Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Félagsþjónusta Borgarbyggðar - kynning
1906011
Til fundarins mættu starfsmenn félagsþjónustu Borgarbyggðar, Inga Vildís Bjarnadóttir, Thelma Eyfjörð Jónsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Freyja Þöll Smáradóttir ásamt Önnu Magneu Hreinsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Fjallað var um starfsemi félagsþjónustunnar og þróun þeirra mála sem henni berast. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði um framtíðarsýn í samþættingu skóla - og félagsþjónustu og fjölskylduteymis.
2.Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala - bókanir
1906111
Framlagðar bókanir frá fundi Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala þann 11. júní 2019 og yfirlit frá barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala yfir fjölda tilkynninga og mála á árinu 2018 og það sem af er árinu 2019 ásamt samanburði við fyrri ár. Einnig var framlögð framkvæmdaáætlun fyrir nefndina fyrir árin 2018 - 2022.
Byggðarráð tekur undir þær áhyggjur sem fram koma í bókun barnaverndanefndar Borgarfjarðar og Dala um aukinn fjölda og þunga tilkynninga til nefndarinnar.
Byggðarráð tekur undir þær áhyggjur sem fram koma í bókun barnaverndanefndar Borgarfjarðar og Dala um aukinn fjölda og þunga tilkynninga til nefndarinnar.
3.Framkvæmdastyrkir
1904008
Framlagður listi yfir umsóknir um framkvæmdastyrki árið 2019
Framlagður til kynningar listi yfir umsóknir um framkvæmdastyrki.
4.Leikskólinn Hnoðraból - útboð
1904026
Framlagður undirritaður verksamningur um byggingu leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum milli EJI ehf. og Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkir samninginn.
5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - grjótvörn
1906081
Framlögð umsókn Vatnafélags Norðurár, dags. 10.júní 2019, um framkvæmdaleyfi til að vinna 200-300 rúmmetra af grjóti úr grjótnámu í Brekkunefi til grjótvarnar í Norðurá.
Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Lilja Björg Ágústsdóttir fer af fundi kl. 9:38
6.Erindi frá Skarðshömrum v. ágangs sauðfjár
1906047
Framlagt bréf og myndir frá ábúanda á Skarðshömrum, dags. 4. Júní 2019, vegna meints ágangs sauðfjár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
7.Lambhagi 1-3, Hreðavatn. Nýjar landareignir.
1906090
Framlögð umsókn Sigþrúðar Margrétar Þórðardóttur, kt. 2403522309, dags. 24. Maí 2019, um stofnun þriggja lóða úr landi Hreðavatns lnr.134772, sem munu bera heitin Lambhagi 1-3. Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athagasemd við að landareign verði stofnuð.
Byggðarráð samþykkir stofnun fyrrgreindra lóða.
Byggðarráð samþykkir stofnun fyrrgreindra lóða.
8.Beiðni um greiðslu málskostnaðar
1906066
Framlagt minnisblað Ómars Karls Jóhannessonar lögmanns, dags. 6. Júní 2019, þar sem hann tilkynnir að lögmaður Sæmundar Ásgeirssonar hafi sent beiðni til héraðsdóms um niðurfellingu dómsmálsins sem höfðað var á hendur sveitarfélaginu sl. vetur vegna kröfu Sæmundar Ásgeirssonar um ógildingu byggingarleyfa og þess að rífa húsin að Bæjargili. Málið var hins vegar ekki fellt niður „án málskostnaðar“ Lögmaður Sæmundar hefur orðað það við lögmann Borgarbyggðar að sveitarfélagið taki á sig málskostnað í málinu.
Byggðarráð hafnar framkomnum hugmyndum lögmanns Sæmundar Ásgeirsonar um að Borgarbyggð greiði málskostnað Sæmundar Ásgeirssonar vegna fyrrgreindrar málshöfðunar. Málshöfnunin var lögð fram af hálfu lögmanns Sæmundar Ásgeirssonar án undangenginnar samræðu milli aðila um hvort endurmeta ætti málið í ljósi þess formgalla sem á afgreiðslu sveitarfélagsins var.
Byggðarráð hafnar framkomnum hugmyndum lögmanns Sæmundar Ásgeirsonar um að Borgarbyggð greiði málskostnað Sæmundar Ásgeirssonar vegna fyrrgreindrar málshöfðunar. Málshöfnunin var lögð fram af hálfu lögmanns Sæmundar Ásgeirssonar án undangenginnar samræðu milli aðila um hvort endurmeta ætti málið í ljósi þess formgalla sem á afgreiðslu sveitarfélagsins var.
9.Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum
1906073
Framlagður póstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum. Fram kemur að dæmi um lýðheilsuvísa fyrir Vesturland sem eru frábrugðnir frá öðrum landshlutum eru eftirfarandi :
Hlutfallslega flestir fullorðnir eru hamingjusamir.
Færri framhaldsskólanemar sofa of stutt.
Fleiri fullorðnir nota virkan ferðamáta.
Færri börn nota virkan ferðamáta (ganga eða hjóla) í skóla.
Orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema mest.
Heilsugæsluheimsóknir yfir landsmeðaltali
Hlutfallslega flestir fullorðnir eru hamingjusamir.
Færri framhaldsskólanemar sofa of stutt.
Fleiri fullorðnir nota virkan ferðamáta.
Færri börn nota virkan ferðamáta (ganga eða hjóla) í skóla.
Orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema mest.
Heilsugæsluheimsóknir yfir landsmeðaltali
10.Lausn frá setu í Fólkvangsnefnd - bréf
1906049
Framlagður tölvupóstur Sigríðar Bjarnadóttur, frá 5. Júní 2019, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í Umsjónarnefnd Einkunna.
Byggðarráð veitir Sigríði Bjarnadóttur lausn frá störfum og skipar Guðrúnu Kristjánsdóttir Borgarvík 12 í hennar stað og til vara Pavle Estrajher.
Byggðarráð veitir Sigríði Bjarnadóttur lausn frá störfum og skipar Guðrúnu Kristjánsdóttir Borgarvík 12 í hennar stað og til vara Pavle Estrajher.
11.Reglur um lóðaúthlutun - endurskoðun
1906110
Framlögð til kynningar fyrstu drög að úthlutunarreglum nýrra lóða í Borgarbyggð. Sveitarstjóri kynnti drögin og hvernig þau voru unnin.
Samþykkt að taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt að taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.
12.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020
1906109
Framlögð til kynningar drög að tekjuáætlun fyrir árið 2020. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti áætlunina og forsendur hennar.
Byggðarráð vísaði framkomnum drögum til vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð vísaði framkomnum drögum til vinnslu fjárhagsáætlunar.
13.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir
1806018
Framlögð 44. verkfundagerð v. viðbygging Grunnskólans í Borgarnesi dags. 4. Júní 2019.
14.Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítár - fundarboð
1905009
Framlögð fundargerð aðalfundar Veiðifélagsins Hvítár frá 15. Maí 2019.
15.Veiðifélag Norðurár - Aðalfundur 2019
1904084
Framlögð fundargerð veiðifélags Norðurár frá 23. Apríl 2019.
16.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag
1902133
Framlögð 13. fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag frá 28. maí 2019. SES kynnti efni fundargerðarinnar.
Sveitarstjóri fór yfir eldvarnarmál og brunavarnir í tengslum við boðun óvissuástands á Vesturlandi í kjölfar mikilla þurrka.
Fundi slitið - kl. 10:50.