
Lögð fram umsókn Þóru Bjargar Eggertsdóttur, kt. 1106912549, Hraunbæ 102 C Reykjavík, um lóðina Rjúpuflöt 9 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni að Rjúpuflöt 9 til umsækjenda.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni að Rjúpuflöt 9 til umsækjenda.
3.Umsókn um lóð - Sóltún 15
1905126
Lögð fram umsókn Ríkeyjar Bjargar Magnúsdóttur, kt. 1510796019, Sóltúni 22, 311 Borgarnesi, um lóðina að Sóltúni 15 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni að Sóltúni 15 til umsækjenda.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni að Sóltúni 15 til umsækjenda.
4.Samstarf um byggingu íbúða - erindi
1904159
Lagt fram erindi Steypustöðvarinnar ehf/Loftorku í Borgarnesi dags. 23.04.2019 um hugsanlegt samstarf um byggingu íbúða í Borgarnesi.
Byggðarráð fagnar þeim áhuga sem kemur fram í erindinu og samþykkti að óska eftir minnisblaði frá sérfróðum aðila varðandi heimildir sveitarfélagsins til að vera í samstarfi við byggingaraðila um framkvæmdir og fordæmi fyrir slíku.
Byggðarráð fagnar þeim áhuga sem kemur fram í erindinu og samþykkti að óska eftir minnisblaði frá sérfróðum aðila varðandi heimildir sveitarfélagsins til að vera í samstarfi við byggingaraðila um framkvæmdir og fordæmi fyrir slíku.
5.Nafngift götu í Bjargslandi
1905190
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2019, um nafn á ónefndri götu í Bjargslandi. Gatan sem er ónefnd liggur samsíða Hrafnakletti og eru tvær íbúðablokkir við götuna. Afstöðumynd kemur fram á minnisblaðinu. Lagt er til að heiti götunnar verði Sóleyjarklettur.
Byggðaráð samþykkti tillögu um að nafn götunnar verði Sóleyjarklettur.
Byggðaráð samþykkti tillögu um að nafn götunnar verði Sóleyjarklettur.
6.Borun á könnunarholum í Bæjarsveit - framkvæmdaleyfi
1905133
Lögð fram umsókn Veitna ohf, dags. 15. maí 2019, um framkvæmdaleyfi til borunar eftir heitu vatni í Bæjarsveit.
Byggðarráð samþykkti framkvæmdaleyfið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar er skipulagsfulltrúa falið að gefa framkvæmdaleyfið út.
Byggðarráð samþykkti framkvæmdaleyfið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar er skipulagsfulltrúa falið að gefa framkvæmdaleyfið út.
7.Útboð á raforkukaupum
1905135
Lagt fram erindi frá Ríkiskaupum, dags. 17. maí 2019, varðandi fyrirhugað útboð á kaupum á raforku. Ríkiskaup eru að undirbúa útboð á raforkukaupum. Sambærilegur rammasamningur er nú í gildi fyrir ríkisstofnanir RS Raforka. Að þessu sinni vilja Ríkiskaup bjóða þeim sveitarfélögum sem þess óska og eru aðilar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa að taka þátt í útboðinu. Ríkiskaup reikna með því að útboðið verði auglýst í júní og samningur verði kominn á í september 2019.
Byggðarráð telur erindi Ríkiskaupa allrar athygli vert og samþykkti að óska eftir aðild að fyrrgreindu útboði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna Ríkiskaupum afstöðu sveitarfélagsins fyrir tilskilinn frest.
Byggðarráð telur erindi Ríkiskaupa allrar athygli vert og samþykkti að óska eftir aðild að fyrrgreindu útboði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna Ríkiskaupum afstöðu sveitarfélagsins fyrir tilskilinn frest.
8.Plan-B Art Festival
1905035
Lagt fram minnisblað frá Plan B hópnum dags. 10. maí 2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið við undirbúning og framkvæmd Plan B hátíðarinnar. Hátíðin verður haldin dagana 9.-11. ágúst n.k.
Byggðarráð lýsti ánægju sinni með framkomnar áætlanir um hátíðina og vísar erindinu til atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á samstarfi sveitarfélagsins við Plan-B hópinn.
Byggðarráð lýsti ánægju sinni með framkomnar áætlanir um hátíðina og vísar erindinu til atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á samstarfi sveitarfélagsins við Plan-B hópinn.
9.Áskorun um húsnæðismál
1905134
Lagt fram erindi Stéttarfélagi Vesturlands, dags 17. maí 2019, þar sem skorað er á sveitarfélagið að hefja samstarf við Bjarg íbúðafélag.
Byggðarráð tók undir erindið og óskaði eftir að fá fulltrúa Bjargs til fundar við byggðarráð á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð tók undir erindið og óskaði eftir að fá fulltrúa Bjargs til fundar við byggðarráð á næsta fundi ráðsins.
10.Fyrirhuguð endurheimt Hítarár - beiðni um umsögn
1905158
Lögð fram matsskyldufyrirspurn frá Skipulagsstofnun, dags 13. maí sl. vegna fyrirhugaðrar endurheimtar Hítarár í kjölfar hamfarahlaups sl. sumar sem stíflaði ána. Sveitarfélaginu ber að gefa umsögn um hvort fyrirhuguð framkvæmd skuli fara í umhverfismat. Samþykkt hefur verið að framlengja frest til að gera umögn um erindið, fram yfir fund sveitarstjórnar í júní.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og landbúnaðarnefnd að fjalla um erindið.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og landbúnaðarnefnd að fjalla um erindið.
11.Starfsmannaferð GB - umsókn um styrk
1905157
Lagt fram bréf skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi um styrk vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsmanna til Mílanó.
Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að afgreiða erindið í samræmi við reglur Borgarbyggðar um styrki til náms- og kynnisferða.
Guðmundur Freyr Kristbergsson vék af fundi kl. 10,55.
Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að afgreiða erindið í samræmi við reglur Borgarbyggðar um styrki til náms- og kynnisferða.
Guðmundur Freyr Kristbergsson vék af fundi kl. 10,55.
12.Grímarsstaðavegur_Hvanneyri-Hvítárbrú - umsókn um framkvæmdaleyfi
1905159
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar, dags. 16. apríl 2019, um framkvæmdaleyfi vegna Grímarsstaðavegar milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar.
Byggðarráð samþykkti að veita framkvæmdaleyfið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar er skipulagsfulltrúa falið að gefa framkvæmdaleyfið út.
Byggðarráð samþykkti að veita framkvæmdaleyfið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar er skipulagsfulltrúa falið að gefa framkvæmdaleyfið út.
13.Umsókn um leyfi til skotæfinga á Ölduhrygg
1905169
Lögð fram umsókn Skotfélags Vesturlands, dags. 16. maí 2019, um áframhaldandi leyfi fyrir kennslu og skotpróf á landssvæði við Ölduhrygg eins og sex undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkti að veita leyfið og fól sveitarstjóra að kynna niðurstöðuna fyrir félaginu.
Byggðarráð samþykkti að veita leyfið og fól sveitarstjóra að kynna niðurstöðuna fyrir félaginu.
14.Grænbók - stefna um málefni sveitarfélaga
1905168
Lögð fram slóð á Grænbók - stefnu um málefni sveitarfélaga ásamt kynningarefni. Um er að ræða efni sem unnið hefur verið í sambandi við stefnumótum um þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Verkið er unnið á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Efnið var kynnt á fundi með sveitarstjórum og kjörnum fullrúum á fundi sem haldinn var á vegum SSV í landnámssetrinu þann 15. maí sl. Frestur til að skila umsögn um Grænbókina er fram til 3. júní n.k. Að því loknu verður unnin upp sk. Hvítbók sem á að vera frágengin í lok júní. Stefnt er síðan að því að halda sérstakan aukalandsfund sveitarfélaga í byrjun september um þetta efni.
Byggðarráð gerir athugasemd við skamman frest sem gefst til að gefa umsögn. Byggðarráð samþykktir að halda sérstakan vinnufund sveitarstjórnar um málið og felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að umsögn sveitarfélagsins.
Byggðarráð gerir athugasemd við skamman frest sem gefst til að gefa umsögn. Byggðarráð samþykktir að halda sérstakan vinnufund sveitarstjórnar um málið og felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að umsögn sveitarfélagsins.
15.Erindi frá MAST vegna afréttarmála
1905170
Lagt fram bréf MAST og héraðsdýralæknis, dags. 17. maí 2019, vegna sauðfjárhalds og afréttarmála.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og landbúnaðarnefndar og fjallskilanefndar.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og landbúnaðarnefndar og fjallskilanefndar.
16.Slökkvilið Borgarbyggðar - húsnæðismál.
1905175
Á fundinn mættu Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um húsnæðismál Slökkviliðs Borgarbyggðar og almennt um starfsemi slökkviliðsins.
17.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
1905176
Lagður fram tölvupóstur Sambands ísl. Sveitarfélaga, dags. 17. maí 2019, varðandi stofnfund samráðvettvangs sveitarfélaganna um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Byggðarráð leggur til að sviðsstjóri fjölskyldusviðs og eða formaður fræðslunefndar séu tengiliðir Borgarbyggðar við verkefnið.
Byggðarráð leggur til að sviðsstjóri fjölskyldusviðs og eða formaður fræðslunefndar séu tengiliðir Borgarbyggðar við verkefnið.
18.Ljósleiðari Borgarbyggðar - framkvæmdir 2019
1903009
Á fundinn mætti Guðmundur Daníelsson til viðræðna um framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð.
19.Hvanneyri nautastöð B - lnr. 133862 - stofnun lóðar, Pálstangi
1905189
Lögð fram umsókn Ríkiseigna um stofnun lóðar úr landi Hvanneyrar nautastöð B lnr. 133862. Óskað er eftir að lóðin fái nafnið Pálsstangi.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.
20.Leikskólinn Hnoðraból - útboð
1904026
Á fundinn mætti Benedikt Magnússon og lagði fram minnisblað um tilboð sem bárust í byggingu leikskólans að Kleppjárnsreykjum.
Byggðarráð samþykkti að taka tilboði EJI ehf í verkið og leggur þá afgreiðslu til staðfestingar sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkti að taka tilboði EJI ehf í verkið og leggur þá afgreiðslu til staðfestingar sveitarstjórnar.
21.Frá Alþingi - 844. mál til umsagnar, hækkun lífeyris
1905183
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.
22.Til umsagnar 256. mál frá Alþingi, staða barna
1905184
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.
23.Til umsagnar 825. mál frá Alþingi - hagsmunafulltrúi aldraðra
1905188
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.
24.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir
1611257
Lögð fram fundargerð bygginganefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 15.05.2019
25.Brunavarnir í Skorradalshrepp
1905104
Lögð fram fundargerð 1. fundar fulltrúa Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um brunavarnir.
26.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir
1810004
Lagðar fram fundargerðir 8. og 9. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls.
27.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir
1806018
Lögð fram fundargerð 42. verkfundar vegna nýbyggingar Grunnskólans í Borgarnesi.
Fundi slitið - kl. 11:50.
Lóðinni að Fjólukletti 14 hefur verið úthlutað en umsækjandi sækir um lóðina að Fjólukletti 16 til vara.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni að Fjólukletti 16 til umsækjenda.